Gera athugasemdir við viðbyggingu

Umhverfis- og skiplagsráð Vestmannaeyja tók fyrir umsókn um byggingarleyfi á sólskála við Kirkjuveg 21, en þar er rekinn skemmtistaðurinn Lundinn. Málið var tekið fyrir að lokinni grenndarkynningu, breyting á deiliskipulagi Austurbæjar, norðurhluti vegna viðbyggingar sólskála á suð-austur hlið. Fram kemur í fundargerð að umsögn Minjastofnunar Íslands liggi fyrir. Fjórar athugasemdir bárust vegna málsins frá fasteignaeigendum […]
Mælanlegur árangur af átakinu

Hann er athyglisverður árangurinn af samstarfi Ferðamálasamtakana, Vestmannaeyjabæjar og Herjólfs ohf. í markaðssetningu Vestmannaeyja sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. 88 þúsund fleiri farþegar Þetta samstarf hófst árið 2021 í heimsfaraldri. Herjólfur flutti að meðaltali á árunum 2016 til 2019, 343 þúsund farþega. Á síðasta ári var fjöldinn 431 þúsund farþegar. Sem er fjölgun um 88 þúsund […]
Heimgreiðslur ekki að skila sér

Talsverðrar óánægju gætir hjá foreldrum með endurskoðaðar og uppfærðar reglur um heimgreiðslur Vestmannaeyjabæjar til foreldra/forráðamanna barna frá 12 mánaða aldri. Ritstjóri Eyjar.net hefur verið í samskiptum við nokkra þeirra. Þar kemur meðal annars fram að óánægja sé með hvernig viðmiðin séu og hversu margir fá ekkert á meðan beðið er eftir leikskólaplássi miðað við fyrrverandi […]
Heimaey til loðnuleitar – uppfært

Loðnuleit fer að hefjast á ný, en lítið fannst af loðnu í síðustu leit seinni hluta janúar-mánuðar. Þó voru vísbendingar um að loðnan héldi sig að miklu leiti undir hafís norðvestur af landinu. Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins staðfestir í samtali við Eyjar.net að Heimaey VE fari til loðnuleitar eftir helgi, en hún verður á vestursvæðinu. […]
Í fimmta sæti fyrir hækkun

Líkt og undanfarin ár hefur Byggðastofnun fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað á ársgrundvelli, við raforkunotkun og húshitun á sömu fasteigninni, á flestum þéttbýlisstöðum og í dreifbýli. Ef Vestmannaeyjar eru skoðaðar sérstaklega sést að heildarorkukostnaður, þ.e.a.s. raforku- og húshitunarkostnaður viðmiðunareignar er 325 þ.kr. sem er sá fimmti hæsti á landinu. Þá ber að taka […]
Gera verulegar athugasemdir við efni bréfsins

Tjón á neysluvatnslögn var til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í dag, en í gærkvöldi barst bæjaryfirvöldum bréf frá forstjóra HS Veitna þar sem fram kemur að HS Veitur óski eftir því að segja sig frá eignarhaldi og rekstri vatnsveitunnar í Eyjum. Bæjarráð ræddi bréfið og fól bæjarstjóra að senda forstjóra HS Veitna svar við […]
Segir orkumálin í ólestri

Þingmaður okkar Eyjamanna, Framsóknarmaðurinn Jóhann Friðrik Friðriksson stendur í stafni orkufyrirtækisins HS Veitna, sem ítrekað hefur hækkað gjaldskránna á Vestmannaeyinga. Þar er Jóhann stjórnarformaður. Eigið fé HS Veitna var samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2022 rúmir 15 milljarðar. Ritstjóri Eyjar.net ræddi við Jóhann Friðrik um fyrirtækið og þær hækkanir á verðskrá fyrirtækisns á íbúa í Eyjum. […]
112 sjúkraflug á milli lands og Eyja í fyrra

Alls voru 902 sjúkraflug hjá Mýflugi í fyrra. Af þessum 902 sjúkarflugferðum voru farnar 95 á milli lands og Eyja. Að auki fór Landhelgisgæslan í 17 sjúkraflug frá Eyjum. Þetta kemur fram í svari Sjúkratrygginga Íslands við fyrirspurn Eyjar.net. Fram kemur í svarinu að Mýflug hafi farið 66 ferðir frá Vestmannaeyjum í fyrra og 29 […]
Frátafir í Landeyjahöfn

Eyjar.net óskaði á dögunum eftir gögnum frá Vegagerðinni er varða sundurliðun á siglingum Herjólfs. Þ.e. í hvaða höfn ferjan sigldi og hverjar séu mögulegar ástæður frátafar. Vegagerðin stillir tímabilunum þannig upp nú – að hvert tímabil nær frá 1. apríl hvers árs til 31. mars næsta árs. Er þetta gert svo veturinn sé í heild […]
Ágreiningur um skyldur og ábyrgð

Ágreiningur er á milli Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna um þær skyldur og ábyrgð sem HS Veitur bera á viðgerð og viðhaldi vatnslagnarinnar, skv. samningum og lögum þar að lútandi. Tekið skal fram að þessi ágreiningur hefur ekki haft áhrif á að allt er gert sem mögulegt er til að treysta lögnina og hafa á takteinum […]