Viltu taka þátt í �?tsvari í vetur

Nú er aftur komið að undirbúningi spurningakeppninnar Útsvars á RÚV í vetur. Biðjum hér með um tillögur varðandi ákjósanlega keppendur. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku í keppninni eða þekkja einhvern sem þeir telja að eigi erindi í keppnina eru beðnir um að hafa samband. Fyrsti þáttur keppninnar verður sendur út í byrjun september, keppnisliðin […]
�?r bæjarrölti beint á �?jóðhátíð

Smiðurinn Jón Aron Óskarsson, 22 ára datt heldur betur í lukkupottinn um Verslunarmannahelgina. Hann var á bæjarrölti í miðborg Reykjavíkur þegar fulltrúi Doritos gekk að honum og bauð honum til Eyja. Hængurinn var einungis sá, að Jón Aron þurfti að drífa sig strax af stað en búið var að hugsa fyrir öllu. Jón Aron skellti […]
Víkingur siglir í þessari viku

Farþegaskipið Víkingur fékk leyfi til siglinga á föstudag. Skipið siglir þó ekki enda hljóðar leyfið upp á mun færri farþega en aðstandendur þess vonuðust til. Skipið Víkingur, sem ætlað er að sigla milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar fékk leyfi til farþegasiglinga á föstudag. Að sögn starfsmanna skipsins hefur það siglingar í þessari viku. Starfsmenn Viking Tours, […]
Ný aðferð við að veiða lunda

Fyrir skemmstu fór Gígja Óskarsdóttir ásamt fríðu föruneyti til Grímseyjar í lundaveiði eins og kom fram í síðasta tölublaði Eyjafrétta. Í ferðinni varð til ný veiðitækni en Daði Freyr Örvarsson skutlaði sér á eftir lunda sem frændi hans Þorvaldur Snær Sigurðsson missti úr háfnum. Spurning um hvort þetta sé veiðitæknin sem koma skal? Myndband af […]
Mikið spurt um óskilamuni af þjóðhátíð

Það var í nógu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið og þá sérstaklega í að svara fyrirspurnum vegna fólks sem var að kanna með óskilamuni en töluvert virðist vera um að fólk týni hinum ýmsu munum yfir Þjóðhátíðina. Lögreglan hefur því haft í nógu að snúast við að svara fólki og koma óskilamunum […]
Komu með björgunarbát að landi

Í morgun lagðist skemmtiferðaskipið Le Boreal að bryggju í Vestmannaeyjum. Um borð var átta manna björgunarbátur sem áhöfnin hafði fiskað upp í Faxaflóa. Björgunarbáturinn var á reki 23 sjómílur norðaustur af Garðskaga eftir því sem fram kemur á Vísi.is. (meira…)
KR sigraði ÍBV

KR tók á móti ÍBV í dag en KR-ingar sigruðu 3-1. KR-ingar voru manni færri í tæpar fjörtíu mínútur, en höfðu þrátt fyrir það betur. Ljóst er að Eyjamenn eru að sitja eftir um miðja deild en þeir eru í 6. sæti deildarinnar með átján stig. (meira…)
Vaðandi makríll við Vestmannaeyjar

Eyjamaðurinn Þorbjörn Víglundsson var á laugardagssiglingu á báti sínum, Bárunni með fjölskylduna við Heimaey. Þorbjörn var var við mikinn makríl á siglingu sinni og tók m.a. upp myndband af makrílvöðu við Ystaklett, eða við klettsnefið eins og heimamenn kalla það. Sjón er sögu ríkari, myndbandið má sjá hér að neðan. (meira…)
Róbert Aron til liðs við ÍBV

Róbert Aron Hostert, handknattleiksmaðurinn snjalli sem varð Íslandsmeistari með Fram í vor, gekk í dag til liðs við nýliða ÍBV og skrifaði undir eins árs samning við félagið. „Ég tel að ÍBV sé fullkominn staður til þess að fá tækifæri til þess að þróa mig sem miðjumann í deild sem ég þekki og auðveldar það […]
Stefán Árnason til liðs við ÍBV

Stefán Árnason og handknattleiksdeild ÍBV hafa gert með sér samkomulag fyrir komandi tímabil. Stefán sem undanfarin ár hefur þjálfað hjá yngriflokkum Selfoss með frábærum árangri mun þjálfa 4. og 5. flokk karla ásamt því að aðstoða Gunnar Magnússon með 2. flokk félagsins. Stefán mun einnig verða Gunnari innan handar í þjálfun hjá Akademíunni og ljóst […]