Magnaðir tónleikar hjá Todmobile

20 ára afmælistónleikar Todmobile í Höllinni í gær ollu ekki vonbrigðum. Sveitin sýndi að hún hefur engu gleymt, frekar bætt í ef eitthvað var og öll bestu lögin voru flutt óaðfinnanlega. Todmobile leggur mikið upp úr tónleikunum, mikil ljósadýrð og tveimur frábærum bakraddasöngkonum hefur verið bætt við. Þannig að úr varð ein allsherjar veisla fyrir […]
Stærsta band Íslands í Höllinni í kvöld og á morgun

Þá er komið að því að stærsta band Íslands, Todmobile haldi tónleika í kvöld fyrir okkur Eyjamenn í Höllinni. Engu verður til sparað að gera þetta sem flottast og sem dæmi þá kemur bandið með tólf kistur af ljósum og öðrum búnaði til að gera tónleikana enn flottari. Herlegheitin byrja kl 21:00 í kvöld húsið […]
�?reltir hlutir sem ég hef geymt

Pálsstofa verður opnuð á Byggðasafni Vestmannaeyja þann 6. nóvember í tengslum við Nótt safnanna og Safnahelgi á Suðurlandi. Hönnuður sýningarinnar er Ólafur J. Engilbertsson sem ber yfirskriftina Heima og Heiman og er um lífshlaup Páls Steingrímsson, kennara, myndlistar- og kvikmyndatökumann. Á sýningunni verða fjörtíu heimildarmyndir, tæki og tól sem hann hefur unnið með auk ýmissa […]
Nótt safnanna er að hefjast

Nótt safnanna verður sett formlega í Stafkirkjunni í dag kl. 17.00. Kl. 18.00 er opnun Pálsstofu á Byggðasafninu, en verið er að leggja lokahönd á sýningu á verkum, lífi og stöfum okkar ástsæla kvikmyndagerðarmanns Páls Steingrímssonar. (meira…)
Handboltafólkið í víking

Handboltalið ÍBV halda á morgun í víking en ferðinni er heitið í höfuðborgina, nánar tiltekið í Fossvoginn þar sem leika á gegn Víkingum. Karlaliðið leikur gegn heimamönnum klukkan 13.30 en kvennaliðið gegn heimastúlkum klukkan 15.15. Báðir leikirnir fara fram í Víkinni, félagsheimili Víkinga. (meira…)
Fullt hús á fyrsta Eyjakvöldinu

Í gær var fyrsta Eyjakvöldið haldið á Kaffi Kró en á þessum kvöldum koma nokkrir af tónlistarmönnum Eyjanna saman og leika Eyjalögin fyrir gesti og gangandi. Óhætt er að segja að byrjunin lofi góðu því fullt var á tónleikunum í gær og mikil stemmning. (meira…)
�??Sinin var illa rifin�??

Landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson verður ekki með í vináttuleiknum gegn Lúxemborg 14. þessa mánaðar. Hermann er enn að jafna sig af meiðslum sem hafa plagað hann síðustu mánuði en hann hefur ekkert geta leikið með Portsmouth-liðinu á leiktíðinni. Hann tognaði fyrst aftan í læri í æfingaleik með Portsmouth í byrjun ágúst og varð síðan fyrir því […]
Oddurinn opnar á morgun, laugardag

Kristleifur Guðmundsson hefur keypt rekstur Office 1 verslunarinnar í Vestmannaeyjum. Nýja verslunin heitir Oddurinn og Kristleifur hefur jafnframt gengið frá kaupum á leikfangaversluninni Dótakistunni sem flytur í sama húsnæði við Heiðarveg. (meira…)
Bergmálsmælingar sýna hins vegar svipaða stofnstærð og í fyrra,

Sýkingin í íslenska síldarstofninum er viðvarandi. Bergmálsmælingar sýna hins vegar svipaða stofnstærð og í fyrra, sem kemur vísindamönnum á óvart. Sýkingin hefði átt að hafa höggvið stór skörð í stofninn. (meira…)
5 tilboð bárust í húsnæði undir ÁTVR í Eyjum

Ríkiskaup auglýstu um miðjan október, eftir leiguhúsnæði í Eyjum undir Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, en verslunin hefur verið til húsa í Hvíta húsinu, en þarf nú að rýma það. 5 tilboð bárust. Kaupás bauð 240 fermetra húsnæði að Goðahrauni 1. Leiguverð; 1.290 kr. á fermetra. Anna ehf. bauð 326 fermetra húsnæði að Flötum 29. Leiguverð […]