Milljónatap vegna frátafa Baldurs

Fyrirtæki í Vestmannaeyjum fara ekki varhluta af því þegar ferðum Baldurs hefur verið frestað en Baldur sigldi ekki seinni ferð á mánudag og engin ferð var farin á þriðjudag vegna veðurs. Baldur er nokkuð minni en Herjólfur og má því eingöngu sigla þegar ölduhæð er undir 3,5 metrum. Kári Hrafnkelsson, framkvæmda­stjóri Fiskmarkaðs Vestmannaeyja, sagði í […]

Baldur siglir samkvæmt áætlun í dag

Farþegaskipið Baldur siglir samkvæmt áætlun milli lands og Eyja í dag en skipið hélt frá Eyjum í morgun. Ölduhæð nú er nokkuð undir viðmiðunarmörkum en ölduhæð nú er 2,4 metrar við Surtsey. Samkvæmt áætluninni verður skipð í Eyjum um þrjú í dag og heldur svo af stað aftur til Þorlákshafnar um fjögur. (meira…)

30 ár frá fyrsta Íslandsmeistaratitlinum

Í dag, 16. september, eru þrjátíu ár liðin frá því að karlalið ÍBV varð fyrst Íslandsmeistari í knattspyrnu. Eyjamenn höfðu tvívegis áður orðið bikarmeistarar en aldrei náð að landa þeim stóra, þótt oft hafi þeir komist nálægt því. Eyjamenn fögnuðu sigri á Íslandsmótinu í stæðunum á Laugardalsvelli þar sem síðustu leikirnir fóru ekki allir fram […]

Sæti ÍBV öruggt

Sæti ÍBV í úrvalsdeild er tryggt en í kvöld tapaði Fjölnir fyrir Fram. Þar með missti Fjölnir af möguleikanum að hanga í deildinni og getur ekki náð ÍBV eða Grindavík að stigum. Fjölnir fellur því niður í 1. deild ásamt Þrótti en sæti þeirra taka Selfyssingar og Haukar. (meira…)

Brimgarðarnir í Bakkafjöru hafa staðið af sér áhlaupið og gott betur

Sú saga gengur nú fjöllum hærra í Eyjum að rofa hafi myndast í öðrum af tveimur brimvarnargörðum í Bakkafjöru. Þegar leitað var eftir upplýsingum hjá Helga Gunnarssyni, verkstjóra hjá Suðurverki í Bakkafjöru svaraði hann á þann veg að það væri innantómt kjaftæði að það væri komið rof í annann garðinn. (meira…)

Seinni ferð Baldurs felld niður

Seinni ferð Baldurs fellur niður í dag, þriðjudag og siglir því skipið ekkert í dag þar sem fyrri ferð skipsins féll einnig niður í morgun. Ölduhæð við Surtsey er nú 6,2 metrar en Baldur má ekki sigla í meiri ölduhæð en 3,5 metrum samkvæmt ákvörðun Siglingastofnunar. Engin ferð sjóleiðina milli lands og Eyja hefur gríðarlega […]

Frábært

Þessi hugmynd af fá Baldur í þessar siglingar er svo döpur fyrir okkur Eyjamenn að það hálfa væri nóg. Sú þögn sem mér finnst hafa verið í kringum þann gjörning á fá þetta skip af hálfu bæjarstjórnar finnst mér með ólikindum. Já já ok þetta eru bara 2 vikur en þetta er ekki það sem […]

Baldur siglir ekki

Fyrri ferð Baldurs sem átti að fara kl. 8 í morgun hefur verið slegin af vegna veðurs. Ölduhæðin við Surtsey var þá 6,1 metri. Í tilkynningu frá afgreiðslu skipsins segir, að athuga eigi með seinni ferð skipsins kl. 13.00 í dag. (meira…)

Hraðavaraskilti sett upp á Hraunvegi

Slysavarnadeildin Eykyndill færði Vestmannaeyjabæ hraðavaraskilti að gjöf fyrr í þessum mánuði. Skiltið stendur við Hamarsskóla og hefur þegar sannað gildi sitt með lækkun á umferðarhraða við skólann. (meira…)

Fundu fíkniefni á farþega Herjólfs

Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni þegar fíkniefnahundurinn Luna þefaði uppi lítilræði af maríjúana á einum af komufarþegum skipsins. Viðkomandi viðurkenndi að eiga efnið og telst málið upplýst. Skemmtanahald um helgina fór hins vegar fram án teljandi vandræða þrátt fyrir nokkra ölvun í bænum. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar sem má lesa hér að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.