Sænskur leikmaður til ÍBV

Kvennalið ÍBV í handknattleik hefur fengið liðsstyrk fyrir átökin í Olísdeild kvenna. Lina Cardell hefur skrifað undir samning um að leika með liði ÍBV út leiktíðina. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Sävehofs og vefurinn handbolti.is greindi fyrst frá. Cardell er örvhent og leikur í hægra horni. Hún er 19 ára gömul og hefur leikið 12 U-landsleiki […]
Gamlársgöngu/hlaupið á þínum forsendum

Gamlársgöngu/hlaup 2020 til styrktar Krabbavörn Vestmannaeyjum verður með breyttu sniði í ár. Hvernig líst þér á að taka Gamlársgöngu/hlaupið á þínum forsendum? Þín leið á þínum tíma. “Ég sé ekki ástæðu til þess að sleppa Gamlársgöngunni/hlaupinu þetta árið þrátt fyrir breyttar aðstæður. Þetta ár hefur kennt mér að hugsa út fyrir boxið. Því miður er […]
Ársrit fótboltans komið út

Út er komið ársrit fótboltans fyrir fótboltaárið 2020. Lesið með að smella hér. Blaðið er árleg útgáfa og í ár má finna fjölbreytt og áhugavert efni. Rætt er við þjálfara, leikmenn og stjórnarmenn um tímabilið sem leið, forvitnast um hvernig var að halda krakkamótin á COVID tímum, Ingó veðurguð segir frá hvernig er að eiga […]
Handboltaskóli milli hátíða

Handknattleiksdeild ÍBV stendur fyrir handboltaskóla í samstarfi við Krónuna og Vestmannaeyjabæ. Skólinn verður dagana 28.-30.desember og er fyrir krakka í 3.-8.bekk. Hópnum verður skipt í tvennt, 3.-5.bekkur verða saman og 6.-8.bekkur saman. Skólinn samanstendur af 6 æfingum fyrir báða aldurshópana, 2 á dag, ásamt því að 1 fyrirlestur verður fyrir eldri hópinn. Þjálfar á námskeiðinu […]
KFS er þriðja söluhæsta félagið hjá Íslenskum getraunum

Vegna mikillar þátttöku íslenskra tippara og góðrar afkomu á árinu 2020 hefur stjórn Íslenskra getrauna ákveðið að úthluta 50,3 milljónum króna styrk til afreksdeilda í knattspyrnu, körfuknattleik og handknattleik. Enn fremur hefur verið ákveðið að úthluta 10 milljónum króna í aukaframlag til þeirra 60 félaga sem hafa selt mest og fengið flest áheit vegna sölu […]
Elliði og Kári í 21 manna HM hóp

Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag æfingahópinn fyrir heimsmeistaramótið í Egyptalandi í handbolta í næsta mánuði. Guðmundur valdi 21 leikmann í æfingahópinn en fer með tuttugu leikmenn til Egyptalands. Eyjamennirnir Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach og Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV eru í leikmannahópnum en báðir leika þeir á línu. Hákon Daði Styrmisson hlaut ekki náð hjá Guðmundi […]
ÍBV fær hæstu Covid-styrki KSÍ

Á fundi stjórnar KSÍ 10. desember var samþykkt úthlutun á Covid-styrk til aðildarfélaga. Um er að ræða sérstakt 60 milljóna króna Covid-framlag og 10 milljóna króna aukaúthlutun í barna- og unglingastyrk. Ef styrkirnir eru lagðir saman fá ÍBV og Þróttur Reykjavík hæsta fjárhæð 2.873.671 krónur. Stjórnin samþykkti eftirfarandi bókun í þessu sambandi: Stjórn KSÍ færir […]
Bergur-Huginn styrkir íþróttastarf og færir Grunnskólanum gjöf

Nú nýverið afhenti Arnar Richardsson, rekstrarstjóri Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum, Herði Orra Grettissyni, framkvæmdastjóra ÍBV, myndarlegan fjárstyrk til styrktar íþróttastarfi í Eyjum. Arnar segir í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar að Bergur-Huginn vilji leggja sitt af mörkum til að unnt sé að halda uppi öflugu íþróttastarfi hjá ÍBV enda sé slíkt starf mikilvægur þáttur í samfélaginu. Heimasíðan […]
Jólamót skákskóla Taflfélagsins

Laugardaginn 12. desember sl. fór fram jólamót hjá krökkum í GRV sem tekið hafa þátt í skákkennslu á vegum Taflfélags Vestmannaeyja að Heiðarvegi 9 nú í haust. Þátttaka í jólamótinu var góð og voru keppendur 18 talsins. Teflt var í einum opnum flokki , alls sjö umferðir. Allir stóðu sig með prýði og fór mótið mjög vel fram að […]
Jón Jökull framlengir við ÍBV

Jón Jökull Hjaltason hefur skrifað undir árs samning við ÍBV og leikur með liðinu á næsta ári. Jón kom til ÍBV á miðju sumri eftir að hafa glímt við meiðsli en vann sig inn í liðið og lék 7 leiki í Lengjudeildinni og skoraði í þeim tvö góð mörk. Þessi öflugi Eyjapeyi var í akademíu […]