Vatnslaust vegna viðgerða

Vatnslaust varð á Selfossi í um fjórar klukkustundir síðastliðið föstudagskvöld vegna viðgerða í Selfossveitum. Stóðu þær lengur en áætlað var en verið var að vinna í tengirými við miðlunartank og aðveitu frá Laugardælum, segir Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Selfossveitna. (meira…)

Sindri leikmaður ársins hjá KFS

Lokahóf KFS var haldið hátíðlegt síðasta laugardag í Glerskálanum í eyjum. Ekki var nægjanlega góð mæting, eins og sagt er, fámennt en góðmennt. Byrjað var á Íþróttamóti í Týsheimilinu, svo var púðrað sig til og mættu margir til Hjalta og Trausta í fyrirpartý. Svo á leiðinni í Glerskálan þar sem ljúffengur matur var borðaður við […]

Upp næsta sumar

Íslandsmótinu í knattspyrnu er nú lokið. Mikil spenna var í lokin bæði í meistaradeild og fyrstu deild. Því miður náði ÍBV ekki því markmiði að komast í meistaradeild þótt litlu munaði. Auðvitað er endalaust hægt að velta því fyrir sér ef þessi eða hinn leikurinn hefði farið öðruvísi þá hefði liðið komist upp. (meira…)

Eflum landsbyggðina

Flestir eru örugglega sammála því að nauðsynlegt er að byggð haldist um land allt.Skerðing þorskkvótans skapar víða mikið vandamál í sjávarbyggðum á landsbyggðinni. Við blasir að fólk mun missa sína vinnu að óbreyttu. (meira…)

Grunsamleg gjöf

Sprautur, 49 steratöflur og 60 lyfjatöflur fundust inn í útvarpstæki á Litla-Hrauni á dögunum. Gestkomandi á Hrauninu hugðist færa fanga tækið en fangaverðir töldu það nokkuð grunnsamlegt, segir í dagbók Selfosslögreglu. (meira…)

Ráðist gegn reykspóli

Selfosslögregla boðar hertar aðgerðir gegn reykspóli á vegum og bílastæðum á Selfossi. Um helgina var einn ökumaður kærður fyrir slíkt og einnig sektaður fyrir að vera með slitna og óhæfa hjólbarða undir bíl sínum. (meira…)

Greiðir fórnarlambinu 470 þúsund

Liðlega þrítugur Selfyssingur var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hrottalega líkamsárás og fyrir að aka sviptur ökuréttindum. Honum er einnig gert að greiða fórnarlambi sínu 470 þúsund krónur í miskabætur og 60 þúsund króna sekt í ríkissjóð. (meira…)

Starfsmenn sigruðu SS fyrir dómi

Sláturfélag Suðurlands á Selfossi braut kjarasamninga með því að neita að greiða starfsmönnum, sem búa lengra en 12 kílómetra frá vinnustaðnum, fyrir akstur alla vegalendinga á milli heimilis og vinnu. Fyrirtækið vildi aðeins greiða fyrir þann hluta sem var umfram 12 kílómetra en á það var ekki fallist í Félagsdómi, þar sem dómur var kveðinn […]

Rúnar Júl á �?tlaganum

Rúnar Júlíusson og hljómsveit hans hélt uppi gargandi stemningu á Útlaganum á laugardag. Skoða myndir. (meira…)

�?rír bílar skemmdir og áfengi stolið af veitingastað

Fjögur eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglu um helgina, þar af voru þrír bílar skemmdir. Á laugardagsmorgun barst lögreglunni í Vestmannaeyjum tilkynning um að tvær bifreiðar hefðu verið skemmdar á bílastæði Hamarsskólans en hliðarspeglar höfðu verið skemmdir. Ekki er vitað um hverjir voru þarna að verki og hvetur lögregla þá sem einhverjar upplýsingar hafa um málið […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.