Kvenfélagið Líkn afhenti í dag stjórnendum Hraunbúða gjafabréf til kaupa á nýrri loftdýnu fyrir heimilisfólk. Gjöfin stuðlar að auknum þægindum og vellíðan þeirra sem þurfa að nota hana. Loftdýnur eru sérhannaðar til að draga úr álagi á húðina og koma í veg fyrir myndun legusára. Kvenfélagið Líkn hefur um árabil verið öflugur bakhjarl samfélagsins í Vestmannaeyjum og lagt sitt af mörkum til velferðarmála með ýmsum hætti. Félagið hefur staðið fyrir fjölmörgum styrkveitingum og gjöfum til stofnana og einstaklinga í bænum og er þessi gjöf enn eitt dæmið um þann hlýhug og samhug sem einkennt hefur starfsemi þess í gegnum árin.
Stjórnendur Hraunbúða tóku við gjöfinni með miklu þakklæti.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst