Aðstandendur klámráðstefnunnar fengu 5 milljónir

„Þau fengu greiddar skaðabætur í sumar og var samið um upphæðina utan réttar, segir Oddgeir Einarsson fyrrum lögmaður skipuleggjenda Snowgathering klámráðstefnunnar sem átti að fara fram í Reykjavík í mars á þessu ári. Það fór allt á annan endann í samfélaginu þegar fréttist af komu fólksins sem starfar í klámiðnaðinum en ráðstefnan átti að fara […]

Boðað til fundar vegna friðlýsingar á úteyjum og völdum svæðum á Heimaey

Boðað er til fundar með hagsmunaaðilum vegna friðlýsingar á úteyjum og völdum svæðum á Heimaey, í samræmi við náttúruverndaráætlun 2004-2008. Fyrirhugaður er kynningarfundur um náttúruverndaráætlunina með fulltrúum Umhverfisráðuneytisins, Umhverfisstofnunar og Vestmannaeyjabæjar. Fundurinn verður haldinn í fundarherbergi Umhverfis-og framkvæmdasviðs að Tangagötu 1, 2.hæð og hefst hann kl:11:00, þriðjudaginn 30. október n.k. (meira…)

Í fangelsi fyrir ölvunarakstur

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt 22 ára karlmann, búsettan á Stokkseyri, í 60 daga fangelsi fyrir ítrekaðan ölvunarakstur. Hann var einnig sviptur ökuréttinum ævilangt og gert að greiða 60 þúsund króna sekt til ríkissjóðs. (meira…)

Minniboltinn upp í A-riðil

Velgengni yngri flokkanna í körfuboltanum halda áfram en um síðustu helgi varð 9. flokkur drengja fyrsti flokkur körfuboltans í Eyjum til að öðlast keppnisrétt í efstu deild. Strákarnir í minniboltanum léku leikinn eftir um helgina og komust upp í A-riðil en í minnibolta leika 11 ára drengir. Frá þessu er greint á heimasíðu körfuboltadeildar ÍBV […]

Fjöldamargir yfirheyrðir

Lögreglan á Selfossi hefur yfirheyrt fjölmarga vegna nauðgunarmáls á Selfossi. Stúlka kærði nauðgun til lögreglunnar aðfaranótt laugardags. Þrír karlmenn voru handteknir í heimahúsi stuttu síðar og voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald til fimmtudags. (meira…)

Ríkisútvarpið kemur sér fyrir í Eyjum

Ríkisútvarpið er þessa dagana að koma upp útsendingaraðstöðu í húsakynnum Eyjasýnar ehf. við Strandveg, en ætlunin er að auka fréttaflutning frá Vestmannaeyjum. Auk þess er stefnt að því að ýmislegt efni, sem ekki tengist Eyjum sérstaklega, verði unnið hér og fastir þættir útvarpsins verði í meira mæli sendir út frá Eyjum. Linkur verður settur upp […]

Fræðasetur Háskóla Íslands í Gunnarsholti

Landgræðslan og Háskóli Íslands hafa undirritað viljayfirlýsingu um að efla rannsóknir og samstarf þessara stofnana. Háskólinn hyggst koma á fót fræðasetri í Gunnarsholti því hann stefnir að því að útvíkka fræðasetur sitt að Reykjum í Ölfusi, (Háskólasetrið í Hveragerði, Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands) þannig að það verði Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi […]

Fyrsti snjórinn

Það voru líklega mörg ánægjubrosin á börnunum í Vestmannaeyjum í morgun enda kom fyrsti snjórinn rétt eftir miðnótt og var jörð alhvít í morgunsárið. Hinir eldri hafa hins vegar margir hverjir blótað í hljóði enda beið þeirra að skafa bílrúðurnar áður en haldið var af stað. (meira…)

�?rír í gæsluvarðhald vegna meintrar nauðgunar

Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði í dag þrjá menn í gæsluvarðhald til fimmtudags en mennirnir voru handteknir aðfaranótt laugardags í húsi á Selfossi vegna meintrar nauðgunar. Rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi fer með rannsókn málsins. (meira…)

Tveir sigrar

Peyjarnir í minniboltanum spiluðu tvo leiki í Njarðvík í fyrstu umferð Íslandsmótsins. Liðið spilaði við heimamenn UMFN og lið Snæfells. Það er gaman að segja frá því að peyjarnir sigruðu í báðum leikjunum með talsverðum yfirburðum og greinilegt að þarna er stórefnilegur hópur á ferð. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.