Petar gerir þriggja ára samning við ÍBV

Petar Jokanovic hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Handknattleiksdeild ÍBV. Petar hefur leikið með ÍBV undanfarin tvö tímabil. Hann hefur verið einn af lykilmönnum liðsins. Hann átti meðal annars stóran hlut í sigri liðsins í bikarúrslitunum á síðasta ári, þegar hann fór á kostum og var valinn maður leiksins. Eftir því sem fram […]

Strákarnir taka á móti toppliðinu

ÍBV strákarnir eiga verðugt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar þeir taka á móti Haukum í 13. umferðinni í Olísdeild karla í handbolta. Lið gestana situr í efsta sæti deildarinnar með 19 stig en lið ÍBV í því áttunda með 13 stig. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. […]

Rúnar Kárason til ÍBV

Handknattleiksdeild ÍBV hefur samið við Rúnar Kárason til þriggja ára. Hann mun ganga til liðs við ÍBV eftir yfirstandandi tímabil hjá liði hans Rise-Esbjerg HH í dönsku úrvalsdeildinni. Rúnar er virkilega öflug örvhent skytta sem flestir handknattleiksáhugamenn ættu að kannast við. Hann er fæddur árið 1988, alinn upp hjá Fram í Safamýri en þar lék […]

ÍBV mætir botnliðinu með stuðningsmenn á pöllunum

Fyrsti heimaleikurinn, þar sem áhorfendur verða leyfðir eftir langt bann, verður í dag þegar ÍBV strákarnir fá botnlið ÍR-inga í heimsókn. Leikurinn hefst klukkan 13:30 og verður jafnframt sýndur í beinni útsendingu á ÍBV TV. En ÍR-ingar og dómarar leiksins komu til Eyja á í gær. Eftir því sem fram kemur á facebooksíðu ÍBV þá […]

Eyjapeyjar í yngri landsliðum

HSÍ hefur boðað yngri landslið karla til æfingar 12.-14. mars. ÍBV á alls 10 fulltrú í þessum liðum. Þeir eru Ívar Logi Styrmisson, Arnór Viðarsson, Gauti Gunnarsson, Andrés Marel Sigurðsson, Elmar Erlingsson, Hinrik Hugi Heiðarsson, Ívar Bessi Viðarsson, Kristján Ingi Kjartansson, Nökkvi Guðmundsson og Birkir Björnsson. Æfingarnar fara allar fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímarnir verða […]

FH mætir til Eyja

ÍBV tekur á móti FH í dag í Olísdeild karla. FH situr í öðru sæti deildarinnar með 14 stig eftir tíu leiki en ÍBV í því fimmta með 11 stig eftir níu leiki. Leikmenn FH komu til Eyja í gær og því er ekkert til fyrirstöðu að hefja leik klukkan 13:30. Leikurinn verður í beinni […]

Rúnar Þór kylfingur ársins, Andri Erlingsson efnilegastur

Aðalfundur GV fór fram í gær, 18 febrúar og var að venju valinn efnilegasti kylfingur klúbbsins sem og kylfingur ársins. Rúnar Þór Karlsson var kylfingur ársins en vann hann Meistaramót GV 2020. Andri Erlingsson var valinn efnilegasti kylfingur klúbbsins, hann keppti á stigamótum GSÍ í sumar með góðum árangri ásamt því að hafa orðið klúbbmeistari […]

Mæta Aftureldingu á útivelli

Það er skammt stórra högga á milli í handboltanum þessa dagana hjá strákunum. Eyjamenn mæta í Mosfellsbæ í kvöld liði Aftureldingar sem leikur undir stjórn Gunnars Magnússonar. Afturelding situr í öðru sæti deildarinnar en ÍBV í því sjöunda og hefur leikið einum leik færra. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og hefst […]

Strákarnir taka á móti KA

Karlalið ÍBV mætir KA á heimavelli í dag í frestuðum leiki sem fram átti að fara í gær. ÍBV situr í sjötta sæti deildarinnar með 9 stig en KA í því áttunda með 7 stig en bæði lið hafa leikið 7 leiki. Flautað verður til leiks klukkan 18:00 og er leikurinn í beinni útsendingu á […]

Hlynur Andrésson langhlaupari ársins 2020

Vestmannaeyjahlaup

Hlynur Andrésson (344 stig) og Rannveig Oddsdóttir (285 stig) eru langhlauparar ársins 2020 að mati hlaupara og lesenda hlaup.is. Hlaup.is í samvinnu við Sportís og Hoka stendur nú fyrir vali á langhlaupurum ársins í þrettánda skipti. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn, í gær, laugardaginn 13. febrúar í höfuðstöðvum ÍSÍ í Laugardal. Í öðru sæti […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.