Lið ársins úr liðum í neðri hlutanum í Bestu deild karla var valið í útvarpsþættinum Fótbolti.net. ÍBV á þar flesta fulltrúa eða fjóra talsins auk þess sem Þorlákur Árnason var valinn þjálfari ársins í neðri hlutanum. Leikmennirnir sem um ræðir eru Sigurður Arnar Magnússon, Arnór Ingi Kristinsson, Marcel Zapytowski og Alex Freyr Hilmarsson. Hallgrímur Mar Steingrímsson leikmaður KA var valinn besti leikmaður neðri hlutans.
Eyjamenn eru sem stendur efstir í neðri hlutanum með 33 stig þegar tvær umferðir eru eftir af tímabilinu. Næsti leikur ÍBV er útileikur gegn KR á sunnudaginn kl. 14:00. Tímabilinu lýkur helgina eftir þegar Eyjamenn fá KA í heimsókn.
Hægt er að sjá liðið í heild sinni hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst