Norðanmenn mæta á Hásteinsvöll

Þrír leikir fara fram í Bestu deildinni í kvöld. Þrjú neðstu lið deildarinnar verða í eldlínunni. ÍBV er í næst neðsta sæti deildarinnar en liðið fær KA í heimsókn í fyrsta leik dagsins. ÍBV getur lyft sér upp um þrjú sæti með sigri en þá getur KA fallið úr efri hlutanum. miðvikudagur 28. júní Besta-deild […]

Orkumótið hefst á morgun

Sigurlið Stjörnunnar á Orkumótinu 2021

Á morgun hefst Orkumótið í knattspyrnu sem fer fram í Vestmannaeyjum á ári hverju. Á mótinu etja kappi drengir í 6. flokki og stendur mótið til laugardags. Búist er við 1100 þátttakendum auk foreldra. Lögreglan í Vestmannaeyjum biður ökumenn í bænum að hafa varan á og taka tillit til mikils fólksfjölda í bænum. „Við viljum […]

Nýr línumaður til ÍBV

Í dag tilkynnti handknattleiksdeild ÍBV að Ásdís Guðmundsdóttir, 25 ára línumaður að norðan, hefur gengið til liðs við félagið. Ásdís á 10 A-landsleiki að baki en síðast lék hún með sænska félaginu Skara HF. „Hún er reynslumikill leikmaður og mikill hvalreki fyrir okkar félag. Við hlökkum til að sjá Ásdísi í hvítu treyjunni” segir í […]

Slegist á Selfossi

Í kvöld fara fram þrír leikir í Bestu-deild kvenna. ÍBV mætir liði Selfoss á Jáverk-vellinum á Selfossi kl. 18:00, en liðin tvö sitja saman í síðasta sæti deildarinnar með aðeins 7 stig eftir níu leiki í sumar. Leikir dagsins í Bestu-deild kvenna: 18:00 Selfoss-ÍBV (JÁVERK-völlurinn) 19:15 Keflavík-Tindastóll (HS Orku völlurinn) 19:15 FH-Þróttur R. (Kaplakrikavöllur) (meira…)

Mæta Valsmönnum í dag

Í dag fara fram þrír leikir í Bestu-deild karla. ÍBV fær Val í heimsókn á Hásteinsvöll, en sem stendur eru Valsmenn í öðru sæti deildarinnar með 26 stig og ÍBV í því ellefta og næst neðsta með 10 stig. Leikir dagsins í Bestu-deild karla: 14:00 ÍBV-Valur (Hásteinsvöllur) 17:00 KR-KA (Meistaravellir) 19:15 Víkingur R.-Stjarnan (Víkingsvöllur) (meira…)

ÍBV sektað vegna ummæla formanns

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar Knattspyrnusambands Íslands sl. 23. júní var ákveðið að sekta ÍBV um hundrað þúsund krónur vegna opinberra ummæla Daníels Geirs Moritz, formann knattspyrnudeildar ÍBV. Í greinargerð Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, sem tekin var fyrir kemur fram að málið varði ósæmileg opinber ummæli og myndskeið sem birt voru af hálfu formannsins. Hafi […]

Britney Cots gengin til liðs við ÍBV

Rétthenta skyttan Britney Cots hefur samið við ÍBV. Britney er gríðarlega kröftugur leikmaður sem gengur til liðs við ÍBV frá Stjörnunni. “Við erum mjög ánægð með að Britney hafi ákveðið að ganga til liðs við okkur og hlökkum til að sjá hana inná vellinum,” segir meðal annars í tilkynningu frá ÍBV. (meira…)

Kári Kristján framlengir

Kári Kristján Kristjánsson hefur framlengt samning sinn um eitt tímabil við handknattleiksdeild ÍBV. „Kára þarf vart að kynna stuðningsmönnum ÍBV enda fyrirliði liðsins og núverandi Íslandsmeistari með meiru. Það er okkur mikil ánægja að Kári hafi ákveðið að taka eitt tímabil enn og hlökkum við til áframhaldandi samstarfs” segir í færslu á síðu ÍBV. (meira…)

Átta liða úrslit Mjólkurbikarsins í dag

Eyjakonur fá FH í heimsókn í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag. ÍBV sigraði Grindarvík í 16-liða úrslitum þar sem vítaspyrnukeppni réði úrslitum. Leikurinn fer fram á Hásteinsvelli kl 17:30 og verður í beinni á RÚV 2. TM mótið er hafið og búast má við fjölda áhorfenda á leikinn. Hvetjum stuðningsmenn til að mæta og styðja […]

Jón Jökull í KFS

Jón Jökull Hjaltason 22. ára leikmaður ÍBV hefur verið lánaður yfir í KFS. Jón Jökull hefur leikið yfir 30 leiki í 1. deild með ÍBV og Þrótti Vogum. Jón hefur verið að glíma við meiðsli og ætlar að nota tækifærið vel til að ná sér í leiki og um leið hjálpa eyjapeyjunum í KFS í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.