Guðrún Halla æskulýðsfulltrúi

Guðrún Halla Jónsdóttir hefur verið ráðinn íþrótta og æskulýðsfulltrúi Rangárþings ytra og Ásahrepps. Hún mun hefja störf í næstu viku en um er að ræða nýja stöðu hjá téðum sveitarfélögum. Alls sóttu tíu manns um stöðuna. (meira…)
Steinunn verkefnisstjóri

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, frá Hvolsvelli, er tekin við af Jóni Hjartarsyni, forseta bæjarstjórnar Árborgar, sem verkefnisstjóri Fræðslunets Suðurlands. Hún var í hópi sautján umsækjenda um stöðuna. (meira…)
Brotist inn í fjögur fyrirtæki og tvö fíkniefnamál

Brotist var inn í fjögur fyrirtæki í Gagnheiði í síðustu viku. Innbrotin áttu sér stað aðfaranótt þriðjudags en starfsmenn urðu þess varir að ekki var allt með felldu þegar þeir komu til vinnu á þriðjudagsmorgun. Fyrirtækin sem brotist var inn í voru Blikk, JÁ-Verk, TAP og Smíðandi. Öll eru fyrirtækin nærri hvert öðru. (meira…)
Hatta og kjólamót kvenna á morgun

Á morgun, miðvikuaginn kl.17:00 verður haldið níu holu mót fyrir konur þar sem tvær og tvær konur spila saman betri boltann. Allra handanna glæsileg verðlaun fyrir ótrúlegustu tilþrif (meira…)
Afpanta þarf með lengri fyrirvara

Fyrir bæjarráði Vestmannaeyja í dag lá fyrir minnisblað frá Eimskip varðandi tillögur að sölureglum á farmiðum til farþega Herjólfs. Bæjarráð samþykkti umbeðnar breytingar, þó með þeim breytingum að í stað þess að miðar séu ekki endurkræfir tvo sólarhringa fyrir brottför og verði miðað við lokun skrifstofu tveimur dögum fyrir brottför. (meira…)
Bíll stórskemmdur

Í gær sögðum við frá því að skemmdir voru unnar á Skanssvæðinu af því að talið er eftir klukkan fimm síðdegis á sunnudag og mjög líklega seint um kvöldið eða aðfararnótt mánudags.Þessi bíll varð einnig fyrir barðinu á skemmdarvörgum þar sem hann stóð í Fiskiðjuportinu. (meira…)
ÍBV búið að fá einkaleyfi á Húkkaraballi

ÍBV íþróttafélag hefur nú tryggt sér einkaleyfi á nafninu Húkkaraball. Félagið sótti um einkaleyfi fyrir þremur nöfnum sem tengjast öll hátíðahöldunum í Herjólfsdal í byrjun ágúst en það voru auk Húkkaraballs orðin Þjóðhátíð og Brekkusöngur. Félagið fékk hins vegar synjun á einkaleyfi fyrir notkun á tveimur síðarnefndu orðunum. (meira…)
Tilboð Stillu í Vinnslustöðina útrunnið

Tilboð Stillu í allt hlutafé Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, rann út klukkan 16 í dag. Ekki liggur fyrir hve margir hluthafar hafa samþykkt tilboðið. Barátta um eignarráð yfir Vinnslustöðinni hefur staðið yfir síðan í vor en um miðjan apríl gerðu heimamenn, sem samtals eiga ríflega helmingshlut í Vinnslustöðinni, yfirtökutilboð í félagið á genginu 4,6. Í lok […]
Kveikt í bílhræjum og málningu úðað á bifreiðar

Um kl. 22 á föstudag sáu lögreglumenn á eftirlitsferð svartan reyk stíga upp af gámsvæði við Hrísmýri á Selfossi. Þegar betur var að gáð hafði verið kveikt í bílhræjum Lögreglumenn náðu skömmu síðar þremur unglingum á aldrinum 14 til 17 ára sem grunaðir voru um íkveikjuna. Þeir voru handteknir og færðir á lögreglustöð þar sem […]
Fjölmargir verðlaunahafar í HSK liðinu

Tíunda Unglingalandsmót UMFÍ fór fram á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Fimmtíu og fimm keppendur tóku þátt í mótinu af sambandssvæði HSK og kepptu í frjálsíþróttum, golfi, glímu, hestaíþróttum, skák, sundi, knattspyrnu og körfuknattleik. Keppendur HSK náðu í verðlaunasæti í öllum greinum nema hestaíþróttum. H fór fram á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. (meira…)