Fanndís stefnir á fimmta sætið

Kvennalið Íslandsí knattspyrnu tekur þátt í lokakeppni EM í Finnlandi í næstu viku en í íslenska hópnum eru tvær Eyjastelpur, þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir. Ísland leikur í afar sterkum riðli en með Íslandi í riðli eru Þýskaland og Noregur, sem bæði hafa orðið Evrópumeistarar og svo Frakkland, sem einmitt var með Íslandi […]
Menn verða að fara að hysja upp um sig buxurnar

Það var ös í höfninni í morgun. Suðurey með 170 kör lítil, Drangavík rúm 100 kör eftir brælutúr fyrir vestan, náði alla leið norður á Hornbanka, Vestmannaey með 150 kör mest ýsu af Ingólfshöfða……….. Svo landaði Brynjólfur krabba og fiski. Einnig landaði snuddarinn Sólborg RE, einum gám. Nú er ennþá komið í ljós að útgerðir […]
Landsölufólk hefur svo mikið að gefa Evrópusambandinu

Hún er mörg hörmungin sem steðjar að íslensku þjóðinni og þau ósköp sem koma undan teppinu á helsta stolti okkar, fjármálamarkaðnum, eru með slíkum endemum að hverjum landsmanni hlýtur að ofbjóða. Eyjamenn hafa að mestu sloppið nema hvað kaupið okkar hefur lækkað eins og annarra og lánin hækkað. Og ekki er hún björt framtíðin og […]
Hermann ekki með gegn �??skyttunum�??

Hermann Hreiðarsson er enn á sjúkralistanum hjá Portsmouth og ljóst er að hann verður ekki með sínum mönnum á morgun þegar þeir sækja Arsenal heim á Emirates Stadium. Hermann tognaði í læri í æfingaleik með Portsmouth-liðinu nokkrum dögum áður en flautað var til leiks í ensku úrvalsdeildinni og hefur ekki náð að hrista meiðslin af […]
Baldur kemur í staðinn fyrir Herjólf

Stefnt er að því að Herjólfur fari í slipp þann 7. september nk. og gert ráð fyrir að hann verði í burtu í tvær vikur. Reiknað er með að Breiðafjarðarferjan Baldur leysi Herjólf af þennan tíma. Þær upplýsingar fengust hjá Kristínu Sigurbjörnsdóttur hjá Vegagerðinni að beðið væri eftir staðfestingu frá samgönguráðuneyti um að Baldur fengi […]
Aftur málað í Skipalyftunni

Í sumar hefur verið starfandi málningarteymi hjá Skipalyftunni en lítil sem engin málningarvinna hefur verið hjá fyrirtækinu síðan sjálf skipalyftan hrundi í október 2006. Sex eru í teyminu sem er hrein viðbót við þá 25 sem starfa í Skipalyftunni. Stefán Jónsson, yfirverkstjóri hjá Skipalyftunni segir að þeir hafi málað Bergey VE fyrr á þessu ári, […]
Á fljótabáti yfir Atlantshafið

Tveir bandarískir karlmenn, bræðurnir Ralph og Robert Brown komu við í Eyjum í morgun á leið sinni yfir Atlantshafið. Ferðin hófst við vesturströnd Flórídaskagans en bræðurnir hyggjast enda ferðina í Frankfurt í Þýskalandi. Fararskjótinn er harla óvenjulegur en bræðurnir sigla á fljótabáti með utanborðsmótor og enga yfirbyggingu. (meira…)
Tekjutap fyrir allt samfélagið

„Ef við lítum á samfélagið hér í Eyjum þá erum við með um þriðjung kvótans. Aflaverðmæti bátanna gæti verið yfir einn milljarð, laun sjómanna í Eyjum væru þá hátt í 300 milljónir á síldarvertíðinni. Í heildarskattgreiðslur færu um 130 milljónir og þar af um 40 milljónir í útsvar til bæjarins. Þetta eru gríðarleg verðmæti sem […]
Biblía á mörgum tungumálum ferðast um Ísland

Þessi Biblía sem er gefin út af Sjöunda dags aðventistum mun verða á Íslandi n.k. fimmtudag í tengslum við átakið “fylgjum Biblíunni.” Umrædd Biblía sem er stór í sniðum er á 66 tungumálum, hver bók hennar á sér tungumáli. Hún hóf ferð sína um heiminn á Filipseyjum í október 2008 og mun hún koma við […]
Sami fjöldi í FÍV

Framhaldskólinn verður settur næsta mánudag, 24 ágúst kl. 13. Um þrjú hundruð og tuttugu nemendur koma til með að stunda nám við skólann sem er svipaður fjöldi og í fyrrahaust. Baldvin Kristjánsson, aðstoðarskólameistari FÍV, sagði námsframboð vera með hefðbundnu sniði, bóknámsbrautir til stúdentsprófs og vélstjórnarbraut sem eru vel sóttar. (meira…)