Minning: Arnar Sighvatsson

Arnar Sighvatsson fæddist 6. ágúst 1934 í Ási í Vestmannaeyjum. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 20. september 2024. Foreldrar Arnars voru Guðmunda Torfadóttir húsmóðir, f. 22. apríl 1905 í Hnífsdal, d. 27. september 1983, og Sighvatur Bjarnason skipstjóri og forstjóri, f. 27. október 1903 á Stokkseyri, d. 15. nóvember 1975. Arnar var einn af ellefu […]
ÁTVR – Ný stjórn og fjölbreytt dagskrá

ÁTVR, Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu, hefur skipað nýja stjórn fyrir starfsárið 2024 til 2025. Stjórnin hefur skipt með sér verkum með það meginmarkmið að styrkja enn frekar starfsemina og efla tengsl Vestmannaeyinga á fasta landinu. Ný stjórn: Formaður: Rúnar Ingi Guðjónsson Varaformaður: Petra Fanney Bragadóttir Gjaldkeri: Hjördís Jóhannesdóttir Ritari: Guðrún Erlingsdóttir Samskiptastjóri: Védís Guðmundsdóttir Næstu […]
Komum gæti fækkað um um 40%

Cruise Iceland, samstarfsvettvangur þeirra sem þjónusta skemmtiferðaskip lýsir yfir verulegum áhyggjum af ákvörðun stjórnvalda um að afnema tollfrelsi skemmtiferðaskipa á hringsiglingum sem taka á gildi 1. janúar nk. Ákvörðuninni hafði verið frestað um eitt ár vegna viðvarana frá Cruise Iceland og fleiri. Nefndarálit meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar mælti fyrir um frestun afnámsins en nú er […]
Hættur í Flokki fólksins

Það er svolítið sérstakt að vera ekki í kosningaslag núna eftir rúmlega 3 ár í Flokki fólksins. Ástæða fyrir brotthvarfi mínu úr flokknum má rekja til nokkurra atburða sem áttu sér stað bæði fyrir síðustu kosningar sem og á kjörtímabilinu, en byrjum á síðustu kosningum. Margir af mínum dyggustu stuðningsmönnum höfðu áhyggjur af því, hvernig […]
Ljósaganga á Eldfell

Á miðvikudaginn næstkomandi verður Bleiki dagurinn haldinn. Krabbameinsfélagið hvetjur landsmenn til að vera bleik – fyrir okkur öll og bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu. Í Vestmannaeyjum stendur til að halda ljósagöngu í tilefni dagsins. „Við stefnum […]
Staðan á Lava Spring baðlóni

Umræða um að reisa eigi nýtt baðlón í Vestmannaeyjum hefur nú verið á lofti í nokkurn tíma. Samkvæmt forsvarsmanni Lava Spring, Kristjáni G. Ríkarðssyni er hugmyndin að reisa 1.400 fermetra baðlón á ofanverðum skansinum. Þann 15. júlí síðastliðinn kynnti forsvarsmaður skipulagsgögn um uppbyggingu Lava Spring fyrir umhverfis- og skipulagsráði í Vestmannaeyjum. Samkvæmt heimildum voru gögnin í kjölfarið kynnt fyrir […]
Mikið um dýrðir á Safnahelgi

Það verður mikið um dýrðir á komandi Safnahelgi enda 20 ár frá því hún var fyrst haldin. Nú er um að gera að taka dagana frá og njóta menningarveislunnar sem framundan er, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Safnahelgin verður dagana 31. október – 3. nóvember. Dagskrá Fimmtudaginn 31. október SAFNAHÚS Kl. 13:30-14:30 Á ljósmyndadeginum sýnum við […]
Karlar í skúrum og góðir gestir

Formleg opnum aðstöðu verkefnisins KARLAR Í SKÚRUM í Vestmannaeyjum verður í sal dagdvalarinnar á Hraunbúðum í dag, föstudaginn 18. október kl. 14.30. Eyjamenn eru hvattir til að mæta og kynna sér verkefnið. Gestir frá Hafnarfirði og Mosfellsbæ mæta og kynna starfsemina í sínum klúbbum. Örn Ragnarsson formaður félags trérennismiða á Íslandi mætir og segir frá […]
Kjördæmisþing Sjálfstæðisflokksins á Selfossi

Kjördæmisþing Sjálfstæðisflokksins verður haldið á Selfossi nk. sunnudag. Á þinginu verður valið á framboðslista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Framundan er snörp kosningabarátta. Þingmál í þágu Suðurkjördæmis Á Alþingi hef ég lagt fram frumvörp, þingsályktanir og fyrirspurnir sem snerta kjördæmið og vil greina hér frá í stuttu máli. Í Vestmannaeyjum vil ég nefna raforkumál, vatnsveitu og […]
Fatagámar RKÍ

1. nóvember næstkomandi mun Rauði krossinn í Vestmannaeyjum hætta móttöku á fatnaði í fatagáma RKÍ sem staðsettir hafa verið norðan við húsnæði Eimskips í Vestmannaeyjum. Samkvæmt hringrásarlögum ber sveitafélögum að taka við söfunun á fatnaði. Rauði krossinn í Vestmannaeyjum vill þakka bæjarbúum kærlega fyrir stuðninginn á liðunum árum og einnig þökkum við Eimskip fyrir þeirra […]