�?tli tónlistin sé ekki popprokk

Eyjahljómsveitin Afrek gefur nú út sinn fyrsta geisladisk sem ber nafn sveitarinnar. Diskurinn fór í almenna sölu í síðustu viku en á honum eru tólf frumsamin lög. Upptökur hafa staðið yfir síðasta árið og útkoman lítur nú dagsins ljós. Fjölmargir Eyjamenn koma að gerð disksins en sveitin fjármagnar hann alfarið sjálf. (meira…)
Skemmtilegir taktar og mikill efniviður

Hin árlega jólasýning Fimleikafélagsins Ránar var haldin síðasta laugardag í íþróttamiðstöðinni. Jólasýningin hefur fyrir löngu skapað sér fastan sess í undirbúningi jólanna, sérstaklega hjá þeim fjölskyldum sem eiga börn sem iðka hina göfugu íþrótt sem fimleikarnir eru. Sýningin í ár var bráðskemmtileg, krakkarnir sýndu skemmtilega takta og fimleikafélagið á mikinn efnivið fyrir komandi ár. Hægt […]
Eigum alltaf að bjóða ódýrasta bensínið

Bensínsalan Orkan hefur sett upp eina bensíndælu við verslunina Tvistinn við Faxastíg, þar sem Skeljungur var áður með bensínsölu. Stöðin er sjálfsafgreiðslustöð, eins og allar 26 Orkustöðvarnar eru en Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, sem á og rekur Orkustöðvarnar, sagði ástæðu opnun stöðvarinnar í Eyjum tvíþætta. (meira…)
27 buðu í smíði farþegaaðstöðu í Landeyjahöfn

Alls buðu 27 aðilar í smíði farþegaaðstöðu í Landeyjahöfn en tilboðin voru opnuð hjá Siglingastofnun fyrr í dag. Lægsta tilboðið átti SÁ verklausnir, rúmar 96,7 milljónir. Um er að ræða byggingu 316 fermetra steinsteypta byggingu á tveimur hæðum en verkinu skal lokið eigi síðar en 1. júlí 2010. Tilboðin má sjá hér að neðan. (meira…)
Mikilvægt að Sparisjóðurinn eflist

Stefán Sigurjónsson sendir mér svar hér á síðunni við grein minni um bankamál, útrás og Icesave nú á dögunum. Mér er bæði skylt og ljúft að svara þeim spurningum sem Stefán beinir til mín. Áður en ég svara spurningum Stefáns neita ég alfarið að Sparisjóður Vestmannaeyja hafi gabbað fé út úr stofnfjáreigendum sínum. Stofnfjáreigendur ákváðu […]
Skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás

Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konu sem hann hrinti í jörðina fyrir utan skemmtistað í Vestmannaeyjum rúmar 700 þúsund krónur í skaða- og miskabætur. Jafnframt var honum gert að greiða rúma hálfa milljón í sakarkostnað. (meira…)
�??Greiðum þeim til baka með sanngjörnum hætti�??

Þetta er fyrirsögn á grein sem Ragnar Óskarsson skrifar í Eyjafréttir. Ég bæði vonaði og hélt að hann ætti við Sparisjóðinn og ábyrgðarmenn hans. Þ.e.a.s. að Sparisjóðurinn ætlaði að greiða ábyrgðarmönnum sínum aftur það fé sem Sparisjóðurinn gabbaði út úr þeim. Sparisjóðurinn tapaði því öllu og fjórum sinnum þeirri upphæð á innan við ári. Það […]
Að skera niður

Allir landsmenn gera sér grein fyrir því að niðurskurður er óhjákvæmilegur hjá hinu opinbera. Hann verður erfiður og við eigum öll eftir að finna fyrir honum. Mikilvægt er að við þann niðurskurð verði beitt skýrri forgangsröðun og jafnræðis gætt. Fjárlagafrumvarpið 2010 sem er nú til meðferðar á Alþingi uppfyllir ekki framangreindar kröfur, því miður. (meira…)
�?tlar að hlaupa 100 km

Sæbjörg Logadóttir, ætlar að hlaupa 100 km á hlaupabretti á Hressó á mánudaginn. Sæbjörg ætlar að byrja að hlaupa klukkan átta um morguninn og ætlar sér tíu klukkutíma í hlaupið. Sæbjörg hefur náð athyglisverðum árangri í Reykjavíkurmaraþoninu þar sem hún hefur verið meðal hinna fremstu. Ekki er Fréttum kunnugt um að íslenskar konur hafi hlaupið […]
Hermann leikjahæsti Norðurlandabúinn í enska eftir leikinn í kvöld

Hermann Hreiðarsson, varnarmaður Portsmouth, mun setja met ef að hann leikur með liðinu gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Ef Hermann kemur við sögu mun hann leika sinn 319.leik í ensku úrvalsdeildinni. Um leið verður hann leikjahæsti Norðurlandabúinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. (meira…)