Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék í fyrsta sinn sem norska liðinu Vålerenga í gær er liðið sigraði Start, 3:2, á heimavelli á Ullevaal í Ósló. Árni Gautur Arason var í marki Vålerenga en Jóhannes Harðarson var í leikmannahópi Start en kom ekki við sögu. Gunnar Heiðar fór af leikvelli á 66. mínútu en hann fær ekki háa einkunn hjá netmiðlinum Nettavisen eða alls 4 af 10 mögulegum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst