Stefni flutningaskipsins laskað

DSC_0757

Um hádegi í dag kom til hafnar í Eyjum flutningaskipið Longdawn. Grunur er um að skipið hafi siglt á strandveiðibát sem sökk norðvestur af Garðskaga í nótt. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að mannbjörg hafi orðið þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga á þriðja tímanum í nótt. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá skipstjóra annars strandveiðibáts klukkan […]

Þess vegna!

njáll_ragg

Staða forseta Íslands var á dögunum auglýst laus til umsóknar. Tólf einstaklingar sóttu um – ólíkt fólk með mismunandi bakgrunn, mismunandi reynslu og þekkingu, allt fólk sem vafalaust mun setja svip sinn á embættið og standa vörð um hagsmuni lands og þjóðar nái það kjöri. Eftir hálfan mánuð kemur það svo í okkar hlut að […]

Takk fyrir okkur!

karlakor_fanar_ads

Karlakór Vestmannaeyja hélt á uppstigningardag árlega vortónleika sína. Aðsókn var vonum framar og gengu tónleikarnir vel. Í tilkynningu segir að meðlimir í Karlakór Vestmannaeyja vilji koma á framfæri þakklæti til þeirra sem mættu og nutu kvöldsins með þeim og þá ekki síst meðlimum úr Karlakórnum Ernir sem gerðu sér ferð frá Ísafirði til þess að […]

Ársfundur deildar VR í Eyjum

vr_adalfundur_31.jpg

Ársfundur deildar VR í Vestmannaeyjum verður haldinn þriðjudaginn 21. maí 2024 kl. 12:00 í Akóges, Hilmisgötu 15. Dagskrá Hefðbundin ársfundarstörf Tillaga að sameiningu deilda á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum. Breytingar á starfsreglum Önnur mál Boðið verður upp á hádegisverð. Tilkynningar um framboð til stjórnar þurfa að hafa borist til VR á netfangið vr@vr.is fyrir kl. 12:00 sunnudaginn […]

Í starfsnám hjá Laxey

laxey_nemar_cr

Fyrstu nemarnir eru komnir til Laxeyjar í starfsnám. Róbert Aron og Helga Stella eru í fiskeldisfræði við Háskólann á Hólum og eru núna komin í Laxey þar  sem þau verða í starfsnámi í sumar. Þau eru bæði Vestmannaeyingar. Í frétt á facebook-síðu Laxeyjar segir að það sé ánægjulegt að ungt fólk sjái fiskeldisfræði sem mögulegt […]

Skóli og fiskirí

bergey_bergur_op

Áhafnir Bergs VE og Vestmannaeyjar VE hafa sótt Slysavarnaskóla sjómanna að undanförnu. Áhafnirnar sækja skólann á fimm ára fresti og nú fór kennsla fram í Reykjavík en fyrir fimm árum fór hún fram í Eyjum. Að lokinni Reykjavíkurdvöl áhafnar Bergs hélt hann til veiða sl. fimmtudag og landaði síðan fullfermi í Eyjum á sunnudaginn. Strax […]

Eyjamaður verður yfirþjálfari Vals

hallgrimur_heimis_valur

Knattspyrnufélagið Valur hefur ráðið Hallgrím Heimisson yfirþjálfara barna- og unglingastarfs í fótbolta hjá félaginu. Hallgrímur er 28 ára Vestmannaeyingur. Hann hefur þjálfað yngri flokka hjá Val auk þess sem hann er aðstoðarmaður Péturs Péturssonar hjá meistaraflokki kvenna. Þrátt fyrir ungan aldur er Hallgrímur sprenglærður þjálfari með BSc gráðu í íþróttafræði, mastersgráðu í íþróttavísindum og þjálfun […]

Fjórir frá ÍBV valdir í lokahópa

handbolti-2.jpg

Andri Sigfússon og Ásgeir Örn Hallgrímsson hafa valið Anton Frans Sigurðsson í lokahóp U-16 fyrir æfingaleiki í Færeyjum 1. og 2 júní, æfingar fyrir ferðina fara fram á höfuðborgarsvæðinu. Heimir Ríkharðsson og Patrekur Jóhannesson hafa valið Andri Erlingsson, Elís Þór Aðalsteinsson og Jason Stefánsson í lokahóp U-18, æfingar fara fram 24.-26. maí á höfuðborgarsvæðinu, segir í […]

Eyjan í apríl

Eyjar_yfir_hbh_0424_c

Hún skartaði sínu fegursta, Heimaey á fallegum vordegi í apríl. Það sést vel á myndbandi Halldórs B. Halldórssonar sem sjá má hér að neðan. (meira…)

Tryggðu sér titilinn fyrir norðan

islandsmeistarar_ibv

Um helgina bættist Íslandsmeistartitill í safn ÍBV, þegar 6. flokkur karla í handbolta tryggði sér titilinn norðan heiða. Þetta hefur verið hreint ótrúlegur vetur hjá strákunum í 6.flokki. Í allan vetur hafa þeir æft stíft undir styrkri handleiðslu Arnórs Viðarssonar. Honum til halds og trausts hafa verið Kristján Kjartansson, Birkir Björnsson og að sjálfsögðu Pavel […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.