Heimgreiðslur ekki að skila sér

Talsverðrar óánægju gætir hjá foreldrum með endurskoðaðar og uppfærðar reglur um heimgreiðslur Vestmannaeyjabæjar til foreldra/forráðamanna barna frá 12 mánaða aldri. Ritstjóri Eyjar.net hefur verið í samskiptum við nokkra þeirra. Þar kemur meðal annars fram að óánægja sé með hvernig viðmiðin séu og hversu margir fá ekkert á meðan beðið er eftir leikskólaplássi miðað við fyrrverandi […]
Heimaey til loðnuleitar – uppfært

Loðnuleit fer að hefjast á ný, en lítið fannst af loðnu í síðustu leit seinni hluta janúar-mánuðar. Þó voru vísbendingar um að loðnan héldi sig að miklu leiti undir hafís norðvestur af landinu. Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins staðfestir í samtali við Eyjar.net að Heimaey VE fari til loðnuleitar eftir helgi, en hún verður á vestursvæðinu. […]
Í fimmta sæti fyrir hækkun

Líkt og undanfarin ár hefur Byggðastofnun fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað á ársgrundvelli, við raforkunotkun og húshitun á sömu fasteigninni, á flestum þéttbýlisstöðum og í dreifbýli. Ef Vestmannaeyjar eru skoðaðar sérstaklega sést að heildarorkukostnaður, þ.e.a.s. raforku- og húshitunarkostnaður viðmiðunareignar er 325 þ.kr. sem er sá fimmti hæsti á landinu. Þá ber að taka […]
Gera verulegar athugasemdir við efni bréfsins

Tjón á neysluvatnslögn var til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í dag, en í gærkvöldi barst bæjaryfirvöldum bréf frá forstjóra HS Veitna þar sem fram kemur að HS Veitur óski eftir því að segja sig frá eignarhaldi og rekstri vatnsveitunnar í Eyjum. Bæjarráð ræddi bréfið og fól bæjarstjóra að senda forstjóra HS Veitna svar við […]
Segir orkumálin í ólestri

Þingmaður okkar Eyjamanna, Framsóknarmaðurinn Jóhann Friðrik Friðriksson stendur í stafni orkufyrirtækisins HS Veitna, sem ítrekað hefur hækkað gjaldskránna á Vestmannaeyinga. Þar er Jóhann stjórnarformaður. Eigið fé HS Veitna var samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2022 rúmir 15 milljarðar. Ritstjóri Eyjar.net ræddi við Jóhann Friðrik um fyrirtækið og þær hækkanir á verðskrá fyrirtækisns á íbúa í Eyjum. […]
112 sjúkraflug á milli lands og Eyja í fyrra

Alls voru 902 sjúkraflug hjá Mýflugi í fyrra. Af þessum 902 sjúkarflugferðum voru farnar 95 á milli lands og Eyja. Að auki fór Landhelgisgæslan í 17 sjúkraflug frá Eyjum. Þetta kemur fram í svari Sjúkratrygginga Íslands við fyrirspurn Eyjar.net. Fram kemur í svarinu að Mýflug hafi farið 66 ferðir frá Vestmannaeyjum í fyrra og 29 […]
Frátafir í Landeyjahöfn

Eyjar.net óskaði á dögunum eftir gögnum frá Vegagerðinni er varða sundurliðun á siglingum Herjólfs. Þ.e. í hvaða höfn ferjan sigldi og hverjar séu mögulegar ástæður frátafar. Vegagerðin stillir tímabilunum þannig upp nú – að hvert tímabil nær frá 1. apríl hvers árs til 31. mars næsta árs. Er þetta gert svo veturinn sé í heild […]
Ágreiningur um skyldur og ábyrgð

Ágreiningur er á milli Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna um þær skyldur og ábyrgð sem HS Veitur bera á viðgerð og viðhaldi vatnslagnarinnar, skv. samningum og lögum þar að lútandi. Tekið skal fram að þessi ágreiningur hefur ekki haft áhrif á að allt er gert sem mögulegt er til að treysta lögnina og hafa á takteinum […]
Ófær til siglinga stóran hluta vetrarins

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri fór yfir stöðuna í samgöngumálum við Vestmannaeyjar á fundi bæjarstjórnar í gær. Staðan hefur verið mjög þung undanfarna mánuði, siglingar í Landeyjahöfn hafa verið mikið skertar og höfnin oft lokuð vegna dýpis. Bæjarráð hefur óskað eftir gögnum frá Vegagerðinni um ástæður þess að illa gengur að dýpka. Höfnin ekki tilbúin Fram kemur […]
Það sem bæjarstjórn ræddi ekki

Bæjarstjórn Vestmannaeyja er æðsta vald Vestmannaeyjabæjar. Þar sitja níu kjörnir fulltrúar. Í gær var fyrsti fundur bæjarstjórnar á árinu. Fyrsti fundur síðan síðasta hækkun HS Veitna gekk yfir bæjarbúa. HS Veitur hafa í tvígang – með skömmu millibili – hækkað gjaldskrá sína á íbúa í Vestmannaeyjum. Auk þess lækkaði hitastigið á vatninu. Fyrirtækið nýtur þeirra […]