Jólasíldarvals VSV 2021

Jólasíld Vinnslustöðvarinnar var afhent starfsmönnum við hátíðlega athöfn í gær og þar með er hægt að segja með sanni að glitti í hátíðarnar miklu við sjóndeildarhringinn. Ingigerður Helgadóttir, flokksstjóri í uppsjávarvinnslunni, stýrði afhendingarathöfninni. Hún hefur verið í forystu verkefnishópsins sem hóf undirbúningsstörf í október og skilar lostætinu nú eftir að hafa tekið við hálfu þriðja tonni […]
Afmælisrit Ísfélagsins aðgengilegt á netinu

Í tilefni 120 áraafmælis Ísfélags Vestmannaeyja var gefið út veglegt rit sem er nú í dreifingu bæði hér í Eyjum og á Þórshöfn. Ritið er 140 síður og fjallar um sögu félagsins í myndum aðallega. Þemað var fólkið í fyrirtækinu. Ritið er í senn fróðleg og áhugaverð heimild, enda er saga þess samofin sögu Vestmannaeyja […]
Ísfélag Vestmannaeyja 120 ára

Ísfélag Vestmannaeyja hf. var stofnað 1. desember 1901 og fagnar 120 ára afmæli í dag. Félagið er elsta starfandi hlutafélag landsins. Í tilefni afmælisins verður gefið út veglegt rit sem dreift verður í öll hús og fyrirtæki næstu daga, bæði hér í Eyjum og á Þórshöfn. Ritið er 140 síður og fjallar um sögu félagsins […]
Stærstu síldarvertíð í sögu Vinnslustöðvarinnar er lokið

„Ísleifur VE sló botn í veiðarnar á vertíðinni og vaktin í uppsjávarvinnslunni aðfaranótt þriðjudags 30. nóvember lauk við að vinna aflann. Þar með kláraðist vel heppnuð vertíðarlota norsk-íslenskrar síldar og Íslandssíldar. Mér er óhætt að fullyrða að þetta sé stærsta síldarvertíðin í sögu Vinnslustöðvarinnar,“ segir Sindri Viðarsson sviðsstjóri uppsjávarsviðs VSV. Skip félagsins færðu að landi […]
Sighvatur í slipp fyrir norðan

Þorgeir Baldursson ljósmyndari á Akureyri sendi okkur þessar skemmtilegu myndir af Sighvati Bjarnasynin VE í Slippnum á Akureyri. Þorgeir heldur úti vefsíðu þar sem hann birtir myndir af bátum af öllum stærðum og gerðum. Sindri Viðarsson hjá Vinnslustöðinni sagði í samtali við Eyjafréttir að kominn væri tími á klassaskoðunum til að báturinn geti verið með […]
Vinnslustöðin kaupir meirihluta í Hólmaskeri í Hafnarfirði

Vinnslustöðin hf. hefur samið um kaup á meirihluta í fiskvinnslufyrirtækinu Hólmaskeri ehf. í Hafnarfirði, með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Hólmasker er í eigu hjónanna Alberts Erlusonar og Jóhönnu Steinunnar Snorradóttur og nýverið keypti félagið rekstur Stakkholts ehf. á sama stað. Allt starfsfólk Stakkholts var ráðið til starfa hjá Hólmaskeri, um 35 manns. Starfsemin verður eftir sem áður […]
Verðmæti loðnuhrogna aldrei meira

Útflutningsverðmæti loðnuafurða er komið í tæpan 21 milljarð króna á fyrstu 9 mánuðum ársins. Þar af nemur útflutningsverðmæti loðnuhrogna 12,3 milljörðum og hefur aldrei verið meira, að því er kemur fram í greiningu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Þar segir að hrognin nema 59% af heildarútflutningsverðmæti loðnuafurða á tímabilinu. Útflutningur á heilfrystri loðnu í landi, hefur skilað […]
Verkfallsboðun sjómanna gæti tengst loðnuvertíð

Kjaramálin mun væntanlega bera hæst, sem og öryggismál, á þingi Sjómannasambands Íslands sem haldið verður á fimmtudag og föstudag. Kjarasamningar sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa nú verið lausir í tæplega tvö ár. Valmundur Valmundsson, formaður SSÍ, segir í samtali við mbl.is að lítið sé að gerast í kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi […]
Skjót og góð viðbrögð áhafnar urðu til bjargar

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE lagðist að bryggju í Neskaupstað um klukkan þrjú í nótt, ellefu klukkustundum eftir að eldur kom upp í vélarrúmi skipsins á hafi úti. Allur eldur er slökknaður og allir skipverjar heilir á húfi. Þegar eldurinn kom upp um klukkan 16 í gær freistuðu skipverjar þess að slökkva hann en lokuðu vélarrúminu kirfilega […]
Eldur kom upp í Vestmannaey

Eldur kom upp í vélarrúmi í fiskiskipsins Vestmannaeyja á fimmta tímanum í dag. Skipið, sem staðsett var 30 mílur suðaustur af landi, var á leið í land til Neskaupsstaðar til löndunar með fullfermi. Sam kvæmt frétt á vef mbl.is er skipið orðið rafmagnslaust en skipið Bergey VE dregur það nú í land. Skipverji á Bergey-VE segir […]