Einsi Kaldi og hans fólk í jólagír

,,Veturinn hefur farið ljómandi vel af stað hjá okkur,“ segir Einar Björn Árnason, matreiðslumeistari sem rekur veitingastaðinn Einsa Kalda ásamt veisluþjónustu sinni. „Við erum afskaplega þakklát fyrir hvað heimamenn eru duglegir að styðja við okkur og koma á veitingastaðinn, svo höfum við líka verið heppin með samgöngurnar hingað til sem hjálpar.“ Veisluþjónustan hefur einnig farið […]

Saltfiskveisla í Herjólfsbæ stóð undir nafni

„,(Concurso Escuelas de Cocina de Bacalao de Islandia, (CECBI) er heitið á verkefni sem gengur út á að kynna íslenskan saltfisk fyrir matreiðslunemum á Spáni, Ítalíu og Portúgal. Verkefnið er hluti af markaðsstarfi Seafood from Iceland. CECBI hefur verið í mótun frá árinu 2015 og er í dag orðið vel þekkt á meðal nemenda og […]

MATEY: Mikið hlegið á opnunarhátíðinni

24 09 04 Matey 0036

Í gær var haldin opnunarhátíð MATEY Seafood Festival í Sagnheimum, Safnahúsinu í Vestmannaeyjum. Viðburðurinn markaði upphaf hátíðarinnar sem fagnar íslenskum sjávarfangi og framúrskarandi matreiðslu. Í ár eru gestakokkarnir allar konur, leiðtogar í matreiðslu og koma víða að úr heiminum. Mun reynast okkur vel í markaðssetningu erlendis Frosti Gíslason, verkefnastjóri Mateyjar var ánægður með hvernig til […]

Ómótstæðilegir matseðlar á Matey

Sjávarréttahátíðin Matey hófst í gær með opnunarhátíð í Sagnheimum. Hátíðin stendur yfir fram á laugardag. Hér að neðan má kynna sér matseðlana sem verða í boði á veitingastöðunum á Matey þar sem gestakokkar koma við sögu. MATEY GOTT matseðillinn Sjáið matseðilinn á GOTT… Gerið ykkur tilbúin í einstakt matarferðalag til Mexíkó sem fer fram hér […]

Matey – Suður-Evrópskir verðlaunakokkar

Concurso Escuelas de Cocina de Bacalao de Islandia, (CECBI) er heitið á verkefni sem gengur út á að kynna íslenskan saltfisk fyrir matreiðslunemum á Spáni, Ítalíu og Portúgal. „Verkefnið er hluti af markaðsstarfi Seafood from Iceland. CECBI hefur verið í mótun frá árinu 2015 og er í dag orðið vel þekkt á meðal nemenda og […]

Frá Manchester á Matey

„Við erum spennt að fá hina hæfileikaríka matreiðslukonu Rosie May Maguire á veitingastaðinn Slippinn á Matey sjávarréttahátíðina í Eyjum.“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Þar segir jafnframt að ferðalag Rosie í gegnum matreiðsluheiminn hafi einkennst af ástríðu hennar, forvitni og hollustu við handverkið. Hún er með BA gráðu í matreiðslulist frá háskólanum í Derby […]

Ert þú tilbúin í magnaða matarupplifun?

Það gleður okkur að tilkynna að hin ótrúlega hæfileikaríka matreiðslukona Renata Zalles mun ganga til liðs við okkur í ár á Matey á veitingastaðnum Einsa kalda!  Renata sem kemur upprunalega frá Bólivíu er með alþjóðlega reynslu og er hugsjónamaðurinn á bak við veitingastaðinn STUFFED í Kaupmannahöfn sem opnar  í október á þessu ári. Þetta kemur […]

Sameinar hefðir Mexíkó og nýsköpunar

ADRIANAN CAVITA 4 Ana Lucia Alonso Cr

Við erum ákaflega spennt að fá til okkar hina mögnuðu Adriana Solis Cavida á Matey – sjávarréttahátíðina í Eyjum, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Matarþekking Adriönu sem kemur frá Mexíkóborg, á sér djúpar rætur í ríkum hefðum heimalands hennar. Frá unga aldri fór hún á líflega matarmarkaði San Felipe Ixtacuixtla, þar sem götu-matarfyrirtæki ömmu […]

Verðlag á matvöru lækkar milli mánaða

innkaup_kerra

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru lækkað frá júlímánuði samkvæmt greiningu verðlagseftirlitsins, í fyrsta sinn frá undirritun kjarasamninga. „Þessi þróun var komin vel á leið fyrir opnun nýrrar lágvöruverðsverslunar, Prís, um helgina. Verðlag í  Nettó, Kjörbúðinni og Krambúðinni hækkaði umtalsvert í júlí eins og verðlagseftirlitið benti á í nýlegri verðkönnun. Verðlag þar lækkaði hins […]

Konurnar taka yfir í Eyjum

Matey 24 Gestakokkar

Í ár verða alþjóðlegir kvenleiðtogar í matreiðslu í hlutverki gestakokka á Matey. Gestakokkarnir koma víða að. Adriana Solis Cavita – kemur frá Mexíkó og verður á veitingastaðnum Gott. Rosie May Maguire – kemur frá Bretlandi og verður á veitingastaðnum  Slippnum. Renata Zalles –  kemur frá Bólivíu og verður á veitingastaðnum Einsa kalda. Veitingastaðir, fiskframleiðendur og […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.