Sögusetrið 1627 í Einarsstofu í dag

Liðlega 40 mættu í göngu Sögusetursins 1627 í gær sem var upphitun fyrir dagskrá í Einarsstofu í dag kl. 13.00. Komið var saman við Landakirkju og nokkrir þættir úr sögu hennar ræddir. Gengið að Stakkagerðistúni að minnisvarða um Guðríði Símonardóttur. Þá var gengið á Skansinn þar sem rætt var um ýmsa sögulega þætti Tyrkjaránsins. Boðið […]
Opnað fyrir úthlutun lóða á morgun

Hvítu tjöldin eru ómissandi hluti af Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og rís feiknar tjaldborg ár hvert í Dalnum. Eins og síðustu ár hefur úthlutun lóða farið fram rafrænt. Opnað verður fyrir lóðaumsóknir á morgun inn á dalurinn.is. Mikilvægt er að fylla út allar upplýsingar sem beðið er um og nauðsynlegt að vita nákvæma breidd á tjaldinu. […]
Heimahöfn Eyjamanna á Facebook

Hópurinn Heimaklettur á Facebook telur nú tæplega 13.500 meðlimi eða rétt þrefalda íbúatölu Vestmannaeyja. Flestir sem eru í hópnum búa á Íslandi en þar er einnig fólk sem býr erlendis og sumt langt í burtu eins og í Ástralíu. Hópurinn var stofnaður 18. júlí 2012 af Ólafi Guðmundssyni, sem oftast er kallaður Óli. Hann hefur […]
PBT, SZK og Ingi Bauer á Húkkaraballinu

Hið fræga Húkkaraball verður á sínum stað á fimmtudeginum fyrir Þjóðhátíð og er miðsalan hafin og í fullum gangi. Í ár verður ballið í portinu við Strandveg þann 1. ágúst frá 23:00 til 04:00. Dagskrá húkkaraballsins er ekki af verri endanum í ár en fram koma PBT, Issi, Gemil, SZK, Hugo og Nussun, Háski, Ingi […]
Eyjakonur á góðri siglingu

ÍBV vann sinn þriðja leik í röð þegar stelpurnar unnu ÍR, 3:0, á Hásteinsvelli í gærkvöldi. Natalie Viggiano og Viktorija Zaicikova komust báðar á blað fyrir ÍBV eftir að Anna Bára Másdóttir skoraði sjálfsmark. ÍR er í neðsta sæti deildarinnar með fjögur stig en ÍBV er í því fimmta með 16 stig. Staðan: L Mörk […]
Tyrkjaránsdagar í dag og á morgun

Sögusetrið 1627 í Vestmannaeyjum mun að venju í júlímánuði bjóða upp á dagskrá sem tengist Tyrkjaráninu 1627. Á þessu ári eru liðin 397 ár frá því að ræningjar frá Alsír komu hingað til Vestmannaeyja þar sem þeir rændu, rupluðu, drápu 36 íbúa og tóku 242 manneskjur með sér á þrælamarkaði í Alsír. Þessir atburðir mörkuðu […]
Litið inn í Herjólfsdal með Halldóri B.

Halldór B. tók snúning um Eyjuna og myndaði meðal annars mannlífið í Herjólfsdal. Nóg er um að vera þar og undirbúningur fyrir Þjóðhátíð í fullum gangi. Mannvirkin eru mörg hver komin upp og verið er að mála regnbogabrúna. Myndbandið má sjá hér að neðan. Lagið undir myndbandinu er Sumarkvöld og er flutt af Grétari Örvarssyni. […]
Forsölu lýkur í kvöld

Nú eru aðeins tvær vikur í 150 ára stórafmæli Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum og verður öllu til tjaldað í tilefni þeirra tímamóta. Aðeins eru nokkrir klukkutímar til stefnu þar til að forsölu á þjóðhátíðarmiðum lýkur á miðnætti í kvöld. Hægt er að tryggja sér miða inn á dalurinn.is (meira…)
Þórhallur sendir frá sér fimmtu ljóðabókina

Ljóðabókin, Um yfirvegaðan ofsa eftir Þórhall Helga Barðason er fjölbreytt að að efnisvali, allt frá stuttum einlægum ástarljóðum og tileinkunum í langa absúrd prósa. Glens er ekki langt undan. Allir ættu að fá eitthvað við sitt hæfi. Hér er velt upp stórum sem smáum spurningum um lífið og tilveruna. Bókin kom út í sumar en Þórhallur […]
Molda með nýjan slagara

„Hér er á ferðinni óheflað þjóðhátíðarrokk af gamla skólanum“ segir Helgi Tórshamar, aðalgítarleikari hljómsveitarinnar Moldu, um nýtt lag hljómsveitarinnar. Lagið heitir Í hálfa aðra öld og kom út á Spotify í gær. Lag og texti er eftir Moldu, en Sævar Helgi Geirsson og Kristín Viðja hjálpuðu til með textagerð. Viðja syngur bakraddir, og stórvinur hljómsveitarinnar, […]