Búið að gera starfslokasamning við Grisanovs

Vefur stuðningsmanna ÍBV, ibvfan.is greinir frá því á síðu sinni að handknattleiksdeild ÍBV og Janis Grisanovs hafi komist að samkomulagi um að rifta samningi sín á milli. Friðbjörn Ólafur Valtýsson, framkvæmdastjóri ÍBV staðfesti riftun samningsins og mun leikmaðurinn spila sinn síðasta leik 30. september gegn Akureyri í Vestmannaeyjum. (meira…)

Fékk talstöðvar frá hitaveitunni

Forsvarsmenn Hitaveitu Flúða færðu félögum í Björgunarfélaginu Eyvindi á Flúðum góða gjöf á dögunum. Um er að ræða tetra talstöðvar sem nýtast vel við björgunarstarf þar sem GSM samband er stopult, líkt og í Laxárgljúfri þar sem var unnið mikið björgunarafrek í sumar. Gjöfin er gefin í tilefni 40 ára afmælis Hitaveitu Flúða sem fagnað […]

Vinnum gegn fordómum í garð útlendinga

Aðeins vil ég víkja að málefnum útlendinga hér á landi. Í Morgunblaðinu birtust síðastliðinn föstudag tvær greinar eftir útlenskar konur, þar sem greinarhöfundar vekja athygli lesenda á vaxandi fordómum í garð útlendinga. Önnur konan er frá Litháen og hefur búið hér í sex ár. Hún segir að Litháar geti ekki í dag fengið íbúð á […]

Fundur hjá Vinstri grænum

Almennur félagsfundur hjá VG í Árborg verður í Tryggvaskála, Selfossi miðvikudaginn 24. október kl. 20.30. Jón Hjartarson bæjarfulltrúi VG og nefndarfólk VG í Árborg sitja fyrir svörum auk þess sem að Atli Gíslason þingmaður VG í Suðurkjördæmi segir frá stöðu mála og svarar fyirspurnum. Allir félagsmenn hvattir til að mæta (meira…)

Rolling Stones segir Eyjabandið Hoffman standa upp úr eftir Airwaves

Um helgina fór fram tónlistarhátíðin Icelandic Airwaves í Reykjavík en hátíðin er orðin mjög virt á alþjóða vettvangi. Þannig sækja hátíðina fjölmiðlamenn frá stærstu tónlistartímaritum heims, þar á meðal frá hinu fræga tímariti Rolling Stone. Blaðamaður þess, Christian Hoard segir að Eyjabandið Hoffman hafi verið ein af þremur hljómsveitum sem stóðu upp úr eftir hátíðina. […]

Eyjamenn unnu fyrsta leikinn

Körfuknattleikslið ÍBV lék sinn fyrsta leik á laugardaginn þegar það mætti Álftanesi í 2. deild karla. Eyjamenn tefla fram lítið breyttu liði frá því í fyrra og ættu því að ná vel saman í vetur. ÍBV var ekkí teljandi vandræðum með gestina af höfuðborgarsvæðinu og unnu að lokum 87:74. (meira…)

Sigþór sigraði í Hafnarfirði

Á laugardaginn fór fram hnefaleikakeppni í Hafnarfirði en Hnefaleikafélag Hafnfirðinga var um leið að vígja nýja aðstöðu sína. Einn keppandi frá Hnefaleikafélagi Vestmannaeyja tók þátt í mótinu, Sigþór Einarsson en þetta var jafnframt fyrsti bardagi hans í íþróttinni. Sigþór gerði sér lítið fyrir og sigraði andstæðing sinn, Gunnar K. Kristinsson úr Hnefaleikafélaginu Æsi í Reykjavík. […]

Varað við stormi á suðvesturhluta landsins

Veðurstofa Íslands varar við stofmi suðvestantil á landinu og varar um leið við milli rigningu á suðausturlandi í kvöld. Samkvæmt veðurspánni verður vaxandi suðaustanátt og rigning, víða 18-23 metrar á sekúndu síðdegis. (meira…)

Veiðar á heimasíldinni að hefjast

Veiðum á norsk- íslensku síldinni í Smugunni er um það bil að ljúka og skipin að gera sig klár á síldveiðar á heimamiðum. Síldinni verður landað í Eyjum og unnin í frystihúsum hér. (meira…)

Kom fram í Reykjavík heill á húfi

Maður sem leitað var að í gærmorgun í tengslum við umferðarslys sunnan við Stóru Laxá er kominn fram. Björgunarsveitir voru í morgun ræstar út í uppsveitum Árnessýslu til leitar að ökumanni bifreiðar sem fannst í skurði skammt sunnan við Stóru Laxá. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.