Lögmaðurinn fór holu í höggi

Þó farið sé að hausta sitja golfarar bæjarins ekki auðum höndum. Nýverið fóru þrír félagar níu holu hring á golfvellinum í Eyjum. Einn af þeim fór holu í höggi. Eyjafréttir fengu lýsingu Jóhanns Péturssonar, lögmanns og golfara frá hringnum góða. Líklega illsláanlegur ,,Hringurinn byrjaði svosem ekki með neinum sérstökum látum hjá mér en samt par […]
Ungu stelpurnar fá stórt hlutverk

Síðastliðinn föstudag voru fyrstu heimaleikirnir hjá ÍBV í handboltanum. Kvöldið áður bauð handknattleiksdeild ÍBV handboltaáhugamönnum á leikmannakynningu í Akóges. Eyjafréttir ræddu við þjálfara beggja liða um tímabilið. Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðsins segir aðspurður um hvernig tímabilið leggist í hann að það leggist bara mjög vel í hann. „Það er alltaf spenna að byrja nýtt tímabil.” […]
Þrettán ára sigurvegari í pílu

Vestmannaeyjar Open pílumótinu sem hófst á föstudaginn lauk í gær með æsispennandi keppni. Parakeppnin var á föstudaginn en í gær var einstaklingskeppnin. Kári Vagn Birkisson, 13 ára stóð uppi sem sigurvegari. Vann landsliðsþjálfarann, Pétur Rúðrik Guðmundsson í úrslitaleiknum. Kári Vagn er mjög efnilegur píluspilari og náði níu pílna legg fyrir ekki svo löngu síðan sem […]
Dýpkunarskipið skuldbundið til að vera til taks í vetur

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær fór Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri yfir upplýsingar frá Vegagerðinni um stöðuna í Landeyjahöfn. Fram kom að dýpið í höfninni sé gott og sýndi stór mæling í sumar fram á eðlilegt ástand sem getur þó breyst hratt þegar haustlægðirnar skella á. Önnur stór mæling verður tekin í október. Dýpkunarskipið Álfsnes er […]
Urðu af 17 skipakomum í sumar

Á fundi framkvæmda og hafnarráðs í síðustu viku fór Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri yfir þróun í komum skemmtiferðaskipa síðustu 5 árin. Einnig fór hún yfir þau tækifæri og ógnanir sem hún sér fyrir á komandi árum. Í afgreiðslu ráðsins segir að Vestmannaeyjahöfn hafi orðið af tekjum vegna frátafa sökum veðurs og aðstöðuleysis fyrir stærri skip. […]
Met ágústmánuður í farþegaflutningum

„Herjólfur flutti 87.077 farþega í ágúst og hafa aldrei verið fluttir fleiri farþegar í ágústmánuði.“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. í samtali við Eyjafréttir. Farþegafjöldi Herjólfs fyrstu átta mánuði ársins er því kominn í 344.715 farþega, sem er 2,3% færri farþegar en fyrstu átta mánuðina 2023. Að sögn Harðar voru öflugir flutningar um […]
Árgangur 1958 kann að skemmta sér

Árgangur 1958 í Vestmannaeyjum er að sjálfsögðu besti Eyjaárgangurinn frá upphafi. Hittust á árgangsmóti um helgina og hófst fjörið í Zame krónni á föstudagskvöldið. Þar skemmtu sér allir eins og enginn væri morgundagurinn. Lundapysja gerðist boðflenna og að sjálfsögðu vakti hún mikla athygli. Seinni partinn á laugardeginum hittust þau á Brothers Brewery og þaðan var […]
Breytt skipulag staðfest þrátt fyrir mótmæli nágranna

Erindi um breytt deiliskipulag miðbæjar, 2. áfanga vegna uppbyggingar við Strandveg 51 var lagt fram til samþykkis á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs. Eitt athugasemdabréf barst vegna málsins. Lögð var fram greinargerð vegna athugasemda við tillögu að breyttu deiliskpulagi miðbæjar Vestmannaeyja, 2 áfangi við Strandveg 51. Eftirfarandi samantekt tilgreinir viðbrögð umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyjabæjar við […]
Að byggja upp atvinnu í Vestmannaeyjum

„Það var alltaf hugmynd okkar Daða að byggja upp atvinnu í Vestmannaeyjum. Verandi í fiski höfðum við fylgst með uppgangi í fiskeldi í Noregi og Færeyjum. Fiskeldi á landi var það eina sem kom til greina og eitt leiddi af öðru. Markaður fyrir lax er í dag sá stærsti og hann er þekktasta varan og […]
Liðsmenn ÍBV lentu í árekstri

Meistaraflokkar kvenna í handbolta og fótbolta frá ÍBV voru að ferðast saman í rútu í dag þar sem bæði lið áttu útileiki. Fram kemur í tilkynningu á facebook-síðu ÍBV að þær hafi lent í árekstri á leiðinni heim. Enn fremur segir að sem betur fer sluppu allar vel, einhverjar aumar en annars allar óslasaðar. Haft […]