Bæjarstjóra falið að falast eftir 5% hlut í stofnfé Sparisjóðsins

Á fundi bæjarráðs í dag var tekin sú ákvörðun að fela bæjarstjóranum, Elliða Vignissyni að falast eftir 5% hlut í stofnfé Sparisjóðsins. Í bókun ráðsins segir jafnframt að bæjarráð líti á það sem skyldu Vestmannaeyjabæjar að gæta hagsmuna samfélagsins í þessari umræðu. Í bókuninni segir jafnframt að bæjarráð styðji stjórn Sparisjóðsins og stofnfjáreigendur í því […]
ÍBV gerir starfslokasamning við Janis leikmann ÍBV í handbolta
Samkvæmt heimasíðu www.ibvfan.is er búið að gera starfslokasamning við Janis leikmann ÍBV í handbolta. Mun Janis spila sinn síðasta leik fyrir ÍBV 30.sept í Eyjum. ÍBVfan hafði samband við Friðbjörn Valtýsson framkvæmdastjóra ÍBV og staðfestir hann starfslokasamninginn við Janis. Segir Friðbjörn einnig að um sameiginlega ákvörðun hafi verið að ræða milli Janis og ÍBV. (meira…)
Hermann einn leikjahæsti Norðurlandabúinn

Hermann Hreiðarsson er á leið með að verða einn leikreyndasti Norðurlandabúinn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hermann á að baki 270 leiki í deildinni og vantar aðeins fimm leiki til að fara í fjórða sætið. Það er danski markvörðurinn Peter Schmeichel sem lék með Manchester United sem á að baki flesta leiki í ensku úrvalsdeildinni […]
Frjálslynt fólk

Ég veit eiginlega ekki hvar ég að byrja. Hér í Eyjum er hávær hópur sem kennir sig við Frjálslynda flokkinn sem berst hatramlega gegn Bakkafjöru. Þar fremst í flokki fara Goggi útgerðarmaður og formaður frjálslynda og Hanna Birna frambjóðandi. Meira að segja hefur fyrrverandi þingmaður þeirra, Magnús Þór sem flúði kjördæmið verið með hróp og […]
Höfuðkúpubraut konu með öskubakka
Kona á fertugsaldri höfuðkúpubrotnaði þegar hún var slegin í höfðið með gleröskubakka í heimahúsi í Vestmannaeyjum að morgni sunnudags, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Konan leitaði til læknis að kvöldi sunnudags og var í framhaldi af því lögð inn á sjúkrahús vegna áverkanna. Hún var hins vegar ekki talin hættulega slösuð og er komin heim af […]
Opið bréf til afrekskonu

Sæl Margrét Lára! Mig langar fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar að óska þér hjartanlega til hamingju með glæsilegan árangur í sumar. Það velkist engin í efa um að þú skaraðir fram úr í sumar og varst lang besti leikmaður ársins í Landsbankadeild kvenna. Val leikmanna á Hólmfríði Magnúsdóttur, sem við Eyjamenn þekkjum af góðu einu, tók mið […]
Höfn í Bakkafjöru
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum undrast að rætt sé um að einkaaðilar eigihöfn í Bakkafjöru. Aðstoðarmaður samgönguráðherra segir rekstraraðila Vestmannaeyjaferju ekki munu eiga höfnina sjálfa heldur aðstöðu fyrir farþega. „Þetta eru nýjar fréttir fyrir okkur,” segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sem undrast að Siglingastofnun segi koma til greina að rekstur ferjuhafnar í Bakkafjöru verði í höndum […]
Mjög krefjandi starf að taka við liði sem enginn þekkti og byggja það upp alveg frá núlli.

ÍBV í körfubolta hefur náð frábærum árangri í byrjun þessa tímabils og er greinilegt að mikill metnaður er hjá þeim er standa að körfuboltanum í eyjum. Fyrir tímabilið 2005 var Björn Einarsson ráðinn sem þjálfari allra flokka ÍBV í körfubolta og hefur hann náð að byggja um frábært yngriflokka starf sem eftir á að skila […]
Blaðamaður Rolling Stone Magazine segir þá eitt besta bandið í ár.
Síðastliðið föstudagskvöld spilaði hljómsveitin Hoffman á Grand Rokk en tónleikar þeirra voru partur að stórri tónlistarveislu IcelandAirwaves. Hoffman var þarna að spila í þriðja skiptið á hátíðinni og er greinilegt að strákarnir í Hoffman eiga eftir að ná enn lengra í sinni spilamennsku. Christian Hoard blaðamaður Rolling Stone Magazine sem er eitt virtasta tónlistartímarit heimsins […]
Flugi til Ísafjarðar og Eyja frestað til morguns

Flugi til Vestmannaeyja og Ísafjarðar sem átti að fara nú á fimmta tímanum hefur verið aflýst og verður ekki athugað með flug þangað fyrr en á morgun. Flugvél Flugfélags Íslands átti að halda til Ísafjarðar klukkan hálffimm og önnur vél félagsins til Vestmannaeyja klukkan korter í fimm. Báðum ferðum var aflýst vegna veðurs en […]