Sænskur leikmaður til ÍBV

Kvennalið ÍBV í handknattleik hefur fengið liðsstyrk fyrir átökin í Olísdeild kvenna. Lina Cardell hefur skrifað undir samning um að leika með liði ÍBV út leiktíðina. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Sävehofs og vefurinn handbolti.is greindi fyrst frá. Cardell er örvhent og leikur í hægra horni. Hún er 19 ára gömul og hefur leikið 12 U-landsleiki […]

Gamlársgöngu/hlaupið á þínum forsendum

Gamlársgöngu/hlaup 2020 til styrktar Krabbavörn Vestmannaeyjum verður með breyttu sniði í ár. Hvernig líst þér á að taka Gamlársgöngu/hlaupið á þínum forsendum? Þín leið á þínum tíma. “Ég sé ekki ástæðu til þess að sleppa Gamlársgöngunni/hlaupinu þetta árið þrátt fyrir breyttar aðstæður. Þetta ár hefur kennt mér að hugsa út fyrir boxið. Því miður er […]

Ársrit fótboltans komið út

Út er komið ársrit fótboltans fyrir fótboltaárið 2020. Lesið með að smella hér. Blaðið er árleg útgáfa og í ár má finna fjölbreytt og áhugavert efni. Rætt er við þjálfara, leikmenn  og stjórnarmenn um tímabilið sem leið, forvitnast um hvernig var að halda krakkamótin á COVID tímum, Ingó veðurguð segir frá hvernig er að eiga […]

Handboltaskóli milli hátíða

Handknattleiksdeild ÍBV stendur fyrir handboltaskóla í samstarfi við Krónuna og Vestmannaeyjabæ. Skólinn verður dagana 28.-30.desember og er fyrir krakka í 3.-8.bekk. Hópnum verður skipt í tvennt, 3.-5.bekkur verða saman og 6.-8.bekkur saman. Skólinn samanstendur af 6 æfingum fyrir báða aldurshópana, 2 á dag, ásamt því að 1 fyrirlestur verður fyrir eldri hópinn. Þjálfar á námskeiðinu […]

KFS er þriðja söluhæsta félagið hjá Íslenskum getraunum

Vegna mikillar þátttöku íslenskra tippara og góðrar afkomu á árinu 2020 hefur stjórn Íslenskra getrauna ákveðið að úthluta 50,3 milljónum króna styrk til afreksdeilda í knattspyrnu, körfuknattleik og handknattleik. Enn fremur hefur verið ákveðið að úthluta 10 milljónum króna í aukaframlag til þeirra 60 félaga sem hafa selt mest og fengið flest áheit vegna sölu […]

Elliði og Kári í 21 manna HM hóp

Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag æfingahópinn fyrir heimsmeistaramótið í Egyptalandi í handbolta í næsta mánuði. Guðmundur valdi 21 leikmann í æfingahópinn en fer með tuttugu leikmenn til Egyptalands. Eyjamennirnir Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach og Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV eru í leikmannahópnum en báðir leika þeir á línu. Hákon Daði Styrmisson hlaut ekki náð hjá Guðmundi […]

ÍBV fær hæstu Covid-styrki KSÍ

Á fundi stjórnar KSÍ 10. desember var samþykkt úthlutun á Covid-styrk til aðildarfélaga.  Um er að ræða sérstakt 60 milljóna króna Covid-framlag og 10 milljóna króna aukaúthlutun í barna- og unglingastyrk. Ef styrkirnir eru lagðir saman fá ÍBV og Þróttur Reykjavík hæsta fjárhæð 2.873.671 krónur. Stjórnin samþykkti eftirfarandi bókun í þessu sambandi: Stjórn KSÍ færir […]

Bergur-Huginn styrkir íþróttastarf og færir Grunnskólanum gjöf

Nú nýverið afhenti Arnar Richardsson, rekstrarstjóri Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum, Herði Orra Grettissyni, framkvæmdastjóra ÍBV, myndarlegan fjárstyrk til styrktar íþróttastarfi í Eyjum. Arnar segir í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar að Bergur-Huginn vilji leggja sitt af mörkum til að unnt sé að halda uppi öflugu íþróttastarfi hjá ÍBV enda sé slíkt starf mikilvægur þáttur í samfélaginu. Heimasíðan […]

Jólamót skákskóla Taflfélagsins

Laugardaginn 12. desember sl. fór fram jólamót hjá krökkum í GRV sem tekið hafa þátt í skákkennslu á vegum Taflfélags Vestmannaeyja að Heiðarvegi 9 nú í haust.   Þátttaka í jólamótinu var góð og voru keppendur 18 talsins.  Teflt var í einum opnum flokki , alls sjö umferðir. Allir stóðu sig með prýði og fór mótið mjög vel fram að […]

Jón Jökull framlengir við ÍBV

Jón Jökull Hjaltason hefur skrifað undir árs samning við ÍBV og leikur með liðinu á næsta ári. Jón kom til ÍBV á miðju sumri eftir að hafa glímt við meiðsli en vann sig inn í liðið og lék 7 leiki í Lengjudeildinni og skoraði í þeim tvö góð mörk. Þessi öflugi Eyjapeyi var í akademíu […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.