Petar gerir þriggja ára samning við ÍBV

Petar Jokanovic hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Handknattleiksdeild ÍBV. Petar hefur leikið með ÍBV undanfarin tvö tímabil. Hann hefur verið einn af lykilmönnum liðsins. Hann átti meðal annars stóran hlut í sigri liðsins í bikarúrslitunum á síðasta ári, þegar hann fór á kostum og var valinn maður leiksins. Eftir því sem fram […]
Strákarnir taka á móti toppliðinu

ÍBV strákarnir eiga verðugt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar þeir taka á móti Haukum í 13. umferðinni í Olísdeild karla í handbolta. Lið gestana situr í efsta sæti deildarinnar með 19 stig en lið ÍBV í því áttunda með 13 stig. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. […]
Rúnar Kárason til ÍBV

Handknattleiksdeild ÍBV hefur samið við Rúnar Kárason til þriggja ára. Hann mun ganga til liðs við ÍBV eftir yfirstandandi tímabil hjá liði hans Rise-Esbjerg HH í dönsku úrvalsdeildinni. Rúnar er virkilega öflug örvhent skytta sem flestir handknattleiksáhugamenn ættu að kannast við. Hann er fæddur árið 1988, alinn upp hjá Fram í Safamýri en þar lék […]
ÍBV mætir botnliðinu með stuðningsmenn á pöllunum

Fyrsti heimaleikurinn, þar sem áhorfendur verða leyfðir eftir langt bann, verður í dag þegar ÍBV strákarnir fá botnlið ÍR-inga í heimsókn. Leikurinn hefst klukkan 13:30 og verður jafnframt sýndur í beinni útsendingu á ÍBV TV. En ÍR-ingar og dómarar leiksins komu til Eyja á í gær. Eftir því sem fram kemur á facebooksíðu ÍBV þá […]
Eyjapeyjar í yngri landsliðum

HSÍ hefur boðað yngri landslið karla til æfingar 12.-14. mars. ÍBV á alls 10 fulltrú í þessum liðum. Þeir eru Ívar Logi Styrmisson, Arnór Viðarsson, Gauti Gunnarsson, Andrés Marel Sigurðsson, Elmar Erlingsson, Hinrik Hugi Heiðarsson, Ívar Bessi Viðarsson, Kristján Ingi Kjartansson, Nökkvi Guðmundsson og Birkir Björnsson. Æfingarnar fara allar fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímarnir verða […]
FH mætir til Eyja

ÍBV tekur á móti FH í dag í Olísdeild karla. FH situr í öðru sæti deildarinnar með 14 stig eftir tíu leiki en ÍBV í því fimmta með 11 stig eftir níu leiki. Leikmenn FH komu til Eyja í gær og því er ekkert til fyrirstöðu að hefja leik klukkan 13:30. Leikurinn verður í beinni […]
Rúnar Þór kylfingur ársins, Andri Erlingsson efnilegastur

Aðalfundur GV fór fram í gær, 18 febrúar og var að venju valinn efnilegasti kylfingur klúbbsins sem og kylfingur ársins. Rúnar Þór Karlsson var kylfingur ársins en vann hann Meistaramót GV 2020. Andri Erlingsson var valinn efnilegasti kylfingur klúbbsins, hann keppti á stigamótum GSÍ í sumar með góðum árangri ásamt því að hafa orðið klúbbmeistari […]
Mæta Aftureldingu á útivelli

Það er skammt stórra högga á milli í handboltanum þessa dagana hjá strákunum. Eyjamenn mæta í Mosfellsbæ í kvöld liði Aftureldingar sem leikur undir stjórn Gunnars Magnússonar. Afturelding situr í öðru sæti deildarinnar en ÍBV í því sjöunda og hefur leikið einum leik færra. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og hefst […]
Strákarnir taka á móti KA

Karlalið ÍBV mætir KA á heimavelli í dag í frestuðum leiki sem fram átti að fara í gær. ÍBV situr í sjötta sæti deildarinnar með 9 stig en KA í því áttunda með 7 stig en bæði lið hafa leikið 7 leiki. Flautað verður til leiks klukkan 18:00 og er leikurinn í beinni útsendingu á […]
Hlynur Andrésson langhlaupari ársins 2020

Hlynur Andrésson (344 stig) og Rannveig Oddsdóttir (285 stig) eru langhlauparar ársins 2020 að mati hlaupara og lesenda hlaup.is. Hlaup.is í samvinnu við Sportís og Hoka stendur nú fyrir vali á langhlaupurum ársins í þrettánda skipti. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn, í gær, laugardaginn 13. febrúar í höfuðstöðvum ÍSÍ í Laugardal. Í öðru sæti […]