Flottasta innkoman á þjóðhátíð

Eins og vanalega kom mikill fjöldi fólks ofan af landi á þjóðhátíð. Langflestir komu sjóleiðina með Herjólfi en nokkur fjöldi kom einni flugleiðina en þrjú flugfélög flugu til Eyja um helgina. Flottasta innkoma í Dalinn áttu í það minnsta tveir aðilar sem stukku úr flugvél yfir Vestmannaeyjum og svifu inn í Herjólfsdal, þar sem þeir […]
Einhverjir eftir en enginn tjaldbruni

Enn voru eftir gestir á þjóðhátíð í morgun en ekki var mikla ölvun að sjá á fólki í nótt að sögn Heiðars Hinrikssonar varðstjóra hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum. „Það gekk mjög vel að sigla fólki yfir með Herjólfi. Það var mikil ró í nótt og lítil læti í þeim sem eftir voru. Engin ölvun var […]
Njótum ekki fulls trausts Eyjamanna

Formaður Þjóðhátíðarnefndar og framkvæmdastjóri ÍBV efast um að þeir njóti fulls trausts og velvildar samfélagsins í Eyjum til að stýra hátíðinni áfram. Þeir ákváðu fyrir hátíðina í ár að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa en nefndin er valin til árs í senn. (meira…)
Lokakvöld þjóðhátíðar tíðindamikið

Lokakvöld þjóðhátíðarinnar var tíðindamikið. Írska stjórstjarnan Ronan Keating steig á svið rétt fyrir tíu um kvöldið og skemmti á milli 14 og 15 þúsund gestum þjóðhátíðarinnar. Brekkusöngurinn var svo með heldur óvenjulegu sniði en hann var tvískiptur í ár og benti margt til þess að eitthvað hafi gengið á fyrir þennan hluta þjóðhátíðarinnar. Þannig áttu […]
Tveir gistu fangageymslur í nótt

Nokkur erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt. Rólegra var þó fyrrihluta nætur en þegar líða tók á nóttina fjölgaði útköllum. Tveir gistu fangageymslu vegna líkamsárása og var önnur þeirra alvarleg en þá sló maður annan þannig að hann nefbrotnaði og tvær tennur brotnuðu. Í hinu tilfellinu réðst maður á fyrrverandi kærustu sína. Heildarfjöldi […]
Ronan, brekka og blys-myndskeið

Þjóðhátíð Vestmannaeyja lauk í Herjólfsdal í gærkvöldi með tónleikum írska tónlistarmannsins Ronans Keatings, brekkusöng, blystendrun og flutningi Hreims Heimissonar á laginu „Lífið er yndislegt“. Á meðfylgjandi myndskeiði sérðu helstu atriði kvöldsins ásamt viðtölum við Ronan og Pál Óskar. (meira…)
Ein rödd brekkusöngsins

Undanfarin ár hefur Árni Johnsen leitt brekkusöng á Þjóðhátíð með tveimur tónlistarmönnum úr Eyjum. Nú var sá háttur hafður á að brekkusöngurinn var tvískiptur, Árni tók við af félögum sínum með þeim orðum að hann væri ein rödd brekkusöngsins. Orðrétt sagði Árni: „Það er gott að vera kominn, með einn gítar, eina rödd, eina rödd […]
Næststærsta þjóðhátíðin í Eyjum

Þjóðhátíðinni í Vestmanneyjum lauk í nótt og voru þá um 14 til 15 þúsund gestir á svæðinu. Þetta er því næstfjölmennasta þjóðhátíðin til þessa; fjölmennust var hún árið 2007 en þá voru um 17.000 gestir í dalnum. (meira…)
Spennandi dagskrá í kvöld

Óhætt er að segja að spennandi dagskrá sé framundan í Herjólfsdal í kvöld. Kvöldvaka á Brekkusviði hefst klukkan 20:30 þegar Dans á Rósum stígur á svið og í kjölfarið koma fram sigurvegarar í söngkeppni barna. Páll Óskar kemur svo fram klukkan 21:00 og Ingó Veðurguð 25 mínútum síðar. Írska stórstjarnan Ronan Keating stígur svo á […]
Varð bráðkvaddur í gær

Rétt fyrir miðnætti barst lögreglu tilkynning um mann sem misst hafði meðvitund í brekkunni. Nærstaddir voru læknir, hjúkrunarfræðingur, bráðatæknir ásamt lögreglumönnum og hófust þegar lífgunartilraunir sem héldu áfram á sjúkrahúsi, en báru ekki árangur. Um er að ræða heimamann og er hugur allra bæjarbúa hjá aðstandendum hans, segir í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum. (meira…)