Ísfélag – Tæp 150 þúsund tonn á síðasta ári

Árið 2023 gekk vel í veiðum og var samanlagður afli skipa félagsins tæplega 148 þúsund tonn. Sólberg var aflahæst bolfiskflotans með tæplega 10 þúsund tonn á árinu, en Sigurður aflahæst uppsjávarskipa með rúm 44 þúsund tonn. Rúmlega 20 þúsund tonn voru veidd af bolfisk og rúmlega 127 þúsund tonn af uppsjávarafla. Af Facebókarsíðu Ísfélgsins.   […]

Erlingur Richardsson, Arnar Sigurmundsson og hjónin Bjarni Ólafur Guðmundsson og Guðrún Mary Ólafsdóttir hlutu Fréttapýramída

Árleg afhending á Fréttapýramída Eyjafrétta fór fram í Eldheimum í hádeginu í dag. Athöfnin var að nokkur leyti helguð 50 ára afmælisári Eyjafrétta. Fréttapýramídinn fyrir framtak í menningarmálum: Hjónin Bjarni Ólafur Guðmundsson og Guðrún Mary Ólafsdóttir standa fyrir Eyjatónleikum í Hörpu sem seinna í þessum mánuði verða haldnir í þrettánda sinn. Upphafið voru tónleikar 2011 […]

Sigurjón Óskarsson og fjölskylda Eyjafólk ársins

Árleg afhending á Fréttapýramída Eyjafrétta fór fram í Eldheimum í hádeginu í dag. Athöfnin var að nokkur leyti helguð 50 ára afmælisári Eyjafrétta. Eyjafólk ársins er Sigurjón Óskarsson, fyrrum skipstjóri og útgerðarmaður og fjölskylda fyrir framlag til atvinnuuppbyggingar í Vestmannaeyjum í bráðum 80 ár. Á árinu 2023 lauk útgerðar- og fiskvinnslusögu fjölskyldunnar en þá tók […]

Aglow fundur í kvöld

Stjórn Aglow í Eyjum óskar ykkur öllum gleðilegs árs árið 2024. Fyrsta Aglow kvöld ársins 2024 verður í kvöld 3. janúar kl. 19.30 í Safnaðarheimili Landakirkju. Það verður gott að koma saman og finna ferskan andlegan blæ og opna okkar andlegu skynjun og ganga áfram veginn. Um áramót hugsum við gjarnan um það sem liðið […]

Rafmagnslaust í Vestmannaeyjum

Rafmagnslaust var í í Eyjum í morgun í um 20 mínútur. “Vestmannaeyjastrengur 3, VM3, leysir út í rimakoti – Rafmagnslaust í Vestmannaeyjum. Verið er að skoða hvað olli útleysingunni.” Segir í tilkynningu frá Landsneti. (meira…)

Georg Eiður – Áramót 2023 og 2024

Árrið 2023 byrjaði með mikilli kuldatíð hér í Eyjum þar sem allt fór á kaf í snjó, og í sjálfu sér hefði ég eiginlega frekar viljað það heldur en þennan klaka sem er hérna núna, en þetta stóð nú stutt yfir. Vertíðin var eins og árið allt, allt fullt af fiski, vantar bara aflaheimildir. Lundinn […]

Gleðilegt nýtt ár

Vestmannaeyingar kvöddu gamla árið með mikilli skothríð flugelda sem lýstu upp himininn yfir Heimaey allt gamlárskvöldið og langt fram eftir nóttu. Veður var gott, bjart og aðeins gola sem náði að hreinsa loft af reyknum sem fylgdi rakettunum. Brenna var að venju við Hástein með mikilli flugeldasýningu. Þar tók Addi í London þessa skemmtilegu mynd. […]

Rúmlega 1300 þúsund söfnuðust

„Mig langar að þakka fyrirtækjunum hér í Eyjum og þeim sem tóku þátt í gamlársgöngu og hlaupinu fyrir stuðninginn,“ segir Hafdís Kristjánsdóttir sem kom hlaupinu af stað eftir Kóf og brjálað  veður í fyrra. Hlaupið – gangan var árlegur viðburður á gamlársdag fram að kófi og tóku um 100 manns þátt árið 2019 en nú […]

Verðandi fagnaði 85 ára afmæli

„Skipstjóra og stýrimannafélagið Verðandi í Vestmannaeyjum hélt upp á 85 ára afmæli sitt í Höllinni í Eyjum í gærkvöldi. Það var flott veisla, frábær matur hjá Einsa kalda, eins og skemmtiatriðin og veislustjórn Gísla Einarssonar,“ segir Ásmundur Friðriksson, alþingismaður á Fésbókarsíðu sinni í dag. „Ég man vel þegar pabbi, Friðrik Ásmundsson var formaður þessa félags […]

Landeyjahöfn næstu daga á háflóði

Farþegar athugið – Vegna siglinga 30.- 1. janúar 2024. Herjólfur siglir til Landeyjahafnar næstu daga á háflóði skv. eftirfarandi áætlun: Laugardagur 30. desember 2023 Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 17:00 Brottför frá Landeyjahöfn kl. 20:00 (Áður 20:45) Sunnudagur 31. desember 2023 Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 Brottför frá Landeyjahöfn kl. 10:45 Mánudagur 1. janúar 2024 Brottför […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.