Víðir aftur til ÍBV

Eyjamaðurinn Víðir Þorvarðarson hefur skrifað undir eins árs samning við knattspyrnudeild ÍBV en hann kemur til með að leika með liðinu í Lengjudeild karla í sumar, næst á dagskrá er þó Lengjubikarinn sem hefst á morgun með leik gegn Valsmönnum í Egilshöllinni. Víði þekkja allir Eyjamenn en hann hefur leikið fjölmarga leiki með ÍBV í […]
Loðnuleysi þungt högg fyrir allt samfélagið

Fjallað er um loðnuleit og loðnuveiðar og mikilvægi þeirra fyrir fyrirtækin og samfélagið allt á heimasíðu Síldarvinnslunnar. „Nú stendur yfir loðnuleit og menn munu bíða spenntir eftir niðurstöðu hennar. Loðnan skiptir þjóðarbúið allt miklu máli en mestu máli skiptir hún fyrir fyrirtækin sem annast veiðar og vinnslu á þessum litla en mikilvæga fiski. Hjá þessum […]
Jón Óli tekur við stelpunum og verður yfirþjálfari yngri flokka

ÍBV hefur ráðið Jón Ólaf Daníelsson til starfa hjá félaginu og mun samningurinn ná til 5 ára. Jón Óli mun taka við þjálfun mfl. kvk í fótbolta ásamt því að vera í þjálfarateymi Hermanns Hreiðarssonar í mfl. kk. Þá hefur unglingaráð ÍBV einnig gert samning við Jón Óla um yfirþjálfun yngri flokka félagsins í fótbolta. […]
Erlingur hættur með Sádi-Arabíu

Staðfest er að Erlingur Richardsson er hættur sem landsliðsþjálfari Sádi- Arabíu í handbolta. Í tilkynningu frá Rúv segir: „Samningurinn var útrunninn, fá verkefni framundan og krafa um að ég þyrfti að búa í Sádi-Arabíu ef ég gerði nýjan samning. Ég hafði ekki áhuga á því,“ sagði Erlingur við RÚV. Hann tók við þjálfun liðsins í […]
Leigflugið ehf stækkar í höndum eigendanna

Leigflugið ehf, Air Broker Iceland á ensku, hóf starfsemi í upphaf árs og ætlaði að taka fyrstu mánuðina í að koma sér á framfæri og kynna þjónustuna fyrir markaðnum. Það er óhætt að segja að startið sé framar björtustu vonum og hefur fyrirspurnum ringt inn. Félagið hefur nú þegar betrumbætt heimasíðu sína síðustu daga og […]
Eldgosið sást vel í morgun

Enn eitt gosið er hafið á Reykjanesi og sem betur virðist Grindavík ekki vera í hættu. Eldgosið hófst rétt eftir sex í morgun og er milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Kvikuhlaup hófst kl. 5.30 í morgun með aukinni skjálftavirkni við kvikuganginn sem myndaðist 10. nóvember. Var fyrirvari eldgoss því um hálf klukkustund. Ekki er gert ráð […]
ÍBV og Íslandsbanki framlengja samstarf

Í tilkynningu frá ÍBV-íþróttafélagi kemur fram að ÍBV og Íslandsbanki skrifuðu í gær undir samning um áframhaldandi samstarf. Nýr samningur er til þriggja ára eða til 2026. Íslandsbanki hefur um árabil stutt myndarlega við bakið á ÍBV og á því verður engin breyting. Samstarf ÍBV og Íslandsbanka hefur verið farsælt og ánægjulegt um langt skeið […]
Grótta í heimsókn

Fimmtánda umferð Olísdeildar karla hófst í gærkvöld með viðureign Fram og Vals í Úlfarsárdal. Þrír leikir eru á dagskrá í kvöld. Stjarnan og KA, sem eru líkum stað í deildinni, leiða saman kappa sína í Mýrinni í Garðabæ klukkan 18. Gróttumenn sækja Eyjamenn heim á sama tíma. Loks eigast við HK og Afturelding í Kórnum. […]
HS-veitur bregðast Eyjamönnum

HS-veitur hafa tilkynnt bæjaryfirvöldum í Vestmannaeyjum að fyrirtækið ætli að hætta að þjónusta bæinn með neysluvatn, þrátt fyrir að fyrirtækið eigi vatnsveituna og beri skylda til að veita umrædda þjónustu. Fyrirtækið leggur áherslu á að bærinn leysi til sín vatnsveituna. Þetta er enn eitt áfallið í vatnsveitumálum Eyjamanna. Viðbrögð bæjarstjóra eru réttmæt og eðlileg. Svo […]
Aglowfundur í kvöld

Aglowfundur verður í kvöld, miðvikudagskvöldið 7. febrúar kl. 19.30 í Safnaðarheimili Landakirkju. Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir mun tala til okkar og ætlar hún að fjalla um efnið hvað þýðir það að vera kristin manneskja. Í Postulasögunni 11.26 stendur ,,..Í Antíokkíu voru lærisveinarnir fyrst kallaðir kristnir.“ Sigrún Inga er trúföst Aglowkona og er í Aglow bænahópnum sem […]