Markaðssetning háð orkuöflun

Jón Hjaltalín Magnússon, forstjóri Arctus, segir óljóst hvenær orkusamningar geti legið fyrir vegna Áltæknigarðsins í Ölfusi. Markaðssetning erlendis á Áltæknigarðinum til að laða að fyrirtæki í fullvinnslu áls hingað er háð því að orkusamningar liggi fyrir. „Við þurfum aðeins 100 MW i fyrsta hluta álversins með 60,000 tonna ársframleiðlslu. Þessi orka skilst mér að sé […]

Pólskur fæðingarlæknir til starfa

Pólskur fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, Robert W. Gardocki, hefur tekið til starfa á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Hann mun fyrst um sinn starfa sem afleysingalæknir á sjúkrahúsinu og vera með móttöku þar. (meira…)

Stórleikur í Höfninni

Íslandsmótið í körfubolta hefst í kvöld, fimmtudagskvöld, en í 1. umferð Iceland-Express deildarinnar tekur Hamar á móti Tindastól í Hveragerði. Á morgun er hins vegar stórleikur í Þorlákshöfn þegar Þór tekur á móti FSu í fyrstu umferð 1. deildar. (meira…)

Tæpar 82 milljónir í biðlaun alþingismanna

Í frumvarpi til fjáraukalaga, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, kemur fram að áætlað er að greiðslur vegna biðlauna alþingismanna, sem hættu þingmennsku eftir kosningarnar í vor, séu áætlaðar 81,5 milljónir króna á þessu ári. Meðtalið í þeirri fjárhæð er þingfararkaup og fastar greiðslur frá 13. maí til 31. maí. (meira…)

Bakkafjörmálið

Það er athyglisvert að áður en framkvæmdir hefjast við Bakkafjöru skuli vera búið að fresta því hvenær siglingar ferjunnar skuli hefjast. Er það ekki svolítið bagalegt að tafir verði á framkvæmd áður en hún hefst? (meira…)

Enn bætist við skemmtidagskrá Verslunarballsins

Á laugardaginn verður Verslunarmannaballið haldið í Höllinni en ballið verður einkar glæsilegt í ár. Hljómsveitin Vinir vors og blóma munu leika fyrir dansi en auk þess verða glæsileg skemmtiatriði, m.a. atriði úr Tinu Turner sýningunni, Ingó Idol og Sæþór og Arndís Ósk. Þá eru enn að bætast við skemmtiatriði en Björk Jakobsdóttir, Sellófonleikonan mun skemmta […]

Samþykkt að auka stofnfé Sparisjóðsins

Fundur stofnfjáreigenda í Sparisjóði Vestmannaeyja fór fram í gærkvöldi en fyrir lá tillaga stjórnar sjóðsins um að auka stofnfé hans um allt að einn milljarð króna. Tillagan var samþykkt og verða 350 milljónir króna boðnar út fyrir næstkomandi áramót til núverandi stofnfjáreigenda. (meira…)

Enginn sótt um flutningsstyrki

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, upplýsti á Alþingi í gær að engar umsóknir hefðu borist að undanförnu um flutningsstyrki þrátt fyrir mikla umræðu um tilvist þeirra að undanförnu í fjölmiðlum. (meira…)

Sýknaður af gáleysisakstri

Ökumaður, sakaður um gáleysisakstur, var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands. Í janúar á þessu ári ók maðurinn á gangandi vegafarenda við Austurveg á Selfossi. (meira…)

Sjoppueigandi handtekinn

Lögreglumenn á Selfossi handtóku sjoppueiganda á Selfossi fyrir að selja svokallað snuff-neftóbak í síðustu viku en það er ólöglegt hér á landi. Rekstri söluturnsins hefur verið hætt í kjölfarið, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.