Íslandsmótið í snóker í Eyjum á morgun

– Byrjar 10.00 og verður spilað í Kiwanis, Oddfellow og Bönkernum Í fyrsta sinn verður haldið Stigamót Íslandsmótsins í snóker í Vestmannaeyjum.  Mótið hefst klukkan 10.00 á morgun, laugardag og verður keppt á þremur stöðum, Kiwanis, Oddfellow og í Bönkernum, sem er í kjallara Hvítasunnukirkjunnar.  Eyjamönnum er velkomið að kíkja við og fylgjast með nokkrum […]

Mari Järsk hleypur í Eyjum

Mari J Ads 24 C

Hlauparinn Mari Järsk verður meðal þátttakenda í Vestmannaeyjahlaupinu sem fram fer á laugardaginn nk. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tekur þátt, en hún hefur þrisvar tekið þátt í The Puffin Run. Skráning í Vestmannaeyjahlaupið fer fram hér. Mari er gríðarlega reyndur hlaupari og stóð til að mynda uppi sem sigurvegari í Bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa […]

Vestmannaeyjahlaupið á laugardaginn

„Við ætlum að halda fjórtánda Vestmannaeyjahlaupið á laugardaginn. Við höfum gefið ágóða til góðgerðarmála. Við vonumst eftir því að þátttakendur verði 100, nú hafa 36 skráð sig í hlaupið. Skráning fer fram hér: https://netskraning.is/vestmannaeyjahlaupid/,“ segir Magnús Bragason sem á frumkvæðið að hlaupinu á Fésbókinni. „Hér eru myndir frá fyrsta hlaupinu 2011. Kannski verður veðrið svipað […]

Spáð fjórða sætinu á komandi leiktíð

Handboltavertíðin hófst í gær þegar Valur og ÍBV mættust í fyrsta leik Olísdeildar karla að Hlíðarenda. Leiknum lauk með jafntefli, 31:31 og gæti verið vísbending um góðan árangur Eyjamanna í vetur.  Bæði karla- og kvennaliði ÍBV er spáð fjórða sæti á komandi leiktíð. FH trónir á toppnum hjá  strákunum og Valskon­ur  munu halda sæti sínu […]

Jafntefli í fyrsta leik

DSC_1508

Olísdeild karla hófst í kvöld með leik Vals og ÍBV í N1 höllinni að Hlíðarenda. Leiknum lauk með jafntefli, 31-31. tveir leik­menn ÍBV voru fjarri góðu gamni í kvöld en þeir Pet­ar Jokanovic og nýr leikmaður liðsins Mar­ino Gabrieri voru ekki með vegna mistaka félagsins við leik­heim­ildir. Eyjamenn leiddu lengst af í fyrri hálfleik en […]

Handboltinn af stað í kvöld

Handbolti (43)

Olísdeild karla hefst í kvöld með leik Vals og ÍBV í N1 höllinni að Hlíðarenda. Kynningarfundur Olís- og Grill 66 deildanna fór fram í gær á Grand hótel, en fyrir fundinn kusu þjálfarar, leikmenn og formenn deildanna um árangur liðanna í deildunum í vetur. Valsstúlkum og FH-ingum spáð sigri Valsstúlkum er spáð sigri í Olís […]

Sæti í efstu deild í sjónmáli

ÍBV Þór

„Takk Grótta! Grótta 2- Fjölnir 1. En nýtt lið er komið með í baráttuna, Afturelding eftir 4-1 sigur á Njarðvík. Þeir eru með 33 stig og eiga eftir Fjölni og Afturelding,“ segir Einar Friðþjófsson, knattspyrnusérfræðingur á FB síðu sinni í gær. Þrátt fyrir tap gegn Keflavík í síðustu umferð eru Eyjamenn á toppi Lengjudeildarinnar þegar […]

Ekki upp um deild þetta árið

Eyja 3L2A5975

ÍBV-konur lutu í lægra haldi fyrir Skagakonum á Hásteinsvelli í Lengjudeild kvenna í dag 0:1. Markið kom á 67. mínútu og þar við sat. ÍBV er í sjötta sæti deildarinnar með 25 stig og sæti í efstu deild ekki inni í myndinni þetta árið. Síðasti leikur tímabilsins er gegn HK á útivelli næsta laugardag, sjöunda […]

ÍBV fær ÍA í heimsókn

Eyja_3L2A2658

Næst síðasta umferð Lengjufeildar kvenna klárast í dag er leiknir verða fjóriri leikir. Í Eyjum tekur ÍBV á móti ÍA. Eyjaliðið í fjórða sæti með 25 stig en ÍA er í því sjötta með 23 stig. ÍA hafði betur í fyrri leik liðana, 3-1 á Skaganum. Flautað er til leiks klukkan 14.00 á Hásteinsvelli í […]

Tap í Keflavík

Eyja ÍBV ÍR 3L2A5553

Eyjamenn töpuðu dýrmætum stigum í toppbaráttunni í Lengjudeildinni í kvöld er liðið sótti Keflavík heim. Mörk ÍBV gerðu Hermann Þór Ragnarsson en hann jafnaði metin áður en Keflavík komst í 3-1. Bjarki Björn Gunnarsson minnkaði svo muninn þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. Lokatölur 3-2. ÍBV er enn efst þrátt fyrir tap með 35 stig, […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.