Eyjamenn fögnuðu sigri en sitja eftir með sárt ennið

Eyjamenn sitja eftir með sárt ennið í 1. deild og sjá á eftir Fjölni, Þrótti og Grindavík upp þrátt fyrir að hafa lagt öll þessi lið að velli síðustu vikur. Eyjamenn unnu síðasta leik sinn í 1. deildinni með því að leggja Fjölni að velli, 4:3 í bráðskemmtilegum leik en það dugði ekki til því […]

Lýst eftir lausum störfum

Vinnumálastofnun á Suðurlandi lýsir eftir lausum störfum á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Hvetur stofnunin fyrirtæki til þess að hafa samband við aðalskrifstofuna á Selfossi s. 480-5000 og láta vita af lausum störfum sem unnt er að benda atvinnuleitendum á. (meira…)

Ljósbrot í ískristöllum í háskýjum

Forsíðumynd Vaktarinnar tók Óskar Pétur Friðriksson. Myndin er af sérkennilegum ljósgeislum sólarinnar sem prýddu himininn í stutta stund á þriðjudag. Óskar sendi Sigurði Ragnarssyni, veðurfréttamanni á Stöð 2 myndirnar og fékk greiningu á fyrirbærinu. Um er að ræða ljósbrot í ískristöllum í háskýjum sem verður til þess að það sé eins og geislar sólarinnar séu […]

Sævar �?ór bestur og markakóngur deildarinnar

Á þriðja hundrað manns voru í lokahófi knattspyrnudeildar Selfoss sem þótti takast afar vel. Sævar Þór Gíslason var valinn leikmaður ársins. Hann var einnig markakóngur deildarinnar með hvorki fleiri né færri en 20 mörk í sumar. (meira…)

Fjölnismenn mættir til Eyja

Í dag klukkan 17.15 leikur ÍBV gegn Fjölni í síðasta leik 1. deildar en möguleiki á sæti í úrvalsdeild felst í sigri og að Reynir Sandgerði leggi Þrótt að velli. Allir leikir umferðarinnar fara fram á sama tíma og lið verða því að mæta til leiks, ekki er möguleiki að fresta leiknum. Hins vegar er […]

Bæjarstjórn Vestmannaeyja býður fyrirmynd að viðræðugrundvelli

Ef kvótaskerðing stjórnvalda Hafrannsóknastofnunar gengur eftir í þrjú ár eins og ætlað er a.m.k. þá nemur skerðing tekna og efnahagsleg áhrif um 10 milljörðum króna aðeins í Vestmannaeyjum, þessari stærstu verstöð landsbyggðarinnar. Bæjarstjórn Vestmannaeyja brást skjótt við og lét vinna mjög faglega úttekt á áhrifum skerðingarinnar og bauð síðan upp á viðræður við stjórnvöld til […]

Andri stigameistari og efnilegasti kylfingur ársins

Nú er lokið Kaupþingsmótaröð unglinga í golfi og verðlaunaafhending fór fram í Laugardagshöllinni laugardaginn 22. september sl.Andri Már Óskarsson úr GHR varð stigameistari unglinga 16 til 18 ára. Þetta er frábær árangur hjá Andra Má þar sem hann er á fyrsta ári í þessum aldurshóp. (meira…)

Verkefninu lýkur um helgina

Nú er hver að verða síðastur til að taka þátt í verkefninu fjölskylan á fjallið í ár. Þau fjöll sem HSK tilnefndi í ár eru Þórólfsfell í Fljótshlíð og Langholtsfjall í Hrunamannahreppi. Á fjöllunum eru gestabækur sem fólk er beðið um að skrifa sig í ásamt heimilisfangi og/eða símanúmeri. (meira…)

Frítt á leikinn á morgun

Glitnir og Eignarhaldsfélagið Fasteign bjóða Eyjamönnum og gestum frítt á leik ÍBV og Fjölnis á morgun kl. 17.15. Kl.16.30 mun Þorkell Sigutjónssson taka fyrstu skóflustunguna að nýju knattspyrnuhúsi við Týsheimilið, ásamt nokkrum iðkendum af yngstu kynslóðinni hjá ÍBV. Þar á undan eða klukkan 15.00 fer fram í sal 2 í Íþróttamiðstöðinni lokahóf yngri flokkanna fyri […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.