ÍBV mætir Breiðablik

Einn leikur er í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag, föstudaginn 21. júlí. Þá mætir ÍBV liði Breiðabliks á Kópavogsvelli klukkan 18:00. Breiðablik situr í 3. sæti deildarinnar með 30 stig og Eyjamenn í því 8. með 17 stig. (meira…)
Gunnar Heiðar tekur við Njarðvík

Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur náð samkomulagi við Gunnar Heiðar Þorvaldsson um hann taki við sem aðalþjálfari meistaraflokks karla út leiktíðina 2023.Frá þessu var greint á Fótbolti.net. Gunnar átti glæsilegan feril sem leikmaður í fjölda ára bæði hérlendis og erlendis. Gunnar Heiðar er frá Vestmannaeyjum þar sem hann lék með ÍBV og KFS en auk þess spilaði […]
ÍBV mætir Keflavík í dag

Einn leikur fer fram í Bestu-deild karla í knattpsyrnu í dag en það er ÍBV sem fær Keflavík í heimsókn á Hásteinsvelli klukkan 16:00. Eyjamenn eru í 8. sæti deildarinnar með 16 stig úr 14 leikjum á meðan Keflvíkingar sitja á botninum með 9 stig. (meira…)
Sigurbergur og Sísí klúbbmeistarar GV

Sigurbergur Sveinsson landaði rétt í þessu sínum fyrsta klúbbmeistaratitli GV er hann sigraði Andra Erlingsson í 6 holu bráðabana. Fyrir daginn hafði Sigurbergur 1 höggs forystu yfir Andra og voru þeir tveir í bílstjórasætinu í átt að titlinum. Lárus Garðar Long og Karl Haraldsson náðu að narta aðeins í hæla þeirra í upphafi hringsins en […]
Sigurbergur leiðir fyrir lokadaginn

Spennan magnast fyrir lokadag meistaramóts GV en að loknum 54 holum er það Sigurbergur Sveinsson sem leiðir á samtals sjö höggum yfir pari. Fast á hæla hans fylgir Andri Erlingsson sem hefur slegið einu höggi meira. Manna best lék Lárus Garðar Long í dag en hann kom í hús á 71 höggi. Lokaráshóp morgundagsins mynda […]
Karl leiðir meistaramót GV

Meistaramót Golfklúbbs Vestmannaeyja hófst í gær. Karl Haraldsson gerði sér lítið fyrir og jafnaði Meistaramótsmet Kristófers Tjörva Einarssonar og Lárusar Garðars Long er hann lék á 66 höggum eða fjórum höggum undir pari vallarins á fyrsta degi mótsins. Kalli leiðir því mótið með 3 höggum, Andri Erlingsson er í öðru sæti á 69 höggum og […]
Heimir mætir Mexíkó í undanúrslitum

Karlalandslið Jamaíka í fótbolta sem Heimir Hallgrímsson stýrir mætir Mexíkó í undanúrslitum Gullbikarsins í Norður- og Mið-Ameríku í fótbolta á morgun. Jamaíka vann Gvatemala, 1:0, í átta liða úrslitunum. Það var Amari’i Bell, leikmaður Luton í ensku úrvalsdeildinni sem skoraði sigurmarkið. á 51. mínútu eftir sendingu frá Demarai Gray, leikmanni enska liðsins Everton. Í nýjasta […]
Roland Eradze hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari

Roland Eradze hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla ÍBV í handbolta. Ásamt því að aðstoða Magnús mun Roland einnig sjá um markmannsþjálfun og yngri flokka þjálfun hjá félaginu. Roland er gríðarlega reynslumikill, fyrrum landsliðsmarkmaður Íslands en hann spilaði handbolta á sínum tíma með Val, Stjörnunni og einnig ÍBV! Þá Roland verið þjálfari hjá Stjörnunni, FH […]
ÍBV – Stjarnan á Hásteinsvelli í dag

Kvennalið ÍBV tekur á móti Stjörnunni í Bestu deildinni í dag. ÍBV er í tíunda sæti deildarinnar með tíu stig og Stjarnan í sjötta sæti með tólf stig. Flautað verður til leiks kl. 18.00 á Hásteinsvelli. Mætum á völlinn og styðjum stelpurnar til sigurs. Leikir á dagskrá í dag: (meira…)
Daniel Vieira genginn til liðs við ÍBV

Portúgalinn og hægri skyttan Daniel Vieira hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild ÍBV eins og fram kemur á Facebook síðu deildarinnar. „Daniel kemur til okkar frá Avanca í Portúgal en þar hefur hann spilað síðustu tvö tímabil í portúgölsku úrvalsdeildinni og staðið sig mjög vel! Daniel er 22 ára, 194 cm á hæð og kraftmikil skytta. Við […]