æða hjá Árborg

er ástandið komið í eðlilegt horf. Ég er með góðan hóp starfsmanna og með námskeiði í mannlegum samskiptum viljum við byggja hópinn enn betur upp (meira…)
Heimaey ehf opnaði í dag

Guðjón Hjörleifsson, fyrrverandi bæjarstjóri og alþingismaður, opnaði í dag nýtt fyrirtæki, Heimaey ehf – þjónustuver við Strandveg. Fyrirtækið er með umboð fyrir tryggingafélagið Vörð og mun einnig sinna fasteigna- og skipasölu. Guðjón og Rósa Guðjónsdóttir, eiginkona hans voru að taka á móti gestum þegar blaðamann bar að. (meira…)
Sveit Grunnskóla Vestmannaeyja hefur keppni í dag

Í dag hefst Norðurlandamót grunnskólasveita í skák en mótið er haldið í Örsundsbro í Svíþjóð. Grunnskóli Vestmannaeyja sendir eina sveit í mótið og hana skipa þeir Nökkvi Sverrisson á fyrsta borði, Alexander Gautason á öðru borði, Sindri Freyr Guðjónsson á þriðja borði, Hallgrímur Júlíusson á fjórða borði og varamaður er Kristófer Gautason. Mótið stendur fram […]
Enn er von eftir góðan útisigur

ÍBV er nú aðeins fjórum stigum á eftir Fjölni eftir leiki kvöldsins í 1. deild en ÍBV lagði Njarðvík að velli 1:3 á útivelli. Reyndar á Fjölnir leik til góða gegn Grindavík á útivelli og verður sá leikur leikinn 18. september næstkomandi. Sigur ÍBV var mjög sannfærandi og hefði í raun átt að vera stærri […]
Hólagata 35 fallegasta húsið

Umhverfisviðurkenningar Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyjabæjar og Rotaryklúbbsins voru veittar nú síðdegis. Um var að ræða þrjár viðurkenningar, snyrtilegustu götuna, snyrtilegasta fyrirtækið og snyrtilegasta húseignin. Húsið við Hólagötu 35 var valið snyrtilegasta húseignin en þar búa þau Ingibjörg Ólafsdótitr og Sigurður Þór Ögmundsson. (meira…)
�?rn fjórfaldur Íslandsmeistari

Meistaramót Íslands 15 – 22 ára var haldið að Laugum í Þingeyjarsýslu helgina 25.-26. ágúst sl. Frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss sendi vaska sveit til leiks og stóðu þau sig öll með mikilli prýði. Sex gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun, fern bronsverðlaun og eitt HSK met var afrakstur helgarinnar. Þá keppti einn keppandi undir merkjum HSK og vann ein […]
Barkus til Hamars

Kvennalið Hamars í körfubolta hefur fengið góðan liðsstyrk en félagið hefur samið við bandaríska leikmanninn La Kiste Barkus. Barkus lék með Keflavík síðari hluta tímabilsins 2005 – 2006 og þekkir því íslenska körfuboltann. (meira…)
Nýr 11 km vegur með 200-300 bíla umferð

Matsáætlun Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir 200-300 bíla umferð á Bakkafjöruvegi, nýjum 11 km löngum vegi frá þjóðvegi 1 að ferjuhöfn í Bakkafjöru. Þetta kemur fram í tillögu að matsáætlun vegna Bakkafjöruhafnar, Bakkafjöruvegar og efnistöku á Seljalandsheiði og úr Markarfljótsaurum, sem Vegagerðin og Siglingastofnun hafa birt. Almenningur getur nú kynnt sér tillöguna á vef Vegagerðarinnar en […]
Hundrað erlendir gestir á samráðsþingi

Í tilefni aldarafmælis landgræðslustarfs á Íslandi efndi Landgræðsla ríkisins til alþjóðlegs samráðsþings um jarðvegsvernd, samfélög og hnattrænar breytingar á Selfossi. Þingið hófst sl. föstudag og lauk í gær. (meira…)
Ferðum Herjólfs seinkar í dag

Seinkun verður á ferðum Herjólfs í dag vegna bilunar. Á afgreiðslu Herjólfs fengust þær upplýsingar að allar ferðir skipsins yrðu farnar eins og áætlun gerði ráð fyrir. (meira…)