Goslokahátíð – myndband

Það var ekki að sjá annað en að gestir Goslokahátíðar væru í hátíðarskapi í gær þegar Halldór B. Halldórsson fór um með myndavélina. Myndirnar tala sínu máli. (meira…)
Rauðátan – Rannsóknarleiðangur lofar góðu

„Þarna erum við að sjá drauminn rætast eftir fjögurra ára þrotlausa vinnu. Auðvitað fylgdi því stress áður en við lögðum af stað, en árangur túrsins var langt umfram væntingar,“ segir Hörður Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja um rauðátuleiðangur á rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni HF 30 í maí sl. „Hann stóð í 3 daga og við höfum sýnt […]
Strákarnir lokið leik

FH leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla. Íslandsmeistarar síðasta árs, ÍBV, eru úr leik. FH vann öruggan sigur á ÍBV í uppgjöri liðanna í fimmta og síðasta leik þeirra í Kaplakrika í gærkvöldi, 34:27, að viðstöddum 2.200 áhorfendum í stórkostlegri stemningu. Deildarmeistarar FH byrjuðu betur í kvöld og skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins. […]
Vorhátíð Landakirkju

Árleg uppskeruhátíð barna- og æskulýðsstarfs kirkjunnar, Vorhátíð Landakirkju fer fram í dag 5. maí kl. 11:00. Um er að ræða fjölskyldumessu þar sem tónlistin veður fyrirferðamikil í bland við það fjör sem einkennir sunnudagaskólann. Að lokinni messunni verður boðið upp á grillaðar pylsur og prins. (meira…)
Vilja að fjármálaráðherra falli frá öllum kröfum

Meðal þess sem var á dagskrá bæjarráðs í vikunni voru þjóðlendukröfur íslenska ríkisins á Vestmannaeyjar. Bæjarstjóri og framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs sátu fund með lögmönnum Vestmannaeyjabæjar í málinu og Kára Bjarnasyni forstöðumanni Safnahúss sem vinnur að gagnaöflun. Farið var yfir stöðu málsins en gagnaöflun gengur vel og unnið er að bréfi til nýs fjármálaráðherra þess […]
Puffin Run hlaupið í sjöunda sinn

The Puffin Run verður haldið í sjöunda sinn á morgun. Skráðir keppendur er 1.370 sem er metþátttaka. Búist er við að yfir 2.000 manns komi til Vestmannaeyja um helgina vegna viðburðarins. Meðal þeirra eru margir af bestu hlaupurum landsins ásamt 200 erlendum keppendum. Tugir þeirra eru að koma til landsins eingöngu til að taka þátt […]
Einstakir tónleikar til styrktar Grindvíkingum í kvöld

Bjarni Ólafur tónleikarahaldari er Eyjamaðurinn: Tónleikarnir Aftur Heim verða haldnir í kvöld, föstudagskvöldið 3. maí í Höllinni. Tónleikarnir eru haldnir til styrktar Grindvíkingum en söfnunin er unnin í samráði við Grindavíkurbæ. Allir listamenn og aðstandendur gefa vinnu sína og því rennur miðaverð óskipt í söfnunina. Það er einvala lið tónlistarmanna sem kemur fram, má þar […]
Hafa undirritað viljayfirlýsingu um neysluvatnslögn

Tjón á neysluvatnslögn var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni. Fram kom að Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa undirritað viljayfirlýsingu um úrlausn ágreinings sem verið hefur upp um um ýmis atriði er varða viðgerðir og endurnýjun á vatnslögn til Vestmannaeyjabæjar ásamt undirbúningi að mögulegri innlausn Vestmannaeyjabæjar á vatnsveitu í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjabær þar að skipa […]
Bjarni Ólafur sýnir í Gallerí Fold

Eyjamaðurinn Bjarni Ólafur Magnússon opnar sýninguna, Þá og þar í Gallerí Fold á morgun, laugardaginn 4. maí. Er þetta fyrsta einkasýning Bjarna Ólafs í Gallerí Fold. Á sýningunni eru bæði olíuverk og teikningar byggðar á landslagi, raunverulegu eða ekki, endurminningum og órum. Bjarni Ólafur er fæddur og alinn upp í Vestmannaeyjum. Hann lauk stúdentsprófi frá […]
Skipuleggjum til framtíðar

Ekki hefur farið framhjá neinum sú mikla og fjölbreytta uppbygging sem hefur verið í Vestmannaeyjum undanfarin ár. Slík uppbygging hefur jákvæð áhrif á allt samfélagið og á sama tíma er það áskorun fyrir sveitarfélagið að hafa fjölbreytt framboð af lóðum. Í dag eru einungis 16 einbýlishúsalóðir lausar en engar lóðir fyrir fjölbýlishús, atvinnuhúsnæði né fyrir […]