Flug á rúmar 6000 krónur
6. nóvember, 2020
Mynd: Air Iceland Connect

Air Iceland Connect mun hefja áætlunarflug til Vestmannaeyja 28. apríl 2021. Frá Reykjavík er flugtíminn aðeins 20 mínútur. Flogið verður tvisvar á dag, fjórum sinnum í viku, mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga út september.

Flugsæti eru komin í sölu á heimasíðu félagsins og þar er hægur leikur að finna flug aðra leið fyrir 6.225 krónur inni falið í því gjaldi er sex kílóa handfarangur, hressing um borð, skattar og gjöld. Fargjaldið hækkar um 4000 krónur ef bætt er við farangri allt að 20 kílóum.

Auk þess geta farþegar nýtt sér Loftbrú sem veitir 40% afslátt af heildarfargjaldi fyrir allar áætlunarleiðir innanlands til og frá höfuðborgarsvæðinu. Fullur afsláttur er veittur hvort sem valið er afsláttarfargjald eða fullt fargjald. Hver einstaklingur getur fengið lægri fargjöld fyrir allt að þrjár ferðir til og frá Reykjavík á ári (sex flugleggir).

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.