Á fjórða hundrað skrifað undir

Líkt og greint var frá í byrjun vikunnar hér á Eyjafréttum var sett af stað undirskriftasöfnun vegna fyrirhugaðra framkvæmda við og á Eldfelli. Til stendur að reisa þar göngustíg og minnisvarða til minningar um að 50 ár voru liðin frá eldsumbrotum á Heimaey í fyrra. „Mótmæli gegn fyrirhugaðri röskun á Eldfelli vegna listaverks. Við undirrituð […]
Gráa og fjólubláa liðið mættust í Stjörnuleiknum

Hinn árlegi stjörnuleikur í handbolta fór fram nú fyrr í kvöld þegar gráa og fjólubláa liðið keppti til leiks. Stjörnuleikurinn er orðinn fastur liður í aðdraganda jóla hér í Eyjum, en leikurinn fór fram í íþróttahúsinu fyrir fullum sal og ríkti mikil gleði á meðal áhorfenda og leikmanna. Dómgæslu sáu Sindri Ólafsson og Bergvin Haraldsson […]
Þurftu að kalla til aðra þyrlu

Eyjamenn hafa margir hverjir orðið varir við tíðar þyrluferðir yfir Heimaey síðastliðinn sólarhring. Nú síðast síðdegis í dag. „Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út til Eyja í gærkvöld til að annast sjúkraflug. Þegar TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, var á heimleið frá Vestmannaeyjum kom upp bilun í þyrlunni og í kjölfarið varð að kalla út aðra þyrlu, TF-EIR, […]
Þjótandi bauð best í jarðvinnu á Hásteinsvelli

Fyrr í mánuðinum voru opnuð tilboð í jarðvinnu og lagnir við endunýjun Hásteinsvallar. Fram kemur í fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja að tvö tilboð hafi borist í verkið, en bjóða þurfti verkið út aftur vegna þess að eina tilboðið sem barst áður þótti of hátt. Tilboðin sem nú bárust voru annars vegar frá Þjótanda ehf. […]
Trölli lætur gott af sér leiða

Trölli hefur nú í annað sinn safnað fé til styrktar góðgerðarmálum fyri jólin. Í ár valdi hann að styðja félagið Gleym mér ei , sem veitir aðstoð og stuðning þeim sem upplifa missi á meðgöngu, í eða eftir fæðingu. Markmið félagsins er að heiðra minningu þeirra litlu ljósa sem slokkna með því að styrkja málefni […]
Skattabreytingar á árinu 2025

Um áramót taka gildi ýmsar skattabreytingar sem snerta bæði heimili og fyrirtæki í landinu. Í flestum tilfellum er um að ræða verðlagsuppfærslur, almennt minni en samsvarar verðbólgu liðins árs, segir í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Barnabótakerfið verður styrkt með auknum stuðningi við barnafjölskyldur og frá 1. janúar 2025 verða barnabætur einnig fyrirframgreiddar á fæðingarári […]
Fjárhagsáætlun – Staðan verður áfram sterk

„Gert ráð fyrir að staða bæjarsjóðs Vestmannaeyja verði áfram traust. Í fjárhagsáætluninni er lögð áhersla á ábyrga fjármálastjórn, þar sem gætt verður aðhalds í rekstri bæjarins og varlega áætlað um tekjur. A-hluti bæjarsjóðs er skuldlaus við fjármálastofnanir. Útsvar er stærsti einstaki tekjuliður bæjarfélagsins. Við gerð áætlunarinnar um útsvar er byggt á lokaspá fjármálastjóra bæjarins um […]
Fjörtíu ár frá strandi Sæbjargar VE 56

Fjórtán manna áhöfn bjargað við illan leik í björgunarstól „Fjörtíu ár í dag. Strönduðum við Stokksnes, í fárviðri, á Sæbjörgu VE 56. Vorum á leið heim í jólafrí. Vorum dregnir í land,130 metra, í björgunarstól. Það sem skipti öllu máli er að við, 14 menn , komumst allir af við illan leik.“ skrifaði Stefán Geir […]
Allra besta jólagjöfin

Í aðdraganda jóla er mikilvægt að staldra við og huga að því hvað í raun skiptir máli. Börnin okkar vaxa úr grasi og þroskast hratt og þar á meðal málþroskinn. Börn læra þó ekki orð af sjálfu sér, við þurfum að kenna þeim orðin og er það hlutverk okkar fullorðinna að ýta undir málþroska barnanna […]
Stórar framkvæmdir en lítil umræða

Framundan eru stórar og kostnaðarsamar framkvæmdir í sveitarfélaginu, lagning gervigras á Hásteinsvöll og nýir búningsklefar við íþróttahúsið. Eðlilega sýnist sitt hverjum, stórar framkvæmdir eru oft umdeildar. Við bæjarbúar hljótum öll að vera sammála því að vel þarf að fara með það fjármagn sem við höfum til rekstrar sveitarfélagsins, enda peningar sem við öll höfum lagt […]