Gera samning um markvissari öflun og úrvinnslu gagna í sjávarútvegi

Matvælaráðuneytið og Intellecta hafa gert með sér samning um markvissari og skilvirkari öflun og úrvinnslu gagna í sjávarútvegi. Þetta var kynnt á fjórða fundi samráðsnefndar um sjávarútvegsstefnu sem haldinn var 16. nóvember sl. Nefndin hefur yfirsýn yfir starfshópa verkefnisins Auðlindin okkar. Í kringum sjávarútveg og tengdar greinar verður til mikið magn af gögnum sem skila […]

Brynjólfi VE lagt og áhöfn sagt upp

Stjórnendur Vinnslustöðvarinnar hafa ákveðið að hætta að gera út Brynjólf VE-3 og leggja skipinu. Áhöfninni var tilkynnt þetta í gær og öllum skipverjum jafnframt sagt upp störfum. Sigurgeir B. Kristgeirsson framkvæmdastjóri segir tvær meginástæður vera fyrir þessari niðurstöðu: „Við höfum annars vegar lent í tíðum bilunum með Brynjólf undanfarna mánuði með tilheyrandi truflunum í útgerð […]

Útflutningsverðmæti sjávarafurða í hæstu hæðum

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam tæplega 30 milljörðum króna í október. Það er um 12% aukning í krónum talið frá sama mánuði í fyrra, en um 17% sé leiðrétt fyrir gengisbreytingu krónunnar. Frá þessu er greint í frétt á vefnum radarinn.is. Á fyrstu 10 mánuðum ársins er útflutningsverðmæti sjávarafurða þar með komið í tæpa 288 milljarða króna. […]

Hámarksafli íslenskra skipa 139.205 tonn

Hámarksafli íslenskra skipa á loðnuvertíðinni framundan er 139.205 tonn, en þar af eru 7.378 dregin frá til atvinnu- og byggðaráðstafana, þannig að úthlutun ársins er 131.827 tonn. Þetta kemur fram í reglugerð um loðnuveiðar íslenskra skipa sem matvælaráðuneytið birti í lok október. Sem fyrr er úthlutunin byggð á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar sem lagði til að loðnuafli ársins verði ekki meiri […]

Upptaka frá Auðlindin okkar í Vestmannaeyjum

Í lok maí 2022 skipaði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fjóra starfshópa til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum ásamt því að meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Starfshóparnir eru Samfélag, Aðgengi, Umgengni og Tækifæri. Hluti af þessari vinnu eru fundir sem haldnir eru víða um land undir nafninu Auðlindin okkar. Einn slíkur var haldinn […]

Góðu gengi og farsælu samstarfi við VSV fagnað í eins árs afmæli Hólmaskers

Starfsmenn fiskvinnslufyrirtækisins Hólmaskers í Hafnarfirði gerðu sér dagamun í morgun í tilefni af því að eitt ár var liðið frá því hjónin Jóhanna Steinunn Snorradóttir og Albert Erluson, eigendur Hólmaskers ehf., keyptu rekstur fiskvinnslu Stakkholts að Lónsbraut 1 og tóku við honum daginn eftir. Fáeinum dögum síðar var greint frá því að Vinnslustöðin hf. hefði […]

Mikil fjölgun á bókunum skemmtiferðaskipa milli ára

Bætt aðstaða fyrir móttöku skemmtiferðaskipa var til umræðu á fundi Framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja í gær. Þar kom fram að mikil fjölgun er á bókunum skemmtiferðaskipa milli ára og nauðsynlegt að huga að móttöku þeirra þar sem núverandi aðstaða er á köflum fullnýtt. Búið er að bóka 124 skip til Vestmannaeyjahafnar sumarið 2023 sem er […]

Listi yfir tólf algenga þætti sem geta leitt til slysa til sjós

Á árunum 2017-2021 varð ekkert banaslys á sjó og sömuleiðis hefur slysum til sjós fækkað á síðustu árum. Öflug fræðsla, aukin öryggismenning og þátttaka atvinnugreinarinnar hefur þar mikil áhrif. Enn verða þó slys og óhöpp þar sem litlu má muna að alvarlegar afleiðingar hljótist af. Veggspjöldin 12 hnútar miða að því að fækka þeim, að […]

Vestmannaey landaði fullfermi fyrir austan

Á vef Síldarvinnslunnar birtast regllega fréttir af aflabrgðum hjá bátum fyrirtækisins. Í var sett inn skemmtileg færsla þar sem meðal annar kom fram að Vestmannaey kom til löndunar snemma í gærmorgun en blandaður afli, sem hún kom með, fékkst að mestu austan við Vestmannaeyjar, á Pétursey, Vík og Öræfagrunni. „Við tókum síðan eitt hol hérna fyrir […]

Fiskveiðisamningur við Færeyjar undirritaður

Rammasamningur um fiskveiðar milli Íslands og Færeyja var undirritaður í utanríkisráðuneytinu á föstudag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Jenis av Rana, utanríkis- og menningarmálaráðherra Færeyja, skrifuðu undir samninginn. Undirritunin fór fram á fundi ráðherranna þar sem samskipti landanna á breiðum grundvelli voru til umfjöllunar, meðal annars út frá tillögum í skýrslu frá starfshópi frá september 2021, […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.