Afleit byrjun varð ÍBV að falli

Það var augljóst að körfuknattleikslið ÍBV var að spila sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar Laugdælir komu í heimsókn en undirbúningstímabil Eyjamanna hefur verið slakt og hefur liðið ekki spilað einn æfingaleik fyrir Íslandsmótið. Eftir að hafa verið 12:28 undir eftir fyrsta leikhluta og 28:43 í hálfleik, bitu Eyjamenn í skjaldarrendur og náðu að jafna […]
Síldin fundin

Íslenska sumargotssíldin er fundin. Síldveiðiskipið Sighvatur Bjarnason, sem er eitt fjögurra skipa í umfangsmikilli síldarleit á vegum Hafrannsóknarstofnunar, fann í gær miklar torfur á Breiðasundi skammt vestan Stykkishólms. Skipstjórinn, Jón Eyfjörð, segir að sér virðist að þarna sé talsvert af síld og telur hann útlitið bjart. (meira…)
Guðrún leggur til eflingu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja með tilkomu Landeyjahafnar

Guðrún Erlingsdóttir, varaþingmaður flutti í gær þingsályktunartillögu þess efnis að heilbrigðisráðherra kanni möguleik á aukinni þjónustu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja með tilkomu Landeyjahafnar, í því skyni að nýta betur þekkingu starfsmanna, húsnæði og tækjakost stofnunarinnar með samstarfi við önnur sjúkrahús. Greinargerð með tillögunni og umræður má sjá hér að neðan. (meira…)
Haukar gáfu leikinn

Enn verður bið á því að kvennalið ÍBV í handbolta leiki sinn fyrsta leik á þessu tímabili en stelpurnar áttu að spila í dag kl. 13.00 gegn Haukum. Hafnafjarðarliðið hefur hins vegar gefið leikinn þar sem ekki voru til nógu margir leikmenn til að fylla leikmannahópinn. Einkennilegt hjá Haukum að skrá lið til leiks og […]
Enn bið á því að Hermann spili

Hermann Hreiðarsson er ekki klár í slaginn með Portsmouth sem mætir Hull á KC vellinum í Hull í sannköllum fallbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á morgun. Hermann er að skríða saman eftir meiðsli á fæti en Paul Hart knattspyrnustjóri liðsins metur það svo að það sé of snemmt fyrir Eyjamanninn að spila á morgun. […]
Reiknað með að taka hana í notkun á árinu 2010

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í gær, fjárhagslega aðkomu sína að endurbyggingu skipalyftunnar, sem hrundi fyrir þremur árum. Áætlaður kostnaður við endurbygginguna er talin verða á milli 250 og 300 milljónir króna. Mun bæjarsjóður kosta allt að 50% en þó eigi meira en 150 milljónir króna. Mismunurinn verður greiddur af hafnarsjóðí Vestmannaeyja (meira…)
Jón �?li og �?órhildur dvöldu hjá Kristianstad

Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari meistaraflokks kvenna og Þórhildur Ólafsdóttir, leikmaður liðsins, dvöldu hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad í viku fyrir skemmstu. Jón Óli fylgdist með æfingum en Þórhildur tók þátt í þeim en þau voru hjá sænska félaginu í eina viku. Eyjamaðurinn Margrét Lára Viðarsdóttir leikur einmitt með Kristianstad en þjálfari liðsins er Elísabet Gunnarsdóttir, sem […]
Ef sjávarútvegur og stóriðja geta ekki þolað hóflega innköllun veiðiheimilda og hóflega auðlindaskatta

„Við eigum að setja viðskiptalífinu skýr mörk og verða ekki ginningarfífl stóriðju og útgerðarauðvalds á sama hátt og við eltum áður hagsmuni bankadrengja og útrásargosa“, sagði Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra þegar hann ávarpaði ársfund Alþýðusambands Íslands í gær. Útgerðarmönnum þykja þetta kaldar kveðjur til sín. (meira…)
Ekki hagstætt að fara úr öflugu prófastsdæmi í veikburða

Í lok síðasta mánaðar fékk sóknarnefnd Ofanleitissóknar í Vestmannaeyjum bréf frá kirkjuráði þar sem tilkynnt er að biskupsfundur hafi ákveðið að leggja fyrir Kirkjuþing 2009 um sameiningu Skaftafellsprófastsdæmis og Rangárvallaprófastsdæmis í nýtt Suðurprófastsdæmi. Um leið var ákveðið að leggja til að Ofanleitissókn, Vestmannaeyjaprestakall, færist úr Kjalarnessprófastsdæmi til hins nýja Suðurprófastsdæmis. Safnaðarfundur og sóknarnefnd Ofanleitissóknar mótmælir […]
Yrði afar ósáttur ef ég næ ekki markametinu

Tryggvi Guðmundsson, nú leikmaður ÍBV, stefnir að því að bæta markamet Inga Björns Albertssonar en Ingi Björn er markahæsti leikmaður Íslandsmótsins frá upphafi. Tryggva vantar 19 mörk í að ná metinu en hann segir í viðtali við Fótbolta.net að ef hann nái ekki þessum 19 mörkum á þremur árum, þá yrði hann afar ósáttur við […]