Mæta Gróttu á útivelli

ibv-fhl-sgg

Tveir leikir fara fram í tólftu umferð Lengjudeildar kvenna í kvöld. Í fyrri leik kvöldsins tekur Grótta á móti ÍBV. Grótta er í þriðja sæti með 19 stig og hefur ekki tapað í fimm síðustu leikjum, sigrað þrjá og gert tvö jafntefli. Eyjaliðið erí sjötta sætinu með 16 stig en liðið hefur verið á ágætri […]

Mikilvæg stig í toppbaráttunni

Eyja 3L2A1836

Eyjamenn unnu mikilvægan sigur, 1:0 í Lengjudeild karla á Dalvík/Reyni á heimavelli í gær. ÍBV byrjaði með krafti og skoraði Oliver Heiðarsson strax í upphafi leiks. Róðurinn þyngdist þegar þegar Hermann Þór fékk rautt í fyrri hálfleik en Eyjamenn héldu út og bættu við þremur stigum í toppslagnum. Eftir 13 umferðir er ÍBV í þriðja […]

Eyjakonur á góðri siglingu

ÍBV vann sinn þriðja leik í röð þegar stelpurnar unnu ÍR, 3:0, á Hásteinsvelli í gærkvöldi. Na­talie Viggiano og Vikt­orija Zaicikova komust báðar á blað fyr­ir ÍBV eft­ir að Anna Bára Más­dótt­ir skoraði sjálfs­mark. ÍR er í neðsta sæti deildarinnar með fjögur stig en ÍBV er í því fimmta með 16 stig. Staðan: L Mörk […]

ÍBV mætir botnliðinu í dag

Hemmi_hr

Þrettándu umferð Lengjudeildar karla lýkur í dag með tveimur leikjum. Í fyrri leik dagsins tekur ÍBV á móti Dalvík/Reyni. Liðin eru að berjast á sitthvorum enda töflunnar. Eyjamenn í þriðja sæti með 19 stig á meðan Dalvík/Reynir er á botninum með 8 stig. Leikurinn hefst klukkan 13.00 og kemur fram í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV […]

Mæta botnliðinu á Hásteinsvelli

Eyja_sgg_kven_fagn_fotb_23

Fjórir leikir fara fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. Í Eyjum tekur ÍBV á móti ÍR. ÍBV í sjötta sæti með 13 stig að afloknum 10 umferðum, en ÍR-stúlkur sitja á botni deildarinnar með aðeins 4 stig. Eini sigur liðsins kom í fyrri leiknum gegn ÍBV í annari umferð mótsins. Flautað er til leiks á […]

Bætt aðstaða í stærri Golfskála

,,Stækkun á golfskálanum hefur tekist  vel og við framkvæmt þetta að skynsemi. Þetta er búið að taka rúm þrjú ár og eru félagsmenn og aðrir sem heimsækja golfskálann mjög ánægðir með breytingarnar,“ segir Karl Haraldsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Vestmannaeyja. Á efri hæð skálans er 70 fm stækkun til norðurs þar sem er einstakt útsýni inn í […]

ÍBV mætir Þrótti í dag

Eyja Ibv Sgg

Þrír leikir eru á dagskrá Lengjudeildar karla í dag. Í fyrsta leik dagsins tekur Þróttur R. á móti ÍBV. Eyjaliðið komið í toppbaráttuna. Eru í þriðja sæti með 19 stig úr 11 leikjum. Þróttarar eru í áttunda sæti með 12 stig. Flautað er til leiks á AVIS vellinum í dag klukkan 18. Leikurinn er í […]

Heimir tekinn við írska landsliðinu

Heimir Hallgrímsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Írlands. Þetta var staðfest í dag, segir á DV.is. Heimir hætti fyrir skömmu sem landsliðsþjálfari Jamaíka sem hann fór með á Copa America nú á dögunum. Af fréttum að dæma höfðu mörg lið áhuga á að fá hann sem þjálfara og nú tekur hann við írska liðinu sem er […]

Undanúrslitin hjá stelpunum að hefjast

Undanúrslit í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik hefjast í dag klukkan 18:00 með leik Vals og ÍBV í N1 höllinni við Hlíðarenda. Ljóst er að verkefnið verður krefjandi fyrir Eyjastelpur en lið Valst er ógnar sterkt. Liðin mættust þrívegis í deildinni í vetur og er skemmst frá því að segja að Valur bar sigur úr […]

Bjarki Björn og Eiður Atli gengnir til liðs við ÍBV

Knattspyrnumaðurinn Bjarki Björn Gunnarsson hefur gengið til liðs við ÍBV á lánssamningi sem gildir út keppnistímabilið 2024. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bjarki kemur til ÍBV á láni en hann lék 11 leiki með ÍBV á síðustu leiktíð, leikirnir hefðu vafalaust verið fleiri ef ekki hefði verið fyrir meiðsli Bjarka. Bjarki leikur að […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.