Enginn handbolti um helgina

HSÍ hefur tilkynnt að leikjunum sem fara áttu fram á morgun hjá meistaraflokkum karla og kvenna í Vestmannaeyjum hefur báðum verið frestað. Nýir leiktímar eru eftirfarandi: ÍBV – KA (Olís deild karla) Mánudaginn 15.febrúar kl.18:00 ÍBV – HK (Olís deild kvenna) Þriðjudaginn 16.febrúar kl.18:00 Sömuleiðis hefur leik 3.flokks kvenna sem fara átti fram hér í […]
Kvenna leikurinn frestast, óvissa með morgundaginn

Leik kvennaliðsins ÍBV gegn HK sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað þar sem engar siglingar voru með Herjólfi í gær. Leikurinn hefur verið færður til sunnudags og eiga því bæði karla- og kvennaliðin bókaða leiki þann dag. Báðir leikirnir eru þó háðir því að Herjólfur sigli milli lands og Eyja í […]
Taflfélag Vestmannaeyja fékk stuðning vegna Covid-19

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur úthlutað 50 milljónum kr. til æskulýðsfélaga sem standa fyrir skipulögðu starfi fyrir börn og ungmenni. Styrkir eru veittir vegna tekjutaps þar sem hætt hefur verið við viðburði, mót eða félög hafa þurft að skerða starfsemi vegna áhrifa COVID-19. Meðal þeirra félaga sem fengu styrk er Taflfélag Vestmanneyja. „Æskulýðsstarf hefur ótvírætt forvarna- […]
Uppselt í The Puffin Run

Nú hafa eitt þúsund manns hafa skráð sig í The Puffin Run 2021. Það er því fullbókað og lokað hefur verið fyrir skráningu efri því sem fram kemur á facebook síðus hlaupsins. The Puffin Run hringurinn er 20 km. Það er boðið upp á Einstaklingskeppni 20 km. Tvímenningskeppni 2 x 10 km. Boðhlaupskeppni 4 x […]
Stelpurnar mæta KA/Þór fyrir norðan

ÍBV stelpurnar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í dag þegar þær mæta liði KA/Þórs fyrir norðan. Gestgjafarnir deila toppsætinu með Fram og Val þar sem öll liðin eru með 10 stig eftir sjö umferðir. Lið ÍBV situr í fimmta sæti með sjö stig. Leikurinn hefst klukkan 14.00 í dag og er í beinni á KA-TV. […]
ÍBV fær Gróttu í heimsókn

Karla lið ÍBV mætir Gróttu í sjöundu umferð Olísdeildar karla í kvöld í Vestmannaeyjum. Lið Gróttu situr í níunda sæti með fjögur stig en lið ÍBV í því fimmta með átta stig. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður í beinni útsendingu á ÍBVTV. (meira…)
Stelpurnar taka á móti Haukum

ÍBV stelpurnar mæta liði Hauka í íþróttamiðstöðinni í kvöld í 7. umferð Olís deildar kvenna. Áhorfendabann er enn í gildi en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Flautað verður til leiks klukkan 18:00. (meira…)
Starfsemi Taflfélagsins að komast í fullan gang

Starfsemi Taflfélags Vestmannaeyja hefur ekki varið varhluta af áhrifum COVID19 eins og flest annað í þjóðfélaginu. Miðvikudaginn 3. febrúar nk. kl. 17.30 verður aðalfundur Taflfélagsins fyrir síðasta starfsár og þar kosin ný stjórn, greint frá starfinu og hvað er fram undan. Skákheimili TV að Heiðarvegi 9 hefur fengið nýlega fengið góða andlitslyftingu , skipt var um gólfefni á salnum sem er 100 […]
Mæta botnliðinu í Kaplakrika

ÍBV stelpurnar mæta FH í Kaplakrika í sjöundu umferð Olís deildar kvenna í handbolta í dag. ÍBV er í fimmta sæti deildarinnar en FH stúlkur sitja stigalausar í áttunda og neðsta sæti deildarinnar. Leikur hefst kukkan 15:00. (meira…)
Haraldur Pálsson ráðinn framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags

Haraldur Pálsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Haraldur er með BA gráðu í hagfræði og BS gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands ásamt því að vera með stýrimannsmenntun frá Tækniskólanum í Reykjavík. Haraldur er meðeigandi E-fasteigna og hefur seinustu ár starfað meðal annars hjá Leitni Ráðgjöf, Marel, Gamma […]