Lönduðu fullfermi í Eyjum

Vestmannaeyjaskipin Vestmannaey VE og Bergur VE komu bæði til heimahafnar með fullfermi til löndunar á mánudaginn. Rætt er við skipstjóra beggja skipa á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey lét vel af sér. „Það verður ekki annað sagt en að veiðiferðin hafi gengið nokkuð vel. Að þessu sinni lögðum við mikla áherslu á […]

„Minnir á Þjóðhátíð Eyjamanna“

Saltfiskhatid Vsv

Ilhavo er rúmlega 39.000 manna sveitarfélag í norðanverðu Portúgal, rétt sunnan við borgina Aveiro. Þar er m.a. hafnarbærinn Gafanha da Nazaré en í þeim bæ er portúgalskt dótturfélag Vinnslustöðvarinnar, Grupeixe. Það má segja að þetta svæði sé heimavöllur saltfiskinnflutnings í Portúgal. Fram kemur á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar að Ilhavo eigi það sameiginlegt með Vestmannaeyjum að halda […]

23% minni afli í júlí í ár

Kor Bryggja Tms

Í júlí lönduðu íslensk skip rúmum 78,3 þúsund tonnum af afla sem er 23% minni afli en í júlí 2023. Mikill samdráttur var í veiðum á uppsjávarafla, að því er segir í fréttatilkynningu frá Hagstofu Íslands. Heildarafli á tólf mánaða tímabilinu frá ágúst 2023 til júlí 2024 var tæplega 1,1 milljón tonn sem er 27% […]

Óvenjulangur túr hjá Vestmannaey

Vestmannaey 20240814 122516

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE kom til löndunar í Vestmannaeyjum í dag. Skipið er með fullfermi og er aflinn langmest þorskur. Rætt er við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á vef Síldarvinnslunnar. „Þessi túr var lengri en oft áður eða rúmir fimm sólarhringar. Það var heldur lítið að fá á miðunum suður af landinu. Við byrjuðum á Pétursey […]

Makríll einungis suðaustur af landinu

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson lauk þátttöku þann 2. ágúst í árlegum alþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi. Í þessum 33 daga leiðangri Árna kringum landið voru teknar 65 togstöðvar og sigldar um 6000 sjómílur eða 11 þúsund km. Þá voru gerðar sjómælingar og teknir átuháfar á öllum yfirborðstogstöðvum. Að auki var miðsjávarlagið rannsakað með togum og […]

Makrílveiðin að glæðast

Sigurdur Ve 20240812 140056 TMS

„Sigurður var að koma með tæp 1600 tonn af makríl.“ segir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net er Sigurður VE var nýkominn til Eyja í dag. Eyþór segir veiðina hafa verið frekar dræma fyrstu vikuna í ágúst en það hafi lagast síðustu daga í íslensku lögsögunni þar sem góður makríll fannst. Aðspurður um […]

„Með um tvö tonn á tímann”

Vestmannaey 22

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE hélt til veiða á mánudag að aflokinni Þjóðhátíð og var verið að landa úr skipinu í morgun. Aflinn er nánast fullfermi af þorski, ýsu, ufsa og löngu. Skipstjóri í veiðiferðinni var Egill Guðni Guðnason og var hann spurður á vef Síldarvinnslunnar hvernig veiðiferðin hafi gengið. „Það má segja að hún hafi gengið […]

Þrefalda nánast afköstin

K94A0571

„Platan á fyrstu hæð er að klárast í þrónni og er síðasti parturinn klár í að vera steyptur. Þá eru þeir búnir að slá upp fyrir plötunni á annarri hæð að stórum hluta. Verkið er að mestu á áætlun en vinna við lagnir og hreinsistöðina hafa verið erfiðari en við reiknuðum með.“ segir Willum Andersen, […]

Aflinn tekinn á 36 tímum þrátt fyrir haugasjó

Landad Ur Vestmannaey Ve 22 Jul

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE kom til Eyja í gærkvöldi með fullfermi. Landað var úr skipinu í morgun, að því er segir í frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar er rætt við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra og hann spurður fyrst um aflann. „Þetta var að mestu stór og falleg ýsa, síðan dálítið af þorski og ufsa. Við fórum […]

Tilhlökkun að taka nýtt skip í notkun

Sigurbjörg ÁR, nýtt skip Ísfélagsins kom til Hafnafjarðar á laugardaginn. Það var Rammi sem tók ákvörðun um smíðina á sínum tíma og var Sigurbjörg hugsuð sem humar- og bolfiskveiðiskip sem átti að sjá starfseminni í Þorlákshöfn fyrir hráefni. Síðan hefur mikið breyst, humarveiðar bannaðar, starfsemin lögð niður í Þorlákshöfn og Rammi hefur sameinast Ísfélagi Vestmannaeyja […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.