Orgelsjóður Landakirkju

Fyrsta orgel Landakirkju var gefið af dönskum kaupmanni, Johan Peter Thorkelin Bryde, og var það svokallað harmoníum. En það er orgel sem myndar tón á svipaðan hátt og harmonikka. Það er fótstigið til að mynda loft fyrir raddirnar. Það orgel er að finna á Byggðasafninu í Vestmannaeyjum. Árið 1896 var orgel Sigfúsar Árnasonar, fyrsta organista […]
Gjafasöfnun fyrir jólin

Foreldramorgnar Landakirkju, í samstarfi við Bókasafn Vestmannaeyja standa nú fyrir gjafasöfnun fyrir þá sem þurfa á stuðningi að halda yfir jólin. Fólk er hvatt til þess að kaupa aukagjöf fyrir jólin í ár og koma henni fyrir undir jólatréinu á Bókasafninu. Prestar Landakirkju munu í framhaldinu sjá um að koma gjöfunum í hendur þeirra sem […]
Gular viðvaranir í gildi

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs fyrir Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Suðausturland og Miðhálendi. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi kl. 14:00 í dag og gildir til miðnættis. Í viðvörunarorðum segir: Suðaustan 15-23 m/s og snjókoma. Búast má við skafrenningi og lélegum aksturskilyrðum. Færð gæti spillst, einkum á fjallvegum. Viðvörun frá Herjólfi […]
Ljósin tendruð á jólatrénu á Stakkó – myndir

Það var glatt á Hjalla þegar kveikt var á Jóatrénu á Stakkagerðistúni í gær. Veðrið lék við nærstadda á meðan Lúðrasveit Vestmannaeyja lék létt jólalög og Litlu lærisveinar undir stjórn Kitty Kovács sungu. Þá sögðu Erlingur Guðbjörnsson formaður framkvæmda- og hafnarráðs og Guðmundur Örn Jónsson prestur nokkur orð. Það kom svo í hlut Móniku Hrundar […]
Nýr orgelsjóður og 100 ára afmæli KFUM

Sunnudaginn 1.desember, fyrsta sunnudag í aðventu, verður nýr orgelsjóður kynntur til leiks í guðsþjónustunni kl. 13.00. Matthías Harðarson formaður sjóðsins mun kynna sjóðinn fyrir kirkjugestum og fólki gefst færi á að skrá sig í áskrift hjá sjóðnum á staðnum, en einnig verður hægt að skrá sig seinna og fá nánari upplýsingar hjá Matthíasi. Þann 30. […]
Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni

Þegar áherslur og stefnur stjórnmálaflokkanna eru skoðaðar er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem helst ætlar að standa vörð um landsbyggðina en ekki skattleggja hana út af kortinu eins og vinstri flokkarnir stefna að. Leyfum verðmætum að efla samfélögin þar sem þau eru sköpuð Landsbyggðin greiðir ríflega 80% veiðigjalda og því deginum ljósara að […]
Markmiðið að Kristrún leiði næstu ríkisstjórn

Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi hefur frá árinu 2010 staðið í hringiðu stórra atburða. Var öryggisfulltrúi á Suðurlandi í Eyjafjallagosinu 2010 og Grímsvatnagosinu árið eftir sem bæði höfðu mikil áhrif. Hann bar ábyrgð á öryggi íslenska karlalandsliðsins þegar það reis hæst á EM í Frakklandi 2016 og HM í Rússlandi 2018. […]
Sérstaðan má ekki hverfa

Ýmsar kannanir benda til að Vinstrihreyfingin- grænt framboð sé á mörkum þess að ná þingmanni í Alþingiskosningunum á laugardaginn. Það væri að mínu mati afar skaðlegt fyrir íslenskt samfélag ef hreyfingin fengi engan fulltrúa og talsmenn á Alþingi. Því skora ég á kjósendur að velta vel fyrir sér fyrir hvað Vinstrihreyfingin- grænt framboð stendur og […]
Óska eftir aukafjárveitingu vegna hitalagna

Hitalagnir undir Hásteinsvöll voru til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja árdegis. Bæjarráð fjallaði um erindi frá Ellerti Scheving Pálssyni, f.h. ÍBV-íþróttafélags, þar sem óskað var eftir aukafjárveitingu til að fjármagna hitalagnir undir gervigrasið sem lagt verður á Hásteinsvöll fyrir næsta sumar. Óska eftir 20 milljónum til verksins Fram kemur í erindinu að það sé mat […]
Finnum meðbyr og ekki síst í Vestmannaeyjum

„Þetta var velheppnaður fundur, vel sóttur og gagnlegar umræður sem margir tóku þátt í,“ sagði Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi og lögreglustjóri í Vestmannaeyjum eftir fund efstu manna listans í kjördæminu. Fundurinn var í AKÓGES og með honum voru Heiðbrá Ólafsdóttir, lögfræðingur og kúabóndi sem er í öðru sæti, Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi alþingismaður […]