Handboltaliðin hefja leik á útivelli

Bæði handboltalið ÍBV hefja keppni í Olísdeildinni í dag á útivelli. Stelpurnar mæta KA/Þór norðan heiða klukkan 13:00 og strákarnir mæta Stjörnunni í Garðabæ klukkan 18:15. Þessa leiki eins og alla aðra í vetur verður hægt að sjá í beinni útsendingu í Sjónvarpi símans. (meira…)

KFS heimsækir Magna á Grenivík í dag

KFS heimsækir Magna á Grenivík í dag og hefst leikurinn kl. 16 á Grenivíkurvelli. KFS situr í 10 sæti deildarinnar með 18. stig. Í 11 sæti er Ýmir með 16 og á botni deildarinnar er ÍH með 15 stig. KFS á einnig leik við ÍH næstkomandi laugardag 9. september kl. 13 í Skessunni. Hvetjum þá […]

Frábær árangur ÍBV stelpna

Í tilkynningu frá ÍBV segir að stelpurnar í 5. og 4.flokki hafa náð einstaklega góðum árangri í sumar. Nú þegar líða fer að lokum tímabilsins eru A-lið beggja þessara flokka í keppni um íslandsmeistaratitil. 5.flokkur leikur gegn Víking í undanúrslitum þann 10. september kl 14:45. ÍBV vill hvetja alla þá sem hafa geta að mæta […]

Sterkt atskákmót í tilefni 50 ára goslokaafmælis

9. september nk. kl. 12.00 -18.00 verður haldið 50 ára gosloka skákmót í opna rýminu í Þekkingarsetri Vm. að Ægisgötu 2. Taflfélag Vestmannaeyja stendur fyrir mótinu,  en Vestmannaeyjabær er helsti stuðningsaðili  þess  ásamt nokkrum fyrirtækjum. TV hefur áður staðið fyrir sterkum  minningar atskákmótum á sama stað, Beddamótinu 11. maí 2019 og Pallamótinu 5. júní 2021. […]

Fyrsti leikur kvennaliðsins í úrslitakeppninni fer fram í dag

Kvennalið ÍBV leikur sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni á Hásteinsvelli í dag gegn Selfossi kl. 17:00. ÍBV situr í neðri hluta deildarinnar ásamt Tindastóli, Keflavík og Selfossi, þar sem ein umferð verður leikin. Tindastóll og Keflavík hafa þegar spilað einn leik í umferðinni og gerðu jafntefli. ÍBV er í öðru sæti sem stendur en aðeins […]

ÍBV fær KR í heimsókn í lokaumferð

ÍBV og KR mætast í lokaumferð Bestu-deildar karla klukkan 14:00 á morgun, sunnudaginn 3. september. Ísfélagið býður öllum á leikinn sem fer fram á Hásteinsvelli. Þetta er síðasti leikurinn á 22 leikja móti og eftir daginn á morgun mun mótið skiptast í efri og neðri hluta. Eyjamenn eru í fallsæti með 18 stig. Með sigri […]

Hákon Daði færir sig til Eintracht Hagen

Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson samdi í dag við þýska handknattleiksliðið Eintracht Hagen sem leikur í næst efst deild. Keppni í 2. deild hófst í kvöld en Hagen á leik á morgun á heimavelli gegn Bietigheim. Standa jafnvel vonir til þess að Hákon Daði verði í liðinu strax í fyrsta leik. Hann staðfesti vistaskiptin við handbolti.is […]

Stelpurnar mæta Val í meistarakeppni HSÍ

Íslandsmeistarar Vals taka á móti bikar- og deildarmeisturum ÍBV í Meistarakeppni kvenna í handknattleik í Origohöllinni síðdegis. Flautað verður til leiks klukkan 17.30. Viðureignin marka upphaf leiktíðarinnar í handknattleik kvenna hér á landi. Leiknum verður streymt á Valur TV. (meira…)

Meistarakeppni HSÍ í Eyjum

Handboltavertíðin hefst í daga þegar meistarakeppni HSÍ í karlaflokki fer fram í Vestmannaeyjum. Þá mætast Íslandsmeistarar ÍBV og bikarmeistarar Aftureldingar kl 17:00. Í tilkynningu frá ÍBV er fólk hvatt til að fjölmenna á leikinn og styðja stráka til sigurs. Miðasala fer fram á Stubbi en leikurinn verður einnig í beinni útsendingu á ÍBV TV á […]

Flýta leikjum vegna veðurs

Meistarakeppni HSÍ karla og kvenna sem átti að fara fram nk. laugardag hefur verið flýtt. Veðurspáin fyrir laugardaginn er slæm og gerði liðunum erfitt fyrir að komast til og frá Vestmannaeyjum.Ákveðið hefur verið að Meistarakeppni HSÍ karla, þar sem ÍBV og Afturelding mætast, verður spiluð í Vestmannaeyjum 31. ágúst kl. 17:00. Meistarakeppni HSÍ kvenna, þar […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.