Víðförull bankamaður, menntaður í Suður-Kóreu, stýrir Marhólmum

2-litla-fjo-lskyldan-siglir-inn-til-eyja

Sverrir Örn Sverrisson, framkvæmdastjóri Marhólma – dótturfélags Vinnslustöðvarinnar, og Magndís Blöndahl Halldórsdóttir hjúkrunarfræðingur fluttu ásamt tveggja ára dóttur sinni Arndísi Blöndahl til Eyja í september í fyrra. Forsíðumyndin er tekin um borð í Herjólfi í innsiglingunni við komuna til nýrra heimkynna. Rætt er við Sverri á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar, en viðtalið má einnig lesa hér að […]

1. maí í myndum

DSC_8362

1.maí var haldinn hátíðlegur í Eyjum líkt og annarsstaðar á landinu. Boðið var uppá  tónlistaratriði og kaffihlaðborð í Akóges, auk þess sem ávarp var flutt í tilefni dagsins. Óskar Pétur Friðriksson fylgdist með dagskránni í gegnum linsuna. (meira…)

Minning: Carl Henry Jonsson Ljungskile

Untitled (1000 x 667 px) (7)

Jonsson! var svarað sterkum rómi þegar ég hringdi í Ellu frænku og Calla til Svíþjóðar. Þau eru bæði afsprengi norrænna víkinga og bera í blóði sínu dugnað og seiglu sem harðsótt lífið í æsku krafðist. Calle ólst upp meðal 6 systkina sinna hjá einstæðri móðir lengst af. Þá þurftu vinnandi hendur að leggja sitt af […]

Eyjamenn tryggðu sér oddaleik!

DSC_8443

Undanúrslita-einvígi ÍBV og FH náði nýjum hæðum í dag, þegar fjórði leikur einvígisins fór fram. Allt var jafnt í leikslok og því þurfti að framlengja. Enn var jafnt eftir framlengingu og eftir aðra framlengingu var enn jafnt. Því þurfti vítakeppni til að skera úr um sigurvegara. Eyjamenn reyndust sterkari þar og nýttu öll sín vítaköst […]

HEIM Á NÝ – Tónlistarveisla til stuðnings Grindvíkingum

grindavik_loftmynd_grindavik_is

Það er flestum sameiginlegt að hafa samkennd og samúð með fólki, sem lífið hefur sett á hvolf. –  Hugsum okkur fólkið í Grindavík,  sem hefur valið sér þann frábæra stað til að búa á, byggt sér þar hús, eignast samfélag, staðið saman í blíðu og stríðu, og unað sér þar með vinum og fjölskyldum. – […]

Bærinn og Eyjaskokk í samstarf

puffin_run_heimakl

Vestmannaeyjabær og Eyjaskokk hafa gert með sér samstarfssamning vegna The Puffin Run og Vestmannaeyjahlaupsins. Var samningurinn undirritaður þann 30. apríl sl. af Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra, Sigmari Þresti Óskarssyni og Magnúsi Bragasyni, fulltrúum Eyjaskokks. The Puffin Run er utanvegahlaup í byrjun maí í fallegu umhverfi Vestmannaeyja og í ár fer það fram næstkomandi laugardag. 1400 þátttakendur […]

Allt undir í Eyjum í dag

Ahorfendur_handb_stemning_fagn_DSC_5614

Tekst ÍBV að knýja fram oddaleik? Það kemur í ljós síðar í dag þegar flautað verður til leiksloka í fjórðu viðureign ÍBV og FH. Það er því allt undir hjá ÍBV í dag sem enn eru með bakið upp við vegg. Liðið sýndi ótrúlega seiglu í síðasta leik í Kaplakrika og má því búast við […]

Bikarslagur á Hásteinsvelli

DSC_1854

Önnur umferð Mjólkurbikars kvenna hófst í gær og klárast í dag þegar Fram tekur á móti ÍH, Einherji tekur á móti FHL, Fjölnir tekur á móti ÍA. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Aftureldingu. Leikurinn á Hásteinsvelli og hefst hann klukkan 14.00. Dregið verður í 16-liða úrslit föstudaginn 3. maí og þá munu liðin úr […]

Stelpurnar úr leik

DSC_2714

Kvennalið ÍBV tapaði í kvöld gegn Val í þriðju viðureign liðanna. Valur sigraði einvígið 3-0, en leikinn í kvöld unnu þær 30-22. Birna Berg Haraldsdóttir var markahæst hjá ÍBV með sjö mörk. Liðið hefur lokið keppni í ár, en Valur mætir annað hvort Haukum eða Fram í úrslitum. Haukakonur leiða það einvígi 2-0.   (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.