Sunna og Sandra mynda fyrirliðateymi

Sunna Jónsdóttir, leikmaður ÍBV, hefur verið skipaður fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Hún tekur við fyrirliðabandinu af Rut Jónsdóttur sem er í barneignaleyfi. RÚV greindi frá í gær. Ásamt Sunnu munu Þórey Rósa Stefánsdóttir og Sandra Erlingsdóttir mynda fyrirliðateymi. Sunna er 34 ára gömul og á 75 landsleiki að baki. Í þeim hefur hún gert […]
Mæta Aftureldingu á útivelli

Handboltastrákarnir leggja land undir fót í dag þegar þeir mæta Aftureldingu í íþróttamiðstöðinni við Varmá í Mosfellsbæ í sjöttu umferð Olísdeildarinnar. Um er að ræða liðin í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Flautað verður til leiks klukkan 18:00. Ferðalaginu líkur ekki í Mosfellsbæ því strákarnir fljúga á af landi brott á morgun og spila í […]
Þetta er sögulega lélegt

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, fyrrum leikmaður ÍBV og fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu segir það sorglegt að fylgjast með þeirri þróun sem hafi átt sér stað í kringum knattspyrnuna í Eyjum. Þetta kemur fram í viðtali við Gunnar í hlaðvarpinu “Chess after dark”, viðtalið í heild sinni má spila hér að neðan. DV birti fyrst frétt um […]
Mæta Madeira annað árið í röð

Dregið var í 32. liða úrstlitum í Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta í morgun. Kvennalið ÍBV mætir Madeira Andebol SAD frá portúgölsku eyjunni Madeira annað árið í röð. Á handbolti.is kemur fram að leikirnir eiga að fara fram 11. og 12. nóvember annars vegar og 18. og 19. nóvember hinsvegar, ef leikið verður heima og að […]
ÍBV áfram í Evrópukeppninni en urðu fyrir áfalli

ÍBV er komið áfram í aðra umferð, 32-liða úrslit, Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik þrátt fyrir tap í síðari leiknum við Colegio de Gaia í Portúgal á laugardag, 27:26. ÍBV vann fyrri viðureignina með fjögurra marka mun, 27:23, eftir að hafa skorað sex síðustu mörkin. Liðið mátti því alveg við því að það gæfi aðeins á […]
ÍBV stelpur í góðri stöðu

Síðari viðureignin ÍBV gegn portúgalska liðinu Colegio de Gaia fer fram í dag klukkan 17. Samanlagður sigurvegari leikjanna tekur sæti í 2. umferð. ÍBV skoraði sex síðustu mörk og tryggði sér þar með sigur á portúgalska liðinu, 27:23, í fyrri viðureign liðanna í gærkvöldi í 1. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik kvenna. Leikurinn fór fram í […]
Eyjablikksmótið hefst í dag

Eyjablikksmótið verður haldið í Íþróttamiðstöðinni um helgina. Mótið hefst í dag, föstudag og lýkur á sunnudag. Á mótinu etja kappi keppendur í 5.flokki karla og kvenna eldri. Áhugasamir eru hvattir til að kíkja við í Íþróttamiðstöðinni og fylgjast með stjörnum framtíðarinnar á parketinu. Leikjaplan fyrir helgina er hér og einnig komið á Torneopal. Strákar: https://islandsmot23-24.torneopal.com/taso/sarja.php… […]
Evrópuleikir í Portúgal

Framundan eru tveir leikir hjá ÍBV gegn portúgalska handknattleiksliðinu Colegio de Gaia í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik. Fyrri viðureignin fer fram síðdegis í dag en sú síðari á laugardaginn í Vila Nova de Gaia við norðaustur strönd Portúgal, nánast í túnfætinum á Porto. Colegio de Gaia hefur farið afar vel af stað í […]
Lokahóf 3. flokks í knattspyrnu

Á þriðjudagskvöld fór fram lokahóf 3. flokka karla og kvenna í fótbolta en síðustu leikir kláruðust um helgina. Flokkarnir tóku þátt í Íslandsmóti og bikarkeppni. KSÍ gerði breytingar á Íslandsmótinu í 3. flokk fyrir tímabilið í fyrra og lengdist það í báða enda, en mótið hófst um miðjan mars og lauk nú í lok september. Mótinu var skipt upp […]
Mæta Gróttu á útivelli í dag

Eyjamenn mæta Gróttu á útivelli í dag í Olísdeild karla. Eftir þrjár umferðir er Grótta með 2 stig og Eyjamenn 4 stig. Leikir kvöldsins hefjast allir kl 19:30: (meira…)