Veikindi koma í veg fyrir tónleika

Tónleikar með Þjóðlagasveit Ásgeirs Ásgeirssonar og stórsöngkonunni Kristjönu Stefánsdóttur, sem voru áætlaðir í Eldheimum í dag kl. 17:00, falla niður vegna veikinda. (meira…)

Svipmyndir eftir daginn

Mikið líf og fjör var í bænum í dag, tónlist nánast á hverju götuhorni og listasýningar í öllum sölum.   (meira…)

Svipmyndir af listasýningum á Goslokum

Fjöldinn allur af listasýningum er á dagskrá yfir goslokahelgina og ættu jafnvel þeir sem engan áhuga hafa á myndlist að finna eitthvað við sitt hæfi á veggjum sýninganna. (meira…)

Landslög Lóu Hrundar

Myndlistarsýning Lóu Hrundar Sigurbjörnsdóttur opnaði í dag í Cracious kró, opnaði í dag og er opin laugardag og sunnudag kl. 14-17. Lóa er lærður myndlistarkennari og listmeðferðarfræðingur. Hugarástand hefur alltaf áhrif á vinnuna og er ferlið oftast mikilvægara heldur en útkoman. Á sýningunni sem heitir Landslög eru akrýlverk frá 2021-2022. Unnið er abstrakt með landslagið […]

Erna Ingólfs með vængjaslátt vonar

Myndlistarsýning Ernu opnaði kl. 13 í dag á Hótel Vestmannaeyjar, en verður opin alla helgina. Sýningin heitir Vængjasláttur vonar og fólk getur fundið ákveðin tákn (fleiri en eitt) í mynd á sýningunni sem ber sama heiti, til að skilja hvað felst í þessu nafni. Smá spenna. Allar myndirnar eru unnar í akríl, en ég nota […]

Uppselt þrátt fyrir 100 aukamiða

Svo virðist sem vinsælasti viðburður í dagskrá goslokahátíðar í dag séu stórtónleikar Bjartmars Guðlaugssonar í Höllinni, en þeir hófust nú kl. 21:00 Skv. heimildum Eyjafrétta varð uppselt á tónleikana, jafnvel eftir að 100 aukamiðum var bætt í sölu. Reikna má með að um 800 manns séu nú í Höllinni að hlýða á Bjartmar og félaga […]

LMV sýnir í Hvíta húsinu og á Stakkó 

Lista og menningarfélag Vestmannaeyja sem valið var Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2022 mun halda tvær sýningar um goslokahelgina. Önnur sýningin verður í Hvíta húsinu við Strandveg 50, sýningin ber yfirskriftina Í allar áttir, en hin sýningin verður útilistasýning á austanverðu Stakkagerðistúni beint á móti Akóges og ber hún yfirskriftina Listamannsins draumur. Þar munu 20 félagar sýna verk […]

Svipmyndir af Stakkó

Líf og fjör er í bænum í dag, enda ótalfjöldi menningar- og listviðburða á dagskránni. Metnaðarfull dagskrá sem skipuleggjendur geta verið stoltir af. Hér eru nokkrar myndir af lífinu og stemmingunni sem fór fram í góða verðinu á Stakkó fyrr í dag. Myndirnar eru úr einkasafni.  (meira…)

Rokkar feitt á Prófastinum 

Það verða alvöru rokktónleikar á gamla góða Prófastinum á föstudagskvöldið á Goslokum í ár. Hljómsveitirnar sem troða upp eru:  MOLDA  Eyjaband sem var stofnað 2020 og spilar hart melodískt rokk með íslenskum texta. Meðlimir MOLDA eru: Albert, Helgi, Þórir og Símon  Foreign Monkeys  Foreign Monkeys þarf varla að kynna en þeir vinna nú að nýrri […]

Bjartmar – Annar í afmæli í Höllinni 

Þeir voru frábærir tónleikarnir sem Eyjamaðurinn Bjartmar Guðlaugsson hélt í Háskólabíói með Bergrisunum 18. júní. Tilefnið var 70 ára afmæli Bjartmar og einnig fagnaði hann 44 ára höfundarferli sem hefur skilað mörgu sem er með því besta sem við eigum lögum og textum. Nú gefst Eyjamönnum tækifæri á að heyra og sjá kappann í Höllinni […]