Fjórar ungar handknattleiksstúlkur úr ÍBV hafa nú verið valdar í úrtakshóp U-16 ára landsliðs Íslands í handbolta. Þetta eru þær Aðalheiður Pétursdóttir, Berglind Sigurðardóttir, Drífa Þorvaldsdóttir og Sigríður Garðarsdóttir. Liðið mun æfa dagana 4.-6. júní í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi en verkefnastjóri liðsins er Hilmar Guðlaugsson.