Kom mörgum mjög á óvart að sjá mig

Áramótaskaup Ríkissjónvarpsins á gamlárskvöld þykir eitt það besta og hefur fengið afar góða dóma. Tveir Eyjamenn komu fram í skaupinu, Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson lék lítið hlutverk þegar hann, fyrir misskilning, hellti rjóma í andlitið á grátandi mótmælanda, sem hafði ekki fengið piparúða í andlitið heldur grét hann yfir lélegu þjóðhátíðarlagi Bubba Morthens. Guðmundur hefur um […]
Aflaverðmæti Hugins um 10 milljarðar og aflinn alls 313 þúsund tonn

Það blés ekki byrlega fyrir útgerð Hugins VE 55 þegar þeir fengu nýtt skip afhent. Það var smíðað í Chile og kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í júlí 2001. Gengi íslensku krónunnar hafði fallið þannig að forsendur fyrir kaupunum höfðu breyst en þeir gáfust ekki upp og eftir um vikustopp var haldið til veiða og […]
Gunnar Heiðar ekki með Reading á Anfield

Gunnar Heiðar Þorvaldsson bíður enn eftir því að fá leikheimild með enska 1. deildarliðinu Reading að því er fram kemur í enska blaðinu Reading Post en Gunnar gekk í raðir Íslendingaliðsins nú um áramótin þar sem hann verður í láni frá danska liðinu Esbjerg út leiktíðina. Reading tekur á móti Newcastle í deildinni á sunnudaginn […]
Fórum á gulldeplu en fylltum af síld

Mannskapurinn mætti til skips sunnudaginn 3. janúar og var í plönunum að fara á gulldepluveiðar. Byrjað var strax á að græja skipið á trollið, hífa hlera um borð og taka snurpuvírinn af spilunum o.fl. Þessi vinnan kláraðist á mánudagskvöldið og var farið á sjó upp úr sjö um kvöldið og stefnan tekin á miðin. En […]
Að tala tungum tveim

Vefmiðillinn eyjafrettir.is birti á gamlársdag fréttaklausu sem vakti athygli mína. Greint var frá sameiginlegum fundi Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi og Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum að kvöldi 30. desember. Um hundrað manns komu þar saman og var „mikill hiti í mönnum“. Haft var eftir formönnum félaganna tveggja að sjómenn væru reiðir stjórnvöldum og krafa fundarins væri […]
Handagangur í öskjunni

Það var handagangur í öskjunni þegar ÍBV stóð fyrir árlegri dósasöfnun í kvöld. Aldrei fleiri hafa mætt til að hjálpa til og bæjarbúar voru duglegir að gefa í söfnunina. Það gekk því mikið á þegar talning stóð yfir. En það gekk mjög vel og endaði með Pizzu og Pepsi. (meira…)
Guðmundur Huginn Eyjamaður ársins 2009

Í hádeginu í dag var Fréttapýramídinn afhentur fyrir árið 2009 en vikublaðið Fréttir stendur fyrir valinu. Útgerðarmaðurinn og skipstjórinn Guðmundur Huginn Guðmundsson var valinn Eyjamaður ársins 2009. Framtak ársins voru byggingarnar á Baldurshaga og við Hilmisgötu og verslanirnar sem þar eru. Fyrirtæki ársins var Heildverslun Karls Kristmannssonar og Hermann Hreiðarsson fékk Fréttapýramídann fyrir framlag sitt […]
Margrét Lára næstu tvö árin hjá Kristianstad

Margrét Lára Viðarsdóttir verður áfram í herbúðum sænska úrvalsdeildarliðsins Kristianstad en hún gekk í raðir félagsins síðasta sumar frá Linköping. Margrét hefur verið meira og minna meidd síðasta árið en auk hennar leika tveir aðrir íslenskir landsliðsmenn með Kristianstad, þær erla Steina Arnardóttir, sem einnig á ættir að rekja til Eyja og Guðný Björk Óðinsdóttir. […]
�?tgerð kostar loðnuleit

Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson RE 200 og Bjarni Sæmundsson RE 30 halda bæði til loðnuleitar klukkan 14 í dag. Engin fiskiskip taka þátt í loðnuleitinni að þessu sinni eins og þau hafa oft gert. Í staðinn kosta útvegsmenn uppsjávarveiðiskipa loðnuleit Bjarna Sæmundssonar RE. (meira…)
Tvö fíkniefnamál komu upp í vikunni

Áramótin fóru að mestu vel fram en þó var nokkur erill hjá lögreglu vegna hinna ýmsu mála sem komu upp. Nokkuð var um kvatanir vegna hávaða vegna skemmtanahalds í heimahúsum um helgina. Þá var eitthvað um stympingar en engar kærur liggja fyrir. (meira…)