Sjór lak inn um lensirör og eldur kviknaði í rafmagnstöflu

Svo virðist sem loki við lensidælu hafi ekki lokast þegar leki kom að bátnum Maggý VE. Jafnframt virkaði síðuloki ekki sem skildi þannig að sjór lak inn um lensirör bátsins og inn í vélarrúm. Eldur kviknaði svo í kjölfarið í rafmagnstöflu. Hins vegar gekk greiðlega að slökkva eldinn. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar sem […]

Suðurlandsslagur í kvöld

Í dag klukkan 18:00 taka Eyjamenn á móti Selfyssingum á Hásteinsvelli en leiknum var frestað í gær vegna veðurs. Aðstæður í Eyjum í dag eru allt aðrar og í raun gott að leiknum hafi verið frestað enda er nú sól og blíða í Eyjum. Selfyssingar unnu Eyjamenn í fyrstu umferð Íslandsmótsins á Selfossi og því […]

Blaut þjóðhátíð framundan?

Á vefnum Accuweather.com má nálgast langtímaveðurspá fyrir Vestmannaeyjar. Samkvæmt vefnum verður þjóðhátíðin í ár blaut en spáð er rigningu alla hátíðardagana þrjá, og dagana fyrir og eftir þjóðhátíð. Ljósið í myrkrinu er hins vegar að vindhraði verður í lágmarki en taka verður spánni með ákveðnum fyrirvara enda um langtímaspá að ræða. (meira…)

Fá frest til að klæða sviðið

Bæjarstjórn Vestmannaeyja fjallaði um þjónustuhús, eða Brekkusviðið í Herjólfsdal á fundi sínum á fimmtudaginn síðastliðnum. Húsið var á sínum tíma reist með þeim skilyrðum að lokið yrði við bygginguna á ákveðnum tíma, sem á að ljúka í ár. Hins vegar hefur bæjarstjórn nú veitt þjóðhátíðarnefnd tveggja ára frest til að klæða húsið með náttúrusteini. Athygli […]

Sóttu veislukostinn til Grímseyjar

Bjargveiðimenn úr Vestmannaeyjum fóru til Grímseyjar og háfuðu þar lunda til að geta haft þjóðarrétt Vestmannaeyinga á borðum á bjargveiðimannaballinu í haust. Líklega verður reyktur lundi ekki á margra borðum á komandi Þjóðhátíð vegna lundaveiðibanns í Vestmannaeyjum í sumar. Soðinn lundi, reyktur eða ferskur, reyttur eða hamflettur, hefur löngum verið eins konar þjóðarréttur Vestmannaeyinga.gg og […]

�?yrla sótti tólf ára dreng

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti tólf ára gamlan dreng til Vestmanneyja fyrr í dag. Neyðarkall barst klukkan rúmlega korter yfir fjögur í dag en koma þurfti drengnum á sjúkrahús í Reykjavík. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að ófært hafi verið fyrir sjúkraflug til Vestmannaeyja vegna veðurs og skyggnis. (meira…)

Stefnt að brottför 14:30

Stefnt er að brottför Herjólfs frá Vestmannaeyjum kl. 14:30 og frá Landeyjahöfn kl. 16:00. Ölduhæð í Landeyjahöfn hefur lækkað sl. tvo klukkutímanna og ágætt útlit fyrir því að ferðin verði farin. Farþegar eru beðnir að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, facebook síður Herjólfs og síður 415 í textavarpi RUV. (meira…)

Leik ÍBV og Selfoss frestað

Leik ÍBV og Selfoss sem leika átti á Hásteinsvelli kl. 16.00 í dag, hefur verið frestað til morguns, mánudags og verður leikinn kl. 18.00. Hásteinsvöllur er haugblautur og rigningarspá fram eftir deginum. Þá eru engar flugsamgöngur við Eyjar vegna þoku og Herjólfur siglir ekki vegna of mikillar ölduhæðar í Landeyjahöfn. (meira…)

�?lduhæð of mikil fyrir Herjólf

Ferð Herjólfs sem fara átti frá Vestmannaeyjum kl. 11:30 og frá Landeyjahöfn kl. 13:00 fellur niður vegna ölduhæðar. Ölduhæð í Landeyjahöfn er 3,1m núna kl. 11:00 og töluvert brot fyrir utan hafnargarðanna. Farþegar sem áttu bókað far í þessar ferðir eru beðnir hafa samband við afgreiðslu til þess að breyta bókunum sínum. Mikil óvissa er […]

Suðurlandsslagur á Hásteinsvelli í dag

Karlalið ÍBV tekur á móti Selfossi í dag en leikur liðanna hefst klukkan 16:00 á Hásteinsvellinum. Eyjamenn eiga harma að hefna enda höfðu Selfyssingar betur í fyrri viðureign liðanna, á Selfossvelli í 1. umferð Íslandsmótsins en Selfoss lagði ÍBV að velli 2:1. Það var klárlega lélegasti leikur ÍBV liðsins en að sama skapi líklega sá […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.