Eyjahljómsveitin hOFFMAN kemur fram í Alþýðuhúsinu í kvöld, 28 desember en uppselt er á tónleikana fyrir þó nokkru síðan. Sem stendur á hljómsveitin topplag á Xinu977 og heitir lagið Shame. Lagið hefur fengið mikla athygli og er fyrsta lag strákana af væntanlegri breiðskífu. Verður hún sú þriðja sem sveitin gefur út.
Öllu verður til tjaldað á tónleikunum og mun Bjarni Jens upptökustjóri hOFFMAN sjá um að hljóð verði upp á tíu. Ásamt hOFFMAN mun Darkibjarki selja teiknaðar myndir til styrktar Píetasamtökunum. Stefánsbúð verður með kynningu og sölu á Replica ilm fyrirtækinu og einnig mun DJGÚSTIGOO hita upp fyrir tónleikana.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst