Fjórir leikmenn ÍBV í liði ársins í neðri hlutanum
Alex Freyr hefur verið öflugur í liði ÍBV í sumar. Ljósmynd/Sigfús G. Guðmundsson

Lið ársins úr liðum í  neðri hlutanum í Bestu deild karla var valið í útvarpsþættinum Fótbolti.net. ÍBV á þar flesta fulltrúa eða fjóra talsins auk þess sem Þorlákur Árnason var valinn þjálfari ársins í neðri hlutanum. Leikmennirnir sem um ræðir eru Sigurður Arnar Magnússon, Arnór Ingi Kristinsson, Marcel Zapytowski og Alex Freyr Hilmarsson. Hallgrímur Mar Steingrímsson leikmaður KA var valinn besti leikmaður neðri hlutans.

Eyjamenn eru sem stendur efstir í neðri hlutanum með 33 stig þegar tvær umferðir eru eftir af tímabilinu. Næsti leikur ÍBV er útileikur gegn KR á sunnudaginn kl. 14:00. Tímabilinu lýkur helgina eftir þegar Eyjamenn fá KA í heimsókn.

Hægt er að sjá liðið í heild sinni hér að neðan.

Mynd/Fótbolti.net

 

 

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.