Fjörtíu ár frá strandi Sæbjargar VE 56
18. desember, 2024
Sæbjörg VE velkist um brimgarðinum.

Fjórtán manna áhöfn bjargað við illan leik í björgunarstól

„Fjörtíu ár í dag. Strönduðum við Stokksnes, í fárviðri, á Sæbjörgu VE 56. Vorum á leið heim í jólafrí. Vorum dregnir í land,130 metra, í björgunarstól. Það sem skipti öllu máli er að við, 14 menn , komumst allir af við illan leik.“ skrifaði Stefán Geir Gunnarsson á Fésbókarsíðu  í gær um strand Sæbjargar við Hornafjörð 17. desember 1984.

Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari með meiru skrifaði grein í Jólablað Eyjafrétta 2020 um strandið og heimsókn til Hornafjarðar til að heimsækja hetjurnar í Björgunarfélagi Hornafjarðar sem náðu áhöfninni í land við mjög erfiðar aðstæður. Voru þeir dregnir í gegnum brimgarðinn í björgunarstól,  sem var erfið reynsla, bæði áhöfn á björgunarmönnum. Í greininni segir Óskar Pétur frá hlýjum móttökum fyrir Austan og Útkallsbók Óttars sem kom út þetta ár.  Hún hét, Á ögurstundu, og fjallaði um björgunarafrek og skipskaða sem allir tengjast Vestmannaeyjum með einum eða öðrum hætti. Útgerðarmaðurinn og vélstjóri Theodór Ólafsson varð fjórum sinnum fyrir því á ævinni að lenda í skipskaða og er þeim atvikum gerð góð skil í bókinni. Þess má geta að Óskar Pétur kemur fram í þætti Óttars, Útkall  á Visir.is og Stöð 2 á nýju ári.

 

Áhöfnin komin í hús Björgunarfélagsins þar sem hún þáði veitingar. Fengu að hringja heim áður en haldið var í Kaupfélagið að kaupa ný föt. Myndir Steinar Garðarsson.

 

Grein Óskars Péturs:

Þegar maður lendir í miklum hremmingum og er bjargað af hetjum sem leggja líf sitt að veði til að björgun megi takast langar maður að hitta á þá og taka í hönd þeirra og þakka fyrir sig. Ég var skipverji á Sæbjörgu VE 56 sem strandaði í Hornvík þann 17. des. 1984 eftir að bilun varð í vél bátsins og hann rak stjórnlaus upp í fjöruna.

Slæmt veður var og útlitið ekki gott þar sem við hefðum getað lent á Stokksnesi þar sem öldur brotnuðu á klöppum langt út í sjó, einnig var um tíma hætta á að við lentum á Hafnanesi þar sem braut yfir það og engin aðstaða fyrir björgunarsveitarmenn að athafna sig þar.

Við strönduðum á besta stað, úr því sem komið var. Björgunarsveitin á Hornafirði bjargaði allri skipshöfninni, 14 manns í land með fluglínutæki. Ég leit alltaf í Hornvíkina, þegar ég var á sjó eftir strandið, þegar siglt var þar framhjá og bjart var úti, og alltaf sá maður flakið í fjöruborðinu.

Ég hætti síðar á sjó en sigldi þarna framhjá á loðnuvertíðinni 2017 er ég var með strákunum á Heimaey VE 1. Ekkert var að sjá í Hornvík þann daginn enda skipið horfið. Alltaf þegar maður keyrði þarna framhjá langaði mig að líta við í fjörunni en það varð aldrei neitt úr því að ég gerði það. Ég hafði alltaf löngun til að hitta félagana úr Björgunarfélaginu á Hornafirði, en eins og með að líta á Hornvík, varð ekkert úr því heldur.

Menn nutu góðra veitinga heimamanna. Hafþór Theódórsson sem slasaðist á fæti við björgunina og Óskar Pétur. Fyrir aftan þá er Jón Stefán, Björgunarfélagi Hornafjarðar.

 

Veður aftraði för

Þegar 30 ár voru liðin frá strandinu ritaði ég söguna eins og hún kom mér fyrir sjónir og upplifun mína. Ég vildi hafa allt eins rétt og hægt var. Ég hringdi í Guðbrand Jóhannsson en hann var formaður Björgunarfélagsins á sínum tíma. Við ræddum lengi saman og hann sendi mér gögn úr bókum Björgunarfélagsins þar sem tímasetningar komu vel fram, eins og hvenær fyrsti skipbrotsmaðurinn var dreginn í land og hvenær sá síðasti.

Hann sendi mér ljósrit af þakkarbréfi Theodórs og Hilmars til félagsins eftir björgunina. Enn líður tíminn og ekki hef ég enn farið austur í Hornvík en fór með félögum mínum hjá Rauða krossinum í Vík í Mýrdal austur á Hornafjörð haustið 2018, þar sem starfsemin var kynnt.

Fleiri félög kynntu starfsemi sína og ræddi ég við nokkra aðila um að skutla mér austur í Hornvík og síðar komu tveir menn til mín og sögðust vera til í að fara með mig þangað, en þar sem veðrið væri orðið mjög slæmt vildu þeir ekki fórna lakkinu á bílum sínum þar sem sandur væri byrjaður að fjúka.

Ekkert varð af því að ég færi þangað í þessari ferð. Enn líður tíminn og núna í vor var haft samband við mig þar sem Óttar Sveinsson ætlaði að skrifa Útkallsbók, þar sem skrifa átti um þau sjóslys sem Theodór Ólafsson hefði lent í. Þau slys eru fjögur en enginn fórst í þessum slysum. Slysin eru Frosti VE 363 strandar, Sæbjörg VE 50 sekkur, Gjafar VE 300 strandar og Sæbjörg VE 56 strandar. Frosti er eini báturinn sem bjargaðist aftur en hinir gjöreyðilögðust allir.

 

Aðstæður á strandstað voru mjög erfiðar og mildi að ekki fór ver.

 

Ég var alveg til í að vera með í þessari útgáfu Óttars og sendi honum þau gögn sem ég hafði um strand Sæbjargar haustið 1984. Þegar ég var byrjaður á fullu að vinna í gögnum frá strandinu og að safna gögnum fyrir Óttar um önnur áður nefnd sjóslys kviknaði enn og aftur löngun að hitta mennina sem björguðu mér og líta við í Hornvík. Haraldur Halldórsson kom í heimsókn til mín í maí og ég sagði við hann að ég ætlaði að líta þarna við í sumar og hvort hann vildi ekki koma með. Jú, hann var alveg til í það.

ferð Herjólfs þriðjudagsmorguninn 22. september og keyrðum frá Landeyjahöfn glaðir í bragði enda veðrið með besta móti. Þrátt fyrir gott og bjart veður versnaði það þegar við vorum komnir austur fyrir Vík í Mýrdal. Jörð var orðin hvít af snjó við Hjörleifshöfða og við keyrðum í snjókomu langleiðina austur að Eldvatni en þar fyrir austan var blíða og bjart yfir. Við ferðafélagarnir komum til Hornafjarðar í hádeginu og keyrðum að dekkjaverkstæðinu hjá Guðbrandi. Guðbrandur sagði okkur að félagar hans í Björgunarfélaginu ætluðu að vera við Björgunarfélagshúsið klukkan 13. Svangir ferðafélagar fóru á góðan matsölustað og fengum okkur að borða góðan mat.

 

Loðnuveiðar gengu mjög vel þetta haust. Var Sæbjörg með fullfermi í hverjum túr. Myndir Óskar Pétur.

Loksins haldið austur

Seinnipartinn í ágúst fóru skrif Óttars á fullt og gagnasöfnunin líka. Sumarið var að verða búið og ég hafði enn ekki farið austur. Það var kominn sá tímapunktur í september að bókin var að verða tilbúin til prentunar. Ég var að líta á veðurspár, langaði að fara þangað í góðu veðri og stefndi á að fara austur á laugardegi eða sunnudegi.

Veðurútlit var rokkandi upp og niður bæði laugardaginn 19. september og sunnudaginn. Veðurspá var frekar óstabíl alla þessa daga við þessa helgi nema þriðjudagurinn 22. sept. en spáin var alltaf góð fyrir þann dag og því var tekin ákvörðun um að fara á þeim degi.

Ég ýtti við Halla vini mínum í London og bað Alfreð Alfreðsson, rútubílstjóra að koma með. Hann var tilbúinn og Halli líka. Við lögðum af stað með fyrstu ferð Herjólfs þriðjudagsmorguninn 22. september og keyrðum frá Landeyjahöfn glaðir í bragði enda veðrið með besta móti. Þrátt fyrir gott og bjart veður versnaði það þegar við vorum komnir austur fyrir Vík í Mýrdal.

Jörð var orðin hvít af snjó við Hjörleifshöfða og við keyrðum í snjókomu langleiðina austur að Eldvatni en þar fyrir austan var blíða og bjart yfir. Við ferðafélagarnir komum til Hornafjarðar í hádeginu og keyrðum að dekkjaverkstæðinu hjá Guðbrandi. Guðbrandur sagði okkur að félagar hans í Björgunarfélaginu ætluðu að vera við Björgunarfélagshúsið klukkan 13. Svangir ferðafélagar fóru á góðan matsölustað og fengum okkur að borða góðan mat.

Nótin dregin.

 

Takk fyrir síðast

Það var tilkomumikil stund að keyra að húsi Björgunarfélagsins á Hornafirði og flestir þeir sem tóku þátt í björgun okkar skipbrotsmanna á Sæbjörgu VE 56, 17. desember 1984 voru mættir til að hitta mig. Ég gekk að hverjum og einum, tók í hönd hans og sagði það sama við alla, „takk fyrir síðast“.

Við stóðum í smástund þarna og spjölluðum saman. Ég fann það að þessir ágætu menn þótti það eins gott að hitta mig eins og mér þótti það að hitta þá. Steini í Vinaminni, minn gamli nágranni frá Grænuhlíð 24 var þarna líka og það var gott að spjalla við hann eins og alltaf. Það fóru fimm Björgunarfélagsmenn með okkur Eyjamönnunum í Hornvíkina.

Þetta er ótrúlega flott náttúruundur þessi vík og sennilega er þetta eini staðurinn á Íslandi þar sem maður nánast labbar á sjónum, eða svo virðist það vera. Gjaldskylda er ef fólk vill fara í víkina en okkur var hleypt í gegn og hliðið opnað fyrir okkur án þess að við þyrftum að borga.

Guðbrandur sagði okkur á leiðinni frá Stokksnesi að þeir hefðu verið með vörubílinn sem fluglínutækin voru fest við hefði verið upp á veginum, þaðan hafi verið 130 metrar í Sæbjörgu. Það var þarna sem ég gerði mér fyrst ljóst hvað við höfðum verið dregnir langa leið frá hinu strandaða skipi og upp í fjöruna.

Einnig kom það mér mjög á óvart að það var bara eitt sker þarna en við töldum allir að þau hefðu verið tvö. Guðbrandur og félagar hans sýndu okkur risavaxinn klett sem þeir festu blakkir í til að rétta Sæbjörgu þegar þeir voru að bjarga verðmætum úr henni og sögðu okkur frá þeim feiknarkrafti sem þurfti til að rétta skipið og við sáum hvað hafði brotnað úr berginu við þessi átök.

Enn eitthvað til af Sæbjörgu

Nú fórum við úr bílunum og það sem kom mér ótrúlega á óvart að ég sá hluta af nót Sæbjarnar ofarlega í fjörunni. Ég vissi að þessi veiðarfæri eru gerð úr sterku og endingagóðu efni og enn var nótin til, þótt Sæbjörgin væri horfin. Ég gekk niður að skerinu og með því vestanmegin og þá sá ég vélina sem var í Sæbjörgu. Það var þá eitthvað enn til af skipinu sem ég var á þegar ég var ungur maður haustið 1984.

Ég átti sennilega 4 – 5 metra eftir í vélina þegar ég komst ekki lengra þar sem fjaran byrjaði að ganga niður. Ég stillti mér upp með Björgunarfélagsmönnunum fimm sem komu með austur í fjöru. Nú kom sér vel að vera með Halla í London þar sem hann tók myndavél mína og myndaði okkur saman. Næst stilltum við þrír okkur saman upp til myndatöku, Guðlaugur Vilhjálmsson, ég og Guðbrandur Jóhannsson fyrrverandi formaður Björgunarfélagsins.

 

Stórt kast.

 

Það var notaleg stund að hafa þessa tvo heiðursmenn sitthvoru megin við sig. Guðlaugur Vilhjálmsson var 29 ára gamall þegar þeir björguðu okkur í land og hann gerði ótrúlega hetjudáð þessa nótt er hann náði í skotlínuna frá okkur í sjónum. Það er ótrúleg lýsing frá því í Útkall á ögurstundu, bók Óttars Sveinssonar.Eftir að hafa skoðað sig um í þessari stórmerku fjöru undir Vestrahorni, sem er á mörgum auglýsingum, var keyrt á Stokksnesið, þar sem við Halli mynduðum hvorn annan með Hornvík og Vestrahorn í bakgrunn. Þegar við vorum að fara aftur inn til Hornafjarðar frá Hornvík, sagði Guðbrandur okkur frá því hvað það hafi verið ótrúlega góð tilfinning að hafa tekið þátt í og bjargað 14 skipverjum úr einu strandi.

Þeir björgunarfélagsmenn björguðu mörgum á þeim árum þegar Guðbrandur var í félaginu, en Sæbjargarbjörgunin var sú stærsta af þeim öllum. Við kvöddum Guðbrand og félaga og héldum til baka aftur og enn í góðu veðri. Ég verð að viðurkenna að það var ósköp gott að hafa einkabílstjóra til að sjá um að keyra bílinn, það má alveg venjast því. Þegar heim kom um kvöldið varð eg að fara yfir myndir og senda á Óttar Sveinsson enda átti að senda bókina til prentunar næsta dag.

Ógleymanleg ferð

Þessi ferð verður mér alveg ógleymanleg, að hitta lífgjafa sína, menn sem spurðu ekki um tíma, heldur héldu í óveðri um miðja nótt út í fjöru til að bjarga mönnum sem þeir þekktu ekki neitt. Ég man það líka þessa nótt hvað manni leið strax betur að vita af því að þeir væru á leiðinni til að bjarga okkur, væri það hægt. Einnig verður það mér ógleymanlegt að hafa farið í Hornvík sennilega í besta veðri haustsins og náð að skoða aðstæður við bestu hugsanlegu skilyrði, öfugt við það sem var 17. des. 1984. Svo verður þessi ferð ógleymanleg fyrir það að hafa haft þessa tvo góðu vini sína með sér. Ég vil óska félögunum í Björgunarfélaginu á Hornafirði sem tóku á móti okkur gleðilegra jóla með þökk fyrir móttökurnar í haust, og gleðilegt nýtt ár.

 

 

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Forsida 18 Tbl
18. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst