�?gnaði gestum með hnífi og braut rúðu í vitlausu húsi

Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í nógu að snúast í síðustu viku. Meðal annars var lögreglan kölluð út rétt um miðnótt laugardags en þá hafði maður ógnað fólki með hnífi og brotið rúðu. Gaf maðurinn þá ástæðu að gestir á heimili hans hafi neitað að fara út og hafi það endað með átökum á milli hans […]
Gunnar Heiðar fær ekki háa einkunn eftir fyrsta leikinn

Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék í fyrsta sinn sem norska liðinu Vålerenga í gær er liðið sigraði Start, 3:2, á heimavelli á Ullevaal í Ósló. Árni Gautur Arason var í marki Vålerenga en Jóhannes Harðarson var í leikmannahópi Start en kom ekki við sögu. Gunnar Heiðar fór af leikvelli á 66. mínútu en hann fær ekki […]
200-300 bíla umferð á dag vegna Bakkafjöruhafnar

Gert er ráð fyrir 200-300 bíla umferð á Bakkafjöruvegi, sem verður ríflega ellefu kílómetra langur frá þjóðvegi eitt að fyrirhugaðri ferjuhöfn í Bakkafjöru. Þar af verða um 5% þungaflutningar. Þetta kemur fram í drögum að tillögu að matsáætlun vegna Bakkafjöruhafnar, Bakkafjöruvegar og grjótnáms á Hamragarðaheiði í Rangárþingi eystra, sem Vegagerðin hefur birt. (meira…)
Banastuð á busaballi

Liðlega fimm hundurð ungmenni skemmtu sér á árlegu busaballi Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands í Þingborg í gærkvöldi. Páll Óskar tróð upp og var stemningin á dansgólfinu svakaleg. Skoða myndir. (meira…)
�?gmundur Jónasson vill skoða réttindi starfsfólks sjúkrahúsa

Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að í gær hafi borist á sitt borð samningur íslensks sjúkraliða sem starfi hjá starfsmannaleigu, sem hvorki standist landslög né lágmarkskjör. Hann segir fulla ástæðu til að skoða hvort réttindi íslenskra, jafnt sem erlendra, starfsmanna sjúkrahúsanna séu virt, en málið verður tekið upp í félagsmálanefnd Alþingis á […]
Álsey VE 2 komin til heimahafnar í fyrsta sinn

Síðdegis í dag kom nýtt skip Ísfélagsins til heimahafnar í fyrsta sinn eftir siglingu frá Kanaríeyjum, þaðan sem skipið var keypt. Heimsiglingin gekk vel en næstu daga verður unnið að smávægilegum endurbótum áður en skipið heldur til veiða. Skipstjóri á hinu nýja skipi verður Eyjamaðurinn Ólafur Á. Einarsson. (meira…)
Fjölmenni í Brúarhlaupi Selfoss

Um 450 manns tóku þátt í árlegu Brúarhlaupi Selfoss í dag. Valur Þórsson sigraði í hálfmaraþonhlaupi karla, annar var Birkir Marteinsson og Guðmann Elísson varð þriðji en allir eru þeir í ÍS. (meira…)
Húsnæðisvandi leystur

Árlegt busaball Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands verður haldið í Þingborg í kvöld. Það var á hrakhólum eftir að skemmtistaðnum Tony´s County í Ölfusi var lokað á þriðjudag í kjölfar rassíu fíkniefnalögreglu og heilbrigðiseftirlitsins. (meira…)
Mótorhjólamaður slasaðist

Ökumaður bifhjóls var fluttur slasaður á Heilbrigðisstofnun Suðurlands eftir að hann ók aftan á bifreið á Austurvegi á Selfossi í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu stöðvaði bifreiðin skyndilega við gangbraut og við það varð óhappið. (meira…)
Nýtt skip Ísfélagsins væntanlegt síðdegis í dag

Álsey VE 2, uppsjávartogskipið sem Ísfélagið keypti nýlega, er væntanlegt til Vestmannaeyja frá Kanaríeyjum síðdegis í dag, laugardag. Skipið var smíðað árið 1987 í Flekkefjord í Noregi og er vel búið tækjum. Það er 65,65 metra langt og 12,60 metra breitt og burðargeta þess er um 2.000 tonn í 9 tönkum með öflugu kælikerfi. Ólafur […]