Hermann Hreiðarsson, varnarmaður Portsmouth, mun setja met ef að hann leikur með liðinu gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Ef Hermann kemur við sögu mun hann leika sinn 319.leik í ensku úrvalsdeildinni. Um leið verður hann leikjahæsti Norðurlandabúinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.