Eimskip og handknattleiksdeild ÍBV í samstarf

Eimskip Ibv Ibvsp

Eimskip og handknattleiksdeild ÍBV hafa undirritað samstarfssamning um að Eimskip verði aðalstyrktaraðili ÍBV næstu tvö keppnistímabil. Frá þessu er greint í tilkynningu á vefsíðu íþróttafélagsins. Sigursveinn Þórðarson, svæðisstjóri Eimskips í Vestmannaeyjum, undirritaði samninginn fyrir hönd fyrirtækisins og sagði við þetta tilefni: „Íþróttalífið í Vestmannaeyjum hefur alla tíð verið metnaðarfullt og haft mikið forvarnargildi fyrir samfélagið […]

Toppslagur í Keflavík

Eyja ÍBV ÍR 3L2A5647

Tuttugasta umferð Lengjudeildar karla hófst í gærkvöldi með jafnteflisleik Grindavíkur og Þróttar R. Í dag eru svo tveir leikir. Í fyrri leik dagsins tekur Keflavík á móti ÍBV.  Liðin eru bæði í toppbaráttu. ÍBV á toppnum með 35 stig en Keflvíkingar eru í fjórða sæti 4 stigum á eftir Eyjaliðinu. Bæði þessi lið töpuðu leikjum […]

ÍBV sektað

ksi_bolti

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ birti í dag úrskurði úr agamálum og voru alls fimm félög sektuð vegna framkomu áhorfenda. Þrjú félagana eru í Lengjudeild karla, þar á meðal er ÍBV. Sektað er vegna þess að stuðningsmenn liðsins kveiktu á blysum eftir sigur ÍBV á Fjölni á útivelli þann 9. ágúst sl. Í úrskurðinum er snýr […]

Danskur Íslendingur kláraði heilan Járnkarl

„Ég flutti til Danmerkur fyrir 31 ári. Er Eyjakona og foreldrar mínir voru Jón S. Þórðarson og Stefanía Stefánsdóttir og við fjölskyldan bjuggum á Boðaslóðinni. Flutti út með níu ára dóttur mína þar hef ég hef búið síðan. Náði mér í kærasta, varð ólétt og eignaðist Stefán Þór sem ég skráði strax sem íslenskan ríkisborgara. […]

Skellur í toppbaráttunni á heimavelli

ÍBV karla í Lengudeildinni hlaut skell á heimavelli í toppbaráttunni gegn Aftureldingu. Leiknum lauk með 2:3 sigri gestanna í 19. umferð deildarinnar. Eyjamenn voru marki yfir í hálfleik en Afturelding jafnaði strax í byrjun seinni hálfleiks. ÍBV náði að komast yfir 2:1 en þá hrundi allt og tap á heimavelli niðurstaðan. ÍBV var á toppnum […]

Hlynur fyrstur í 10 km hlaupinu

Eyjamaðurinn Hlyn­ur Andrés­son bar sigur sig­ur úr být­um í tíu kíló­metra hlaupi í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu á tímanum 30:23 mín­út­um. „Skemmtilegu Reykjavíkurmaraþoni lokið! Setti mér markmið að vera undir 6:30 í pace og endaði á tímanum 1:04:35, pace 6:22. Adda var á tímanum 1:00:04,“ segir Magnús Bragason á FB-síðu sinni. „Við erum búin að vera æfa undir […]

Margir Eyjamenn í Reykjavíkurmaraþoni

Reykja­vík­ur­m­araþon Íslands­banka 2024 fer fram á morg­un, en alls eru 14.300 hlaup­ar­ar skráðir til leiks. Upp­selt er í bæði hálft maraþon og 10 km hlaup, og aðeins ör­fá­ir miðar eru eft­ir í heilt maraþon. Fjölmargir Eyjamenn taka þátt í hlaupinu að venju og safna til góðra mála eins og flestir. Margir safna fyrir Krabbavörn Vestmannaeyjum og […]

ÍBV og Afturelding mætast í Eyjum

Eyja ÍBV ÍR 3L2A5553

Nítjánda umferð Lengjudeildar karla klárast í dag með fjórum leikjum. Í Vestmannaeyjum tekur ÍBV á móti Aftureldingu. Eyjaliðið verið á góðri siglingu undanfarið og eru á toppi deildarinnar með 35 stig. Stigi meira en Fjölnir sem hefur leikið leik meira, en efsta lið deildarinnar fer beint upp á meðan liðin í öðru til fimmta sæti […]

ÍBV sigraði Suður­lands­slaginn

00001 Olga Undirskrift

ÍBV vann í kvöld góðan sig­ur á Sel­fossi á útivelli í 16. um­ferð Lengjudeildar kvenna í knatt­spyrnu. Lokatölur 0-3. ÍBV er í fjórða sæti með 25 stig, þrem­ur stig­um á eft­ir Fram og Gróttu í sæt­un­um fyr­ir ofan og eiga Eyjastúlkur því enn mögu­leika á því að ná öðru sæt­inu, sem gef­ur sæti í Bestu […]

Suðurlandsslagur á Selfossi

ibv-fhl-sgg

16. umferð Lengjudeildar kvenna hefst í dag með þremur leikjum. Á Selfossi verður Suðurlandsslagur þegar ÍBV kemur í heimsókn. ÍBV hefur aðeins verið að missa flugið eftir ágætis rispu, en liðið hefur tapað tveimur síðustu leikjum og er í fjórða sæti með 22 stig. Selfoss, sem er í bullandi fallbaráttu sigraði lið Aftureldingar á útivelli […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.