Mikið um dýrðir á Safnahelgi

Það verður mikið um dýrðir á komandi Safnahelgi enda 20 ár frá því hún var fyrst haldin. Nú er um að gera að taka dagana frá og njóta menningarveislunnar sem framundan er, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Safnahelgin verður dagana 31. október – 3. nóvember. Dagskrá Fimmtudaginn 31. október SAFNAHÚS Kl. 13:30-14:30  Á ljósmyndadeginum sýnum við […]

Konunglegt teboð í safnahúsi

Laugardaginn 26. október verður boðið upp á sögu og skonsur í Pálsstofu í Safnahúsi, á milli klukkan 13-14:30. Albert ,,Eldar” Eiríksson mun flytja fyrirlestur um bresku konungsfjölskylduna og mun Bergþór Pálsson syngja fyrir gesti og gangandi.  Boðið verður upp á te og gúrkusamlokur frá Einsa Kalda. Aðgangur er ókeypis og eru þátttakendur hvattir til að […]

Stórsöngkona og málþing meðal hápunkta á safnahelgi

Tidy Rodriguers stórsöngkona frá Grænhöfðaeyjum og málþing um Surtsey verða meðal hápunkta á safnahelginni 31. október til 3. nóvember nk. Í ár eru 20 ár frá því að safnahelgin var fyrst haldin í Eyjum. Það stendur mikið til á þessari 20. safnahelgi.  Hátíðin hefst að vanda í Stafkirkjunni síðdegis á fimmtudeginum og í framhaldinu opnar […]

Allra Veðra Von hljómsveitarkeppni

Hljómsveitarkeppnin Allra Veðra Von verður haldin laugardaginn 12. október í Höllinni, þar sem rokkhljómsveitir munu etja kappi og keppa um verðlaunasæti. Sú hljómsveit sem hreppir fyrsta sætið mun vinna sér inn tveggja daga stúdóupptökur. Sérstakir gestir kvöldsins verða þungarokks hljómsveitirnar Devine Defilement og Casus, en Casus kom síðast fram á Allra Veðra Von árið 2006 […]

Enn er blásið til Eyjatónleika í Hörpu

„Elsku vinir, þá liggur þetta fyrir og ég held að fólk eigi von á geggjuðum tónleikum. Við erum afar sátt með listafólkið sem verður með okkur. Ekki missa af þessum einstaka viðburði,“ segir Bjarni Ólafur Guðmundsson sem ætlar ásamt Guðrúnu Marý Ólafsdóttur, konu sinni að slá í 14. Eyjatónleikana í Hörpunni í janúar. Þetta kemur […]

Vel heppnuð uppskeruhátíð Sumarlesturs

„Við áætlum að um 100 manns hafi mætt og gert með okkur glaðan dag. Bergrún Íris barnabókarithöfundur og teiknari var með skemmtilegt erindi,“ segir á Fésbókarsíðu Bókasafnsins um vel heppnaða uppskeruhátíð Sumarlestursins s.l. laugardag. „Við vorum með happdrætti úr miðum fyrir hverja lesna bók í sumar, hægt var að fá ofurhetjumyndir af sér, sækja glaðning […]

Óska eftir tilnefningum til samfélags- og hvatningarverðlauna

DSC 2346

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga óska eftir tilnefningum til samfélags- og hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi. Um er að ræða samfélagslega viðurkenningu sem SASS mun veita formlega á ársþingi sínu í október 2024. Markmiðið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á menningartengdum verkefnum á Suðurlandi, en mikil gróska hefur verið á þeim vettvangi undafarin ár. […]

Karlakór hugar að Færeyjaferð

Hið  árlega Kjötsúpukvöld Karlakórs Vestmannaeyja var í Akóges í gærkvöldi og vel mætt eins og vænta mátti.  Er þessi skemmtilegi siður gott upphaf á starfsárinu. „Það er hins vegar undir okkur öllum komið hversu gagnlegt og skemmtilegt þetta verður. Það skiptir miklu máli að við mætum vel sjálfir og verum duglegir að bjóða með okkur,“ […]

Þórhallur bauð upp á einlæga stund í Einarsstofu

Þórhallur Helgi Barðason er ekki maður einhamur, syngur, kennir söng, yrkir,  gefur út ljóðabækur,  stjórnar kórum og nær að hrífa fólk með einlægum upplestri úr kvæðum sínum. Allt fékk þetta að njóta sín á yndisstund á fimmtudagskvöldið í Einarsstofu. Aðalstefið var upplestur á ljóðum Þórhalls við undirleik hljómsveitar Þóris Ólafsson. Sjálfur tók Þórhallur lagið og […]

Fleiri myndir frá Matey

DSC 0705

Sjávarréttahátíðin Matey stendur nú yfir í Eyjum. Á miðvikudaginn hófst hátíðin með opnunarhátíð í Sagnheimum. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari mætti þar og tók meðfylgjandi myndir. Sjá einnig: MATEY: Mikið hlegið á opnunarhátíðinni – Eyjafréttir (eyjafrettir.is)   (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.