Flytja fimm milljarða frá ríki til sveitarfélaga
29. desember, 2022

Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundaði í gær en einungis eitt mál var á dagskrá, “Breytingar á útsvari sveitarfélaga og tekjuskatti einstaklinga vegna fjármögnunar á þjónustu við fatlað fólk.” Umtalsverð aukning hefur orðið á útgjöldum sveitarfélaga varðandi þjónustu við fatlað fólk, sem skýrist m.a. af auknum kröfum ríkisins um bætta þjónustu við umræddan hóp. Allt frá árinu 2010, þegar ríkið og sveitarfélög náðu samkomulagi um tilfærslu málaflokksins frá ríki til sveitarfélaga, hefur átt sér stað vinna við mat á kostnaði við þjónustuna og nokkrar breytingar gerðar á skattalöggjöf til að mæta kostnaðaraukningu sveitarfélaga vegna þessa. Meðal annars voru gerðar breytingar á skattalöggjöfunni árið 2015, með svokölluðu endanlegu samkomulagi milli ríkisins og sveitarfélaga. Síðan þá hefur útgjaldaaukningin aukist enn frekar, sem skýrist af talsverðum breytingum á löggjöf og regluverki um þjónustu við fatlað fólk.

Í ljósi þess hversu umfangsmikill útgjaldavandinn er orðinn hafa stjórnvöld og sveitarfélög náð samkomulagi um að gera breytingu á endanlega samkomulaginu frá árinu 2015 og flytja 5 ma.kr. frá ríki til sveitarfélaga á árinu 2023 í því skyni að bæta rekstrarafkomu sveitarfélaga og gera þeim betur kleift að standa við markmið sín um afkomu, skuldaþróun og rekstur málaflokksins. Samkomulag ríkis og sveitarfélaga er dags. 16. desember 2022.

Útsvar sveitarfélaga, sem í tilviki Vestmannaeyjabæjar er nú 14,46%, verður hækkað um 0,22% samhliða lækkun tekjuskatts einstaklinga um samsvarandi hlutfall í öllum skattþrepum einstaklinga. Gert er ráð fyrir að hlutdeild Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í útsvari aukist til jafns við hækkun hámarksútsvars.

Staðgreiðsla skatta einstaklinga samanstendur annars vegar af útsvari, sem rennur til sveitarfélaga og hins vegar tekjuskatti einstaklinga, sem rennur til ríkissjóðs. Þar sem að ríkið mun lækka tekjuskattsálagningu sína um samsvarandi hlutfall og útsvarshækkunin nemur munu skattgreiðendur hvorki verða fyrir skattahækkun eða lækkun vegna þessa.

Umræddar skattabreytingar taka gildi árið 2023 og sveitarstjórnir þurfa að samþykkja og tilkynna fjármálaráðuneytinu í síðasta lagi 30. desember nk. um hækkun útsvarsálagningar.

Niðurstaða bæjarstjórnar um málið var afgreidd á eftirfarandi hátt og samþykkt samhljóða með níu atkvæðum bæjarfulltrúa. “Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16. desember 2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi sama dag, samþykkir bæjarstjórn Vestmannaeyja hækkun útsvarsálagningar um 0,22%, úr 14,46% í 14,68%, gegn því að ríkið lækki tekjuskatt einstaklinga um sama hlutfall, þannig að breytingin hafi engin áhrif á staðgreiðslu einstaklinga (launaskatt).

Sveitarstjórnir þurfa að samþykkja og tilkynna fjármálaráðuneytinu í síðasta lagi 30. desember nk. um hækkun útsvarsálagningar ef þau ætla koma skaðlaus frá því að þetta sama hlutfall verði tekið af útsvarsálagningu sveitarfélagsins og látið renna í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Ef sveitarstjórnir kjósa að hækka ekki útsvarsálagninguna um þetta hlutfall, mun það engu að síður verða tekið af útsvarsálagningu sveitarfélagsins og fært til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og þar með lækka þær útsvarstekjur sem renna til sveitarfélagsins.”

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst