Á dögunum var auglýst laust er til umsóknar starf aðalbókara hjá Vestmannaeyjabæ. Um er að ræða 100% starf innan stjórnsýslu sveitarfélagsins, og í því felst yfirumsjón með öllu bókhaldi sveitarfélagsins og stofnana þess, afstemmingu, uppgjöri og annarri bókhaldsvinnu.
Samkvæmt upplýsingum frá Drífu Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs bárust Vestmannaeyjabæ fjórar umsóknir um starfið, en ein var dregin til baka.
Þrír umsækjendurnir sem eftir standa eru Ásta Björk Guðnadóttir, Linda Björg Ómarsdóttir og Nataliya Hryvnak.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst