Líknarkaffið í dag

Líknarkaffið er fyrir löngu orðinn fastur liður í aðventu Eyjamanna og á því verður engin breyting í ár. „Líknarkaffið, árlegt kaffihlaðborð Kvenfélagsins Líkn verður haldið að Faxastíg 35 á milli klukkan 14.00 og 16.30 í dag, fimmtudag. Hlökkum til að taka vel á móti þér og þínum.” segir í tilkynningu frá Líknarkonum. (meira…)

Fjármál við starfslok

isb-ambient_6

Opinn fræðslufundur verður um það sem mikilvægast er að hafa á hreinu við undirbúning starfsloka. Meðal þess sem rætt verður um er: • Hvenær og hvernig er best að sækja lífeyri og séreignarsparnað ? • Skattamál • Skipting lífeyris með maka • Greiðslur og skerðingar Fundurinn fer fram í Akóges salnum í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 20 […]

Lokadagur Safnahelgar

IMG 8342 Edited Ha142

Upp er runninn sunnudagurinn 3. nóvember, sem er lokadagur Safnahelgarinnar í Vestmannaeyjum. Hér að neðan gefur að líta dagskrá dagsins. SAGNHEIMAR Kl. 13:00 Bjarni Ólafur Guðmundsson og Guðrún Mary Ólafsdóttir afhenda Vestmannaeyjabæ allt efni Eyjatónleika. Bjarni Ólafur segir sögu tónleikanna í máli og myndum ásamt því að tónlistarmenn flytja nokkur Eyjalög.   Einarsstofa Sýning Bjarna Ólafs […]

Sögur, söngur og sýningar

Skald St

Dagskrá Safnahelgar heldur áfram og er eitt og annað á boðstólnum í dag. Hér að neðan er farið vel yfir þá dagskráliði. Laugardagurinn 2. nóvember RÁÐHÚS Kl. 11:00-14:00 verður gestum boðið að kynna sér hinar miklu endurbætur innanstokks. SAGNHEIMAR Kl. 14:00 koma í heimsókn skáldmennin Guðmundur Andri Thorsson, Jón Kalman Stefánsson og Sindri Freysson sem kynna og […]

Safnahelgin: Dagskrá dagsins

Safnahelgin heldur áfram í Eyjum. En hvað er á dagskránni í dag? Föstudagurinn 1. nóvember ELDHEIMAR Kl. 14:00 Málþing um Surtsey. Borgþór Magnússon og Bjarni Diðrik Sigurðsson fjalla um þróun og framtíð Surtseyjar, sem þeir hafa rannsakað um áratuga skeið. Inga Dóra Hrólfsdóttir og Einar E.  Sæmundsson segja frá virði heimsminjaskráningarinnar UNESCO. Einstakt færifæri til […]

Bifreiðaverkstæði Nethamars opnar á ný

Asgeir Nethamar 20241022 111915 TMS

Bifreiðaverkstæði Nethamars hefur opnað á ný. Verkstæðið er til húsa á Flötum, nánar tiltekið númer 21. Þar er einnig rekið vélaverkstæði.  Á nýja Nethamri verður boðið upp á Toyota þjónustu ásamt allri almennri viðgerðarþjónustu á öllum helstu bíltegundum. Eyjamaðurinn Ásgeir Sigurðsson er fluttur aftur heim – reynslunni ríkari – eftir að hafa búið á höfuðborgarsvæðinu. […]

Ný bók um alla helstu náttúruvá

Fors Ari Trausti Ads

Nú liggur fyrir bók eftir Ara Trausta Guðmundsson, jarðvísindamann, rihöfund og fyrrum þingmann, um náttúruvá á Íslandi, ógnir, varnir og viðbrögð. Hún er 190 síður í broti 14×20,5 cm og með fjölda mynda. Fjallar um vá af völdum jarðskjálfta, alls konar eldvirkni, alls konar ofanflóða, sjávarflóða, vatnavaxta, jökulhlaupa, gróðurelda og um vá af völdum veðurlags. […]

Listaréttir sem Herjólfur hefði notið með sínu fólki

Saltfiskveisla í boði verðlaunakokka í Herjólfsdal: Herjólfsdalur skartaði sínu fegursta, glampandi sól, iðagrænar brekkur og hamraveggir sem saman mynda það djásn sem Dalurinn er. Þar kom saman hópur föstudaginn 6. september til að smakka á saltfiski sem verðlaunakokkar frá Ítalíu, Portúgal og Spáni buðu upp á. Það var fátt sem minnti á okkar hefðbundna saltfisk […]

Kappkostum að sinna verkum af kostgæfni

Eyjablikk ehf. er blikk og stálsmiðja sem hefur verið starfrækt um áraraðir. Fyrirtækið þjónustar sjávarútvegsfyrirtæki, verktaka sem og einstaklinga með allt milli himins og jarðar. Fjölbreytni verkefna hefur verið með ólíkindum í gegnum árin. Má þar nefna loftræsikerfi, einangrun og klæðningar á hita- og frystilögnum, flasningar, rústfrí smíði, álsmíði, lagning koparþaka, smíði á handriðum ásamt smíði […]

Mikil umsvif hjá Hampiðjunni í Vestmannaeyjum

Ingi Freyr – Einn víðförlasti netagerðarmaður Íslands „Hampiðjan er í dag stærsti framleiðandi veiðarfæra í heimi með starfsemi á 76 stöðum í 21 landi og með um 2000 starfsmenn. Höfuðstöðvarnar eru við Skarfabakka í Sundahöfn en þar eru aðalskrifstofurnar, netaverkstæði og aðallager fyrirtækisins á Íslandi. Hjarta framleiðslunnar á vörum fyrirtækisins er Hampidjan Baltic í Litháen, þar […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.