Leikmenn karlaliðs ÍBV létu ekki hanka sig á smáatriðunum eftir sigurinn gegn Víkingum og í 1. deildinni. Strákarnir fögnuðu sigrinum vel með stuðningsmönnum sínum og fóru svo í búningsklefa þar sem fagnaðarhöldin héldu áfram. En í stað þess að draga tappa úr flösku, var sigrinum fagnað með súkkulaðiköku og ískaldri mjólk.