Grannaslagur á Selfossi í kvöld

Heil umferð fer fram í Olís deild karla í kvöld. Á Selfossi verður sannkallaður Suðurlandsslagur, þar sem heimamenn taka á móti ÍBV. Eyjamenn eru í fjórða sæti deildarinnar, en liðið sigraði FH sem er á toppi deildarinnar í síðustu umferð. Selfyssingar hafa átt erfitt uppdráttar í vetur og er liðið á botninum með aðeins 8 […]
Tvær flughæfar – Önnur til sölu

Flugfélagið Ernir glímir við rekstarörðugleika og hyggst skila inn flugrekstarleyfi sínu. Félagið er meðal annars með háar lífeyrissjóðs- og skattskuldbindingar sem ekki hefur verið staðið skil á um nokkurt skeið. Þetta kemur fram á mbl.is þar sem haft er eftir Einari Bjarka Leifssyni, fjármálastjóri Ernis, að reksturinn sé þungur en félagið hafi sett upp áætlun […]
„Þetta getur enginn gert nema þjóðkirkjan“

Á ferðum mínum um landið í aðdraganda biskupskjörs rifjast svo ótal margt upp fyrir mér, úr sögu landsins okkar og ríkulegri menningararfleifð. Til dæmis sagan Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson, um Fjalla Bensa, hrútinn Eitil og hundinn Leó, sem gerist í óbyggðum þegar Benedikt leitar eftirlegukinda í aðdraganda jóla og lendir í margra daga stórhríð. Að […]
Sjálfbær rekstur í erfiðu rekstrarumhverfi sveitarfélaga

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar og stofnana hans fyrir árið 2023: Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri gerði grein fyrir ársreikningi Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023 á síðasta fundi bæjarstjórnar. Er ljóst að staðan er góð. Er niðurstaða samstæðu bæjarins (A- og B- hluta) jákvæð um 564 milljónir króna sem er um 400 milljónum umfram áætlun og 530 milljónum betri en árið […]
Hugað að næsta skólaári

Samræmt skóladagatal leik-, grunnskóla og frístundavers 2024-2025 lagt fram til staðfestingar á síðasta fundi fræðsluráðs. Kennsludagar í grunnskólanum eru 180 og skólasetning verður 23. ágúst. Kjarasamningsbundnir starfsdagar kennara eru 13 þar af 8 utan starfstíma skóla. Vetrarleyfi verður 21.-24. október. Starfsdagar leikskólanna verða: Víkin verður lokuð 15. ágúst vegna starfsdags og Kirkjugerði og Sóli 22. […]

Páskaeggjaleit Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, skírdag 28. mars kl. 13.00. Barnafjölskyldur sérstaklega velkomnar en mæting er við virkið á Skansinum. Hvetjum foreldra til að taka virkan þátt með börnum sínum og eiga saman notalega stund. (meira…)
Páskaeggjaleit á skírdag

Páskaeggjaleit Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum verður á Skansinum á skírdag 28. mars kl. 13.00. Barnafjölskyldur sérstaklega velkomnar, en mæting er við virkið á Skansinum. Hvetjum foreldra til að taka virkan þátt með börnum sínum og eiga saman notalega stund. (meira…)
Píanótónleikar Kittýar og Guðnýjar Charlottu

Eyjakonurnar Kittý Kovács og Guðný Charlotta Harðardóttir píanóleikarar ætla halda tónleika í Safnaðarheimili Landakirkju miðvikudaginn 27. mars kl. 19:30. Þar munu þær leika fjórhent á píanó verk eftir hin þekktu klassísku tónskáld Chopin, Schubert, Dvořák og Debussy. Hér gefst einstakt tækifæri fyrir okkur Eyjamenn og gesti til að hlusta á þessa frábæru píanóleikara flytja okkur stórfenglega […]
Enn ekkert spurst til Bácsi

„Ég hef ekki fengið neinar nánari upplýsingar um þetta undarlega mál og engar nánari skýringar þrátt fyrir að ég hafi vakið máls á þessu,“ segir Helgi Bernódusson, fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis og „gamall Eyjamaður“, eins og hann titlar sjálfan sig undir grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið 19. mars. Viðtalið er að finna í Morgunblaði dagsins. […]
Flug til Vestmannaeyja og Húsavíkur boðið út næsta vetur

Flug verður styrkt yfir vetrarmánuðina desember til og með febrúar: Flug til Húsavíkur og Vestmannaeyja yfir vetrarmánuðina desember til febrúarloka verður boðið út fyrir næsta vetur. Þess misskilning hefur gætt að halda ætti út ríkisstyrktu flugi á heilsársgrundvelli. Það hefur ekki staðið til en sú nýjung að styrkja flug yfir þessa vetrar mánuði hefur verið […]